Skýrslur

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Útgefið:

31/10/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Markmið verkefnisins var að kanna aðferðir við þíðingu á þorskflökum í blokk og finna bestu og hugsanlegu aðferð til þíðingar fyrir markaði erlendis. Afrakstur verkefnisins á að leiða til aukinna gæða afurða sem unnar eru úr frosnu hráefni og hagræðingar í vinnslu sem leiðir til lægri framleiðslukostnaðar Helstu niðurstöður voru þær að besta þíðingaraðferðin, af þeim aðferðum sem prófaðar voru, var þíðing í vatni með loftblæstri. Einnig kom í ljós að aðferð með temprun (hálfþiðnun) var raunhæf, að því tilskyldu að stilla hitastig og tíma þíðingar.

The object of the project was to explore methods for thawing of seafrozen codfillets and find the potential methods for thawing. The culmination of the project is to lead to increased quality of products derived from frozen fillets and rationalization of processing, resulting in lower production costs. The main results showed that the best method, of the methods tested, was thawing in water with air circulation. It was also revealed that tempering was realistic, provided to adjust the temperature and time of thawing.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka / The effect of rigor mortis on fillet quality

Útgefið:

01/10/2016

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Anton Helgi Guðjónsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 16 014-16)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka / The effect of rigor mortis on fillet quality

Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að rannsaka áhrif ofurkælingar á dauðstirðnun og bera saman við hefðbundna kælingu og hins vegar að útbúa kynningarefni sem hægt væri að nota til að kynna hagsmunaaðilum í sjávarútvegi mikilvægi þess að stýra dauðastirðnunarferlinu. Rannsókn var gerð á þorski og laxi og hún framkvæmd á tveimur mismunandi árstímum fyrir þorsk, en mikill munur getur verið á ástandi hráefnis eftir því hvenær og hvar fiskur er veiddur. Rannsóknin var tvíþætt þar sem annars vegar var aflað gagna um áhrif kælingar á dauðastirðnunarferlið þar sem hóparnir voru bornir saman; ofurkældur og hefðbundinn, og hins vegar að túlka niðurstöður fyrir kynningarefni. Ofurkæling í þorski er miðuð við kælingu niður í -0,8 °C og laxi í -1,5 °C en hefðbundin kæling er miðuð við 0 °C fyrir báðar tegundir. Bæði var skoðaður mismunur milli hópa ásamt því að bera saman mismun innan hópa. Lítill munur innan hópa bendir til nákvæmari og trúverðugri niðurstöðu. Niðurstöður sýna að mikill munur er á samdrætti fiskvöðva við að fara í gegnum dauðstirðnunarferlið eftir því hvort hann er ofurkældur eða notast er við hefðbundna kælingu. Draga má þá ályktun að mikill gæðaávinningur sé í notkun ofurkælingar fyrir dauðastirðnun, sem dregur úr samdrætti og þar af leiðandi úr spennu milli vöðva og hryggs. Við of hraðan og mikinn samdrátt við dauðastirðnun getur vöðvi auðveldlega orðið fyrir skemmdum eins og losi, stinnleiki flaka minnkar o.fl.

The purpose of this project was to study the effect of superchilling on rigor mortis process and compare it to traditional chilling with ice. Also to prepare promotional material to enlighten the fishery industry on the importance of managing the process of rigor mortis for product quality. A study was conducted on cod and salmon, including seasonality effect on rigor mortis for cod. The definition on sub chilling in this study is; for cod it is based on cooling to -0.7 °C and for salmon down to -1.5 °C and for traditional chilling by ice is targeted at 0 °C for both species. The rigor process was studied between groups, sub-chilled and traditional, and within groups to investigate standard deviation between samples to sample credibility of outcome. The results indicate a large difference in the contraction process on whether the fish is super chilled or traditional cooling used. The conclusion of the study indicates that sub chilling, which reduces the contraction and consequently the tension between muscle and backbone in the process, can have a large effect on fillet quality, less gaping and a firmer product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Útgefið:

05/09/2016

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Sæmundur Elíasson, Birgir Örn Smárason, Jón Örn Pálsson, Sölvi Sólbergsson

Styrkt af:

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Með auknu laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum eykst einnig það magn af fiski sem drepst á eldistímanum og þar sem ekki má nota slíkt hráefni sem fóður fyrir önnur dýr en loðdýr er það allt urðað. Í stað urðunar má hugsanlega nota þetta hráefni til lífgasframleiðslu og lífgasið síðan notað til orkuframleiðslu. Mikið magn af dauðfiski mun falla til á svæðinu á næstu árum og því brýnt að finna ásættanlega lausn með tilliti til áhrifa á umhverfi og loftslag. Í verkefninu voru allir hráefnisstraumar á sunnanverðum Vestfjörðum greindir með tilliti til lífgasframleiðslu auk þess sem skoðaðir voru mögulegir staðir fyrir lífgasver og flutningsleiðir hráefnis rýndar. Í ljós kom að til að unnt sé að starfrækja lífgasver með dauðfisk sem aðalhráefni þarf að finna kolefnisríkt hráefni til íblöndunar til að niðurbrotslífverur þær sem brjóta niður hráefnið geti sinnt sínu hlutverki. Kolefni fæst meðal annars úr byggi og grænmeti.

As the salmon farming in Westfjords increases the problem of dead fish and how to dispose of it increases as well. One of the solutions is to use the dead fish to produce biogas. In order to be able to produce biogas it is necessary to find resources that are high in carbon to blend with the fish. At the moment no resources of high carbon are available in the Westfjords.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of transport and packaging methods for fresh fish products – storage life study

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Gunnar Þórðarson, Ásgeir Jónsson, Hrund Ólafsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of  transport and packaging methods for fresh fish products – storage life  study

Markmið verkefnisins „Bestun ferskfiskflutninga“ var að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi, en verulegur sparnaður felst í því miðað við flutning með flugi.   Þessi skýrsla fjallar um greiningu á þeim skemmdarferlum sem eiga sér stað við geymslu og flutninga á ferskum fiskafurðum. Gerður var samanburður á flutningi í frauðplastkössum og í ískrapa í keri við mismunandi hitastig. Bornar voru saman mismunandi útfærslur á báðum pökkunarlausnunum og voru matsþættir m.a. hitastig, heildarörverufjöldi, magn skemmdarörvera, vatnsheldni, magn reikulla basa og skynmatseiginleikar. Almennt var frekar lítill munur á milli tilraunahópa á geymslutímanum. Munur kom fram milli hópa í einstaka skynmatsþáttum en sá munur var ekki sambærilegur milli daga og er því líklega til kominn vegna samspils milli misleits hráefnis og of fárra metinna sýna. Ferskleikatími allra hópa var sjö til átta sólarhringar og geymsluþol um 10 sólarhringar.  Þær pökkunarlausnir sem rannsakaðar voru í tilrauninni sem og geymsluhitastig, höfðu lítil áhrif á skemmdarferla þorskafurðanna. Breytileikann mátti fyrst og fremst rekja til geymslutímans.

The aim of the project “Optimisation of fresh fish transport” was to improve the handling of fresh fish products during sea freight and increase the shelf life and the possibility of further maritime transport from Iceland, involving significant savings relative to the air freight.   The present report covers analysis of the deterioration processes occurring during storage and transportation of fresh whitefish products. Comparison was done between transportation in expanded polystyrene boxes and in slurry ice in tubs at different ambient temperature. Different versions of both packaging solutions were compared with regard to temperature, total viable count, amount of spoilage bacteria, water holding capacity, total volatile nitrogen bases (TVB‐N) and sensory properties. There were in general relatively small differences between experimental groups during the storage period. Some difference was observed between groups with regard to few sensory attributes, but the difference was not comparable between days which was likely due to heterogeneous material and too small sampling size. The freshness period of all experimental groups was seven to eight days and the shelf life around 10 days. The packaging solutions explored in the present study, as well as storage temperature, had generally little effect on the deterioration processes occurring in the fresh cod product. The observed variation was primarily attributed to the storage time.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Ásgeir Jónsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Ögmundur Knútsson, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 4 er þróun ferskfiskflutninga frá Íslandi greind eftir flutningsmáta og helstu markaðssvæðum fyrir fersk flök og bita. Framkvæmd er hagræn greining á notkun kera og frauðkassa með tilliti til umbúða‐  og flutnings‐ kostnaðar. Útflutningur ferskra hvítfiskflaka og  ‐bita hefur aukist hratt síðastliðinn áratug. Ár frá ári eykst magn af ferskum flökum og bitum sem flutt eru frá Íslandi sjóleiðis. Vara sem var nánast eingöngu flutt með flugi fyrir áratug er nú nánast til jafns flutt með skipum.   Niðurstöðurnar sýna að magn ferskra flaka og bita sem flutt eru með skipum frá Íslandi tæplega sexfaldaðist frá 2004 til 2014. Árin 2013 og 2014 fór um 90% af þeim fersku flökum og bitum sem flutt voru með skipum á tvo markaði; Bretland og Frakkland. Niðurstöður kostnaðargreiningar sýna að umtalsvert ódýrara er að pakka vöru í ker en frauðkassa. Þá er flutningskostnaður einnig lægri í flestum tilvikum þegar ker eru borin saman við frauðkassa. Hann er meira en helmingi lægri ef borinn er saman kostnaður við að flytja gám af kerum annars vegar og 3 kg frauðkössum hins vegar. Þó nokkrir takmarkandi þættir eru á notkun kera. Að öllu óbreyttu eru ker ekki líkleg til að leysa frauðkassa af hólmi nema að hluta til vegna praktískra þátta í dreifingu afurða. Í vissum tilfellum gæti flutningur í kerum þó hentað mjög vel.

The aim of the project Optimization of fresh fish transport is to improve handling of sea transported fresh fish products, thereby improve their quality and increase the possibility of sea transport from Iceland. The aim of work package no. 4 is to analyze main markets and the development of fresh fish transport from Iceland. Also compare cost of traditional packaging in expanded polystyrene (EPS) boxes to packing the product in tubs containing slurry ice.   Export of fresh white fish fillets and loins from Iceland has increased rapidly over the last decade. More and more fillets and loins are transported with ships. What used to be an exclusive air freight business is now almost equal (air vs. sea).   The results show that the volume of fillets and loins transported with ships from Iceland nearly six folded from 2004 to 2014. In 2013 and 2014 almost 90% of the export went to two markets; Britain and France. Results show that cost of packing product in tubs is significantly lower than using EPS boxes. Transportation cost was also lower in most cases when using tubs than EPS, as much as half of the cost when compared to the smallest EPS box (3 kg) in a full container.   Some factors limit the practicality of using tubs rather than EPS. It is unlikely that tubs will replace boxes unless introducing matching distribution options. In some cases using tubs can be both practical and very cost efficient.

Skoða skýrslu

Skýrslur

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jónas R. Viðarsson

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar um nýtingu á mikilvægum bolfisktegundum við Ísland, gerð grein fyrir hvaða afurðir séu unnar úr því hráefni sem til fellur og möguleikar til aukinnar nýtingar á hliðarahráefni kannaðir. Skýrslan er unnin í tengslum við Norræna rannsóknarverkefnið “Alt i land” sem færeyska fyrirtækið Syntesa stýrir. „Alt i land“ er hluti af færeysku formannsáætluninni í norrænu ráðherranefndinni, en í því verkefni er núverandi nýting og möguleikar á að bæta nýtingu í bolfiskvinnslu í Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Íslandi kannaðir. Meginniðurstöður úr því verkefni sýna að nýting í bolfiskvinnslu á Íslandi er umtalsvert meiri en í hinum löndunum. Auk þess að gefa út þessa skýrslu, hefur Matís haldið tvo vinnufundi í tengslum við verkefnið, þar sem hagsmunaaðilar komu saman til að ræða um möguleg tækifæri til að auka nýtingu og verðmætasköpun í bolfiskvinnslu.

The objective of this report is to analyse the current utilization of the most important Icelandic whitefish species and identify possibilities for improving utilization of by-raw materials even further. The report is a part of a larger international project, called “Alt i land”, which is led by the Faroese company Syntesa. Alt i land is a part of the Faroese chairmanship programme at the Nordic Ministers of council. The objective of Alt i land is to study and compare utilisation in whitefish processing in Faroe Islands, Greenland, Norway and Iceland, and to suggest how utilisation can be improved in these countries. The main results from that project show that utilisation is much higher in Iceland than in the other countries. In addition to publishing this report, Matís has facilitated a series of workshops with selected stakeholders where potentials in increasing utilization have been discussed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Ásgeir Jónsson, Gunnar Þórðarson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Markmið rannsóknarinnar var að finna bestu og hagkvæmustu aðferð við pökkun ferskra fiskafurða fyrir sjóflutning með það í huga að hámarka geymsluþol vöru, sem er einn lykilþáttur í markaðssetningu á ferskum fiskafurðum.   Gerðar voru tilraunir með flutning á ferskum fiskafurðum í kerum með ískrapa og borið saman við flutning í frauðplastkössum með tilliti til hitastýringar, afurðagæða og flutningskostnaðar. Bornir voru saman mismunandi afurðahópar sem var pakkað í mismunandi umbúðir og geymdir við mismunandi geymsluhita. Tilgangur þessara tilrauna var að herma eftir umhverfisaðstæðum við flutning á ferskum fiskafurðum, með það fyrir augum að meta áhrif forkælingar fyrir pökkun og pökkunaraðferða á geymsluþol afurðanna. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að kæling afurða fyrir pökkun sem og lágt og stöðugt geymsluhitastig eru með þeim mikilvægustu þáttum sem auka geymsluþol ferskra fiskafurða. Mismunandi pökkunarlausnir höfðu einnig áhrif á geymsluþol ferskra fiskafurða, þó voru áhrifin ekki jafn afgerandi og áhrif hitastigs.   Niðurstöðurnar gefa til kynna auknar líkur á lengra geymsluþoli ef ferskum fiskafurðum er pakkað í ker með undirkældum krapa samanborið við hefðbundna pökkun í frauðplastkassa með ís. Til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda ásættanlegu hitastigi var þróað varmaflutningslíkan. Hagræn greining á mismunandi pökkun og flutningi var framkvæmd í verkefninu og sýnir sú vinna umtalsverðan sparnað með notkun kera við flutning á ferskfiskafurðum í samanburði við frauðplastkassa. Ker geta leyst frauðplastkassa af hólmi að töluverðu leyti og verið hagkvæmur kostur fyrir sum fyrirtæki. Hagræna greiningin sýndi fram á að stærri aðilar gætu notfært sér þessa aðferð, þar sem þeir geta fyllt heila gáma til útflutnings. En aðferðin nýtist minni vinnslum ekki síður, sem ekki hafa burði til að fara í miklar fjárfestingar í búnaði til að tryggja fullnægjandi kælingu fyrir pökkun á afurðum til útflutnings á fersku hráefni. Niðurstöðurnar eru gott innlegg í umræður um ferskar fiskafurðir á erlendum mörkuðum.

The goal of the study was to find the best and most efficient method of packaging fresh fish for sea transport with the aim to maximize the storage life of the product, which is a key element in the marketing of fresh fish. Experiments were made with the transport of fresh fish in tubs with slurry ice and compared with transport in expanded polystyrene boxes with regard to temperature control, product quality and shipping cost.   Different product groups were compared, using different temperature conditions and packing methods to find the best outcome for fresh fish quality and storage life. Experimental results clearly indicate that the pre‐cooling for packaging and low and stable storage temperature play a major factor to maximize storage life of fresh fish products. Different packaging solutions are also a factor, though the effect was not as dramatic as the effects of temperature. The results indicate an increased likelihood of prolonged shelf life if fresh fish is packed in a tub with a slurry ice compared to traditional packaging in expanded polystyrene boxes with ice. In order to estimate the necessary amount of slurry ice to maintain acceptable temperature, a thermal model was developed. Economic analysis of different packaging and transport was also carried out and the results showed substantial savings with the use of tubs for the transport of fresh fish products in comparison with the styrofoam boxes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Leiðbeiningar um kæligetu ískrapa til kælingar á fiskafurðum í kerum / Instruction for the cooling ability of slurry ice intended for chilling of fish products in fish containers

Útgefið:

01/06/2016

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Þorsteinn Ingi Víglundsson, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Leiðbeiningar um kæligetu ískrapa til kælingar á fiskafurðum í kerum / Instruction for the cooling ability of slurry ice intended for chilling of fish products in fish containers

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 1 er markmiðið að áætla hæfilegt magn og gerð ískrapa til að halda fiskhitastigi í –1 °C í flutningi í kerum. Smíðuð eru varmaflutningslíkön af 340 PE og 460 PE matvælakerum frá Sæplasti til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda –1 °C innan í kerum, sem er ákjósanlegt hitastig fyrir geymslu á ferskum hvítfiskafurðum.   Forkæling fiskafurða fyrir pökkun í ker hefur afgerandi áhrif á það magn af afurðum, sem koma má fyrir í keri ef gerð er krafa um að viðhalda fiskhitanum –1 °C. Þetta skýrist af því að með hækkandi fiskhita við pökkun þarf aukið magn af ískrapa til að lækka fiskhitann í –1 °C og þar með minnkar rýmið fyrir fiskinn innan kersins. Rúmmálsnýtingu kersins, þ.e. magn af fiskafurðum í keri, þarf vitaskuld að hámarka til að lágmarka flutningskostnað og gera sjóflutning fiskafurða pökkuðum í ískrapa í ker raunhæfan valkost við sjóflutning í frauðkössum.   Þessar leiðbeiningar eiga að nýtast til að áætla það fiskafurðamagn, sem pakka má í 340 PE og 460 PE Sæplast ker. Miðað er við að pakka fiskinum í ískrapa með hitastigið  –1 °C, íshlutfallið 35% og salthlutfallið 1,2% og magn ískrapans nægi til að viðhalda –1 °C í ískrapa og fiski í fjóra daga við umhverfishita milli –1 °C og 5 °C. Taka ber fram að leiðbeiningarnar taka einungis kæliþörf með í reikninginn en ekki mögulegt, óæskilegt farg sem getur skapast á neðstu fisklögin í keri og getur mögulega valdið nýtingar‐  og gæðatapi.

The aim of the project Optimisation of fresh fish transport is to improve handling of sea transported fresh fish products, thereby improve their quality and increase the possibility of sea transport from Iceland. The aim of work package no. 1 is to estimate the suitable quantity and type of slurry ice in order to maintain the optimal fish temperature of –1 °C during transport in fish containers (tubs). Heat transfer models of 340 PE and 460 PE fish containers manufactured by Saeplast are developed for this purpose.   Precooling of fresh fish products before packing in slurry ice in containers has a dominating effect on the maximum fish quantity, which can be packed in each container assuming a maintained fish temperature of –1 °C. This is because an increased fish packing temperature increases the required amount of slurry ice in order to lower the fish temperature down to –1 °C, thereby decreasing the volume for fish within the container. The fish quantity within the container must certainly be maximized in order to minimize the transport cost and make sea transport of fresh fish products in slurry ice in containers a viable option. These guidelines should be useful to estimate the fish quantity, which can be packed in 340 PE and 460 PE Saeplast containers. The temperature, ice ratio and salinity of the slurry ice assumed are –1 °C, 35% and 1.2%, respectively. Furthermore, it is assumed that the amount of slurry ice applied is enough to maintain the slurry ice and fish at –1 °C for four days at ambient temperature between –1 °C and 5 °C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsóknir á hitakærum örverum á háhitasvæðum á Reykjanesi, Hengilssvæði og Fremrinámum. Unnið fyrir Faghóp 1 í Rammaáætlun 3 / Thermophilic microorganisms from geothermal areas at Reykjanes, Hengill and Fremrinámar.

Útgefið:

30/05/2016

Höfundar:

Edda Olgudóttir, Sólveig K. Pétursdóttir

Styrkt af:

Rammaáætlun 3 (RÁ3)

Rannsóknir á hitakærum örverum á háhitasvæðum á Reykjanesi, Hengilssvæði og Fremrinámum. Unnið fyrir Faghóp 1 í Rammaáætlun 3 / Thermophilic microorganisms from geothermal areas at Reykjanes, Hengill and Fremrinámar.

Yfirstandandi rannsókn var unnin á vegum Rammaáætlunar 3 og tók til háhitasvæða sem höfnuðu í biðflokki í RÁ2. Svæðin voru Trölladyngja og Austurengjahver á Reykjanesi, Fremrinámar og Þverárdalur og Innstidalur á Hengilssvæði. Markmið rannsóknarinnar var að meta fjölbreytileika og fágæti hitakærra örvera á ofangreindum svæðum. Aðferðafræðin byggðist á DNA greiningum óháð ræktun. DNA var einangrað úr sýnum og tegundagreinandi gen mögnuð upp og raðgreind og raðirnar bornar saman við raðir í genabönkum og úr fyrri rannsóknum. Alls var 118 sýnum safnað 2015 og tókst að raðgreina u.þ.b. 59% þeirra. Alls fengust um 10 milljónir 16S genaraða úr raðgreiningum sem lækkaði niður í tæplega sex milljónir eftir að öllum skilyrðum um gæði og lengd hafði verið fullnægt. Flestar raðir fengust úr Innstadal, eða 2.176.174, en fæstar 286.039 úr Trölladyngju. Fjölbreytileiki örvera á hverju svæði var metinn út frá samanburði á fjölda fylkinga, fjölda tegunda, söfnunarkúrfum og fjölbreytileikastuðli Shannons. Heildarfjöldi sýna og raða af hverju svæði var afar mismunandi og endurspegla fjölbreytileika þess. Þegar raðirnar voru flokkaðar til tegunda við 97% samsvörun kom í ljós að flestar tegundir komu úr Þverárdal, eða um 42 þúsund, en fæstar úr Trölladyngju, eða um 9 þúsund. Rúmlega 12 þúsund tegundir fundust í sýnum úr Fremrinámum, sem kom á óvart þar sem svæðið og sýnin virtust einsleit og ekki búist við slíkum fjölbreytileika. Allar helstu hverabakteríur fundust í sýnunum, bæði Fornbakteríur og Bakteríur. Sérstakir hópar fundust sérstaklega innan Thaumarchaeota fylkingarinnar. Mat á fjölbreytileika á einstökum svæðum með söfnunarkúrfum og fjölbreytileikastuðli miðaðist við minnstan fjölda raða eða 286.039 úr Trölladyngju. Mestur tegundafjölbreytileiki var í Þverárdal og Innstadal og minnstur við Trölladyngju og Austurengjahver, en Fremrinámar voru mitt á milli. Söfnunarkúrfur gáfu sömu niðurstöðu. Líffræðilegur fjölbreytileiki (H) gaf aðra röðun. Þar voru Þverárdalur og Fremrinámar með mestan fjölbreytileika (H= 8 og 7,7), þá Innstidalur en Trölladyngja og Austurengjahver (H=6) ráku lestina. Fágæti var metið út frá fjölda og hlutfalli óþekktra tegunda með samanburði við Silva gagnagrunninn. Fjöldi óþekktra tegunda var mestur í Þverárdal og Innstadal, báðir með rúmlega 1000, Fremrinámar með 756 og Trölladyngja og Austurengjahver með á fjórða hundrað óþekktar tegundir. Fágæti á landsvísu var metið með samanburði gagna af einstökum svæðum við fyrri rannsóknir og athugað hvort samsvörun ætti sér stað. Í ljós kom að jarðhitasvæðið í Fremrinámum hefur að geyma mikinn fjölda tegunda sem eiga sér ekki samsvörun á öðrum hverasvæðum.

The current project was requested by the Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization and aimed at geothermal areas which had not been classified for preservation or utilization during Masterplan 2. The geothermal areas investigated were Trölladyngja and Austurengjahver at Reykjanes, Fremrinámar and Þverárdalur and Innstidalur at Hengill. The goal of the project was to estimate biodiversity and rarity of thermophiles inhabiting the areas mentioned. The methods used were DNA based and were performed on DNA extracted from primary samples (culture independent). Microbial species identification was performed by amplification and sequencing of 16S rRNA genes and comparison with sequence databases and previous research. A total of 118 samples were collected in 2015 of which 59% were sequenced. The total sequencing yield was 10 million reads, of which 6 million passed quality assessment and were used for downstream analyses. The largest proportion of the reads were obtained from Innstidalur samples, 2.176.174 reads, and the lowest proportion from Trölladyngja, 286.036 reads. The biodiversity of microorganisms within each area was estimated using the number of phyla and species, rarefaction curves and Shannons’ biodiversity index. The total number of species identified varied between sites and reflected the diversity of the geothermal area and the total amount of sequences obtained. Using a cut-off value of 97% similarity, the sequences were classified to the species level. The highest number of species, approximately 42.000, were identified in samples from Þverárdalur and the lowest number, approximately 9.000, in samples from Trölladyngja. Roughly 12.000 species were found in samples from Fremrinámar, which was surprising as the area and the samples appeared rather homogenous and such diversity was therefore not expected. All the main thermophilic taxa of the Bacteria and Archaea domains were identified in the samples. Unknown groups were found especially within the phylum of Thaumarchaeota. For the rarefaction and biodiversity index estimates the lowest number of sequence reads, Trölladyngja, was used as reference. The species diversity was found to be highest in Þverárdalur and Innstidalur, the lowest in Trölladyngja and Austurengjahver, and intermediate in Fremrinámar. Rarefaction curves showed the same results. The calculated biodiversity index (H) gave different results, indicating highest diversity in Þverárdalur and Fremrinámar (H=8 and 7,7 respectively), intermediate in Innstidalur (H=7.0) and lowest in Trölladyngja and Austurengjahver (H=6). Rarity was estimated as the number of species which could not be identified by comparison to the Silva database. The highest number of unidentified species was roughly 1000 in Þverárdalur and Innstidalur, 756 in Fremrinámar and between 300- 400 in Trölladyngja and Austurengjahver. The rarity was also estimated by comparing data obtained in the current project with data from previous projects. The analysis revealed a particularly high number of unique species in Fremrinámar that have not been identified in other geothermal areas in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Útgefið:

27/05/2016

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Sæmundur Sveinsson, Sigríður Dalmannsdóttir, Peter Martin, Jens Ivan í Gerðinum, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Norrænt korn – Ný tækifæri / Northern Cereals – New Opportunities

Verkefni um kornrækt á norðurslóðum var unnið á tímabilinu 2013 til 2015. Verkefnið var styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA). Þátttakendur komu frá Íslandi, N-Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Tilgangurinn með verkefninu var að styðja við kornrækt á strjálbýlum norrænum svæðum með því að prófa mismunandi byggyrki og koma með leiðbeiningar fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Efnilegustu byggyrkin (Kría, Tiril, Saana, Bere, NL) voru prófuð hjá öllum þátttakendum og mælingar gerðar á uppskeru og gæðum. Magn bygguppskeru var breytilegt milli svæða og ára. Meðal sterkjuinnihald þurrkaðs korns var 58% en það er nægjanlegt fyrir bökunariðnað. Sveppaeiturefni (e. Mycotoxin) greindust ekki í þeim sýnum sem send voru til greiningar. Ályktað var að kornsáninng snemma væri mikilvægasti þátturinn til að stuðla að góðri kornuppskeru á NORA svæðinu. Einning er mikilvægt að skera kornið snemma til að koma í veg fyrir afföll vegna storma og fugla.

A project on the cultivation of cereals in the North Atlantic Region was carried out in the period 2013 to 2015. The project was supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Partners came from Iceland, NNorway, Faroe Islands, Greenland, Orkney and Newfoundland. The purpose of the project was to support cereal cultivation in rural northern regions by testing barley varieties and providing guidelines for farmers and industry. The most promising barley varieties (Kria, Tiril, Saana, Bere and NL) were tested in all partner regions for growth and quality characteristics. Grain yields were very variable across the region and differed between years. Average starch content of grain was about 58% which is sufficient for the baking industry. Mycotoxins, toxins formed by certain species of mould, were not detected in selected samples. Early sowing was concluded to be the most important factor for a successful cereal production in the North Atlantic region. Early harvest is recommended in order to secure the harvest before it becomes vulnerable to wind and bird damages, even though the grain will be slightly less mature.

Skoða skýrslu
IS