Skýrslur

Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP) / Hedinn protein plant and Hedinn oil plant

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Sindri Freyr Ólafsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084-10 og R12 039-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP) / Hedinn protein plant and Hedinn oil plant

Markmið verkefnisins var að þróa sjálfvirkar fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur (HPP og HOP). Verksmiðjurnar eru sjálfvirkar, umhverfisvænar og geta gengið fyrir rafmagni, gufu eða afgangsvarma. Framleiðsluferill fyrir fiskmjöl hefur verið endurhannaður að mörgu leyti. Þekking á ferlastýringu og eðliseiginleikum hráefnisins eru byggð á hefðbundnu fiskmjölsferli, og er sú þekking notuð sem grunnur fyrir þróun á búnaði til þess að fullvinna sjávarafurðir. Tilraunir með HPP skiptust í tvo megin þætti: 1) prófanir nýjum búnaði og framleiðsluferli og 2) úttekt á efnis- og orkuflæði í framleiðsluferlinu. Megin áherslan er á aukahráefni sem verður til við fiskvinnslu til manneldis, s.s. slóg og bein af hvítfiskum. Einnig hafa prófanir sýnt fram á ágæti verksmiðjunnar til þess að vinna mjöl og lýsi úr aukahráefnum frá rækjuvinnslu, laxfiskavinnslu og uppsjávarfiskvinnslu, en þessi hráefni hafa verið notuð í framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í áratugi og eiginleikar þeirra þekktir. Tilraunir með HOP verksmiðjuna gengu út á að prófa mismunandi suðutíma og hitastig við suðu, ásamt því að takmarka aðgengi súrefnis að hráefni við vinnslu. Niðurstöðurnar sýna að HPP og HOP hefur getu til þess að framleiða fiskmjöl og lýsi úr áður lítið nýttum aukahráefnum. Gæði fiskmjölsins og lýsisins voru háð gæðunum á hráefninu sem fór inn í verksmiðjuna. Fyrir litla verksmiðju sem er staðsett nálægt fiskvinnslu, ætti ferskleiki hráefnisins ekki að vera vandamál. Efnamælingar á mjöli og lýsi sýndu lágt vatnsinnihald í lýsinu og lágt fituinnihald í mjöli, sem undirstrikar að nýr búnaðar sem notaður var í verksmiðjunni virkar eins vel og vonast var eftir.

The aim of the project is to develop an automatic fish meal and fish oil factory (HPP and HOP). The factory is automatic, environmentally friendly and runs on electricity, steam or waste heat. The manufacturing process and equipment for fish meal has been redesigned in various ways. The knowledge on the process management and the properties of the raw material based on fish meal processing will serve as a basis for the companies to develop new equipment for the full processing of marine products. Experiments with HPP consisted of two main parts: 1) testing new equipment and manufacturing process and 2) examination of mass- and energy flow through the process. Focus was on by-products from processing fish for human consumption e.g. viscera from whitefish and bones. Also experiments have been conducted on shell from shrimp and pelagic fish which has been used for fish meal processing for decades with its well-known properties. Experiments with HOP factory consist of testing different cooking time and temperature, in addition to limit accessibility of oxygen to the raw material in the process. The results showed that HPP and HOP can produce fish meal and fish oil from previously little utilized by-products of many species. The quality of the fish meal and oil depended on freshness on the raw material. For a small factory that can be stationed close to a fish processing plant, the freshness of raw material should not be a problem. Measurement of low water content in fish oil and low fat content in the meal, states that the new equipment and process are giving results as hoped.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 13 012‐13)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja orkustangir sem innihalda fiskprótein. Á þann hátt myndast breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík úr aukahráefni fisks. Framkvæmd verkefnisins gekk ágætlega fyrir sig og voru mismunandi tegundir orkustanga prófaðar, bakaðar og frystar og með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar en frekari tilraunir eru áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem var aflað í þessu verkefni.  

The aim of the project was to develop and market health bars with fish proteins and thereby strengthen the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland.   Different health bars were tried out and developed. Both frozen and baked types were processed but none was evaluated ready for marketing at this stage and further trials are therefore planned based on the presented findings.

Skýrsla lokuð til 01.09.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Status of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region / Staða kornræktar í löndum við norður Atlantshaf

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jónatan Hermannsson, Peter Martin, Sigríður Dalmannsdóttir, Rólvur Djurhuus, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Status of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region / Staða kornræktar í löndum við norður Atlantshaf

Í skýrslunni er gerð grein fyrir úttekt á kornrækt í löndum við Norður Atlantshaf. Skýrslan er hluti af verkefninu Norrænt korn – Ný tækifæri sem styrkt er af NORA-sjóðnum. Þátttakendur eru Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bioforsk Nord í Noregi, Landbúnaðarmiðstöðin í Færeyjum, Landbúnaðarstofnunin í Orkneyjum og Forestry & Agrifoods Agency á Nýfundnalandi. Sambandi hefur einning verið komið á við Landbúnaðarþjónustuna í Grænlandi. Svæðin sem voru til skoðunar eru mjög breytileg með tilliti til þarfa kornræktar. Breytileiki í hitastigi og úrkomu geta skapað vandamál við kornræktina. Þegar litið er á svæðin í heild, er fjöldi kornbænda um 1.100 og rækta þeir um 40.000 tonn af korni á ári á um 9.400 hekturum. Mesta kornframleiðslan var í Orkneyjum. Mögulegt er að auka kornframleiðsluna, sérstaklega á Íslandi, Nýfundnalandi og í N-Noregi.

This review of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region is a part of the project Northern Cereals – New Opportunities supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Participants are Matis – Icelandic Food and Biotech R & D, The Agricultural University of Iceland, Bioforsk North Norway, Agricultural Centre Faroe Islands, Agronomy Institute Orkney Scotland and Forestry & Agrifoods Agency, Newfoundland and Labrador, Canada. Cooperation has also been established with The Agricultural Consulting Services in Greenland. Partner regions are very diverse with respect to conditions for cereal production. Temperature and rainfall are very variable and therefore a challenge for cereal producers. About 1,100 farmers grow cereals on 9,400 ha in the partner regions. Yearly cereal production is estimated to be about 40,000 tons. Greatest production occurs in Orkney. It is possible to increase the cereal production in most regions, particularly in Iceland, Newfoundland and N-Norway.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins / Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Lilja Magnúsdóttir

Styrkt af:

AVS (R13 042‐13)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins /   Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

With growing human population and increased fish consumption, the world’s fisheries are not only facing the challenge of harvesting fish stocksin a sustainable manner, but also to limit the environmental impacts along the entire value chain. The fishing industry, like all other industries, contributes to global warming and other environmental impacts with consequent marine ecosystem deterioration. Environmentally responsible producers, distributors, retailers and consumers recognize this and are actively engaged in mapping the environmental impacts of their products and constantly looking for ways to limit the effects. In this project a group of Icelandic researchers and suppliers of fresh Icelandic cod loins carried out Life Cycle Assessment (LCA) within selected value chains. The results were compared with similar research on competing products and potentials for improvements identified. The project included LCA of fresh cod loins sold in the UK and Switzerland from three bottom trawlers and four long‐ liners. The results show that fishing gear has considerable impact on carbon footprint values with numbers ranging from 0.3 to 1.1 kg CO2eq/kg product. The catching phase impacts is however dominated by the transport phase, where transport by air contributes to over 60% of the total CO2 emissions within the chain. Interestingly, transport by sea to the UK emits even less CO2 than the domestic transport.   Minimizing the carbon footprint, and environmental impacts in general, associated with the provision of seafood can make a potentially important contribution to climate change control. Favouring low impact fishing gear and transportation can lead to reduction in CO2 emissions, but that is not always practical or even applicable due to the limited availability of sea freight alternatives, time constrains, quality issues and other factors. When comparing the results with other similar results for competing products it is evident that fresh Icelandic cod loins have moderate CO2 emissions.

Samfara mikilli fólksfjölgun og aukinni fiskneyslu stendur sjávarútvegur á heimsvísu nú frami fyrir því mikilvæga verkefni að nýta fiskstofna á sjálfbæran hátt á sama tíma og þau þurfa að lágmarka öll umhverfisáhrif sem hljótast af veiðum, vinnslu, flutningunum og öðrum hlekkjum í virðiskeðjunni. Sjávarútvegur, líkt og allur annar iðnaður, stuðlar að hlýnun jarðar og hefur jafnframt í för með sér ýmiss önnur umhverfisáhrif sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Fyrirtækisem vilja sýna félagslega‐ og umhverfislega ábyrgð ísínum rekstri gera sér fulla grein fyrir þessu og sækjast því eftir að fylgjast betur með umhverfisáhrifum sinnar framleiðslu og leita leiða til að draga úr þeim. Með þetta í huga tók hópur íslenskra rannsóknaraðila, sjávarútvegsfyrirtækja og sölu‐  og dreifingaraðila saman höndum, til að framkvæma vistferilsgreiningu (LCA) í völdum virðiskeðjum ferskra þorskhnakka. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna sem gerðar hafa verið á samkeppnisvörum, jafnframt því sem leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum innan áðurnefndra virðiskeðja voru kannaðar. Rannsóknin náði til ferskra íslenskra þorskhnakka sem seldir eru í Bretlandi og Sviss. Hnakkarnir voru unnir úr afla þriggja togara og fjögurra línubáta. Niðurstöðurnar sýna að tegund veiðarfæris hefur mikil áhrif á sótspor / kolefnisspor afurðanna þar sem línubátarnir komu heilt yfir töluvert betur út en togararnir. Sótspor einstakra skipa í rannsókninni var á bilinu 0.3 til 1.1 kg CO2eq/kg afurð, sem verður að teljast nokkuð lágt í samanburði við fyrri rannsóknir. Þegar kemur að því að skoða alla virðiskeðjuna er það hins vegar flutningshlutinn eða flutningsmátinn sem skiptir langsamlega mestu máli þ.s. sá hluti ber ábyrgð á yfir 60% sótsporsins þegar varan er flutt út með flugi. Sé hún hins vegar flutt út með skipi verður sótspor flutningshlutans sáralítið og fer þá innanlandsflutningur að skipta meira máli en flutningurinn yfir hafið. Lágmörkun umhverfisáhrifa sem hljótast af veiðum, vinnslu og dreifingu sjávarafurða getur haft mikilvægt innlegg í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Með því að velja veiðiaðferðir og flutningsmáta með tilliti til sótspors er unnt að draga umtalsvert úr kolefnisútblæstri, en það þarf þó einnig að hafa í huga að það er ekki ávalt mögulegt eða raunhæft að velja eingöngu þá kosti sem hafa lægst sótspor. Niðurstöður þessara rannsóknar og samanburður við niðurstöður sambærilegra rannsókna sýnir að ferskir íslenskir þorskhnakkar sem komnir eru á markað í Bretlandi og Sviss hafa hóflegt sótspor og eru fyllilega samkeppnisfærir við aðrar fiskafurðir eða dýraprótein.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region

Útgefið:

01/06/2014

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Peter Martin, Áslaug Helgadóttir, Hilde Halland, Vanessa Kavanagh, Rólvur Djurhuus

Styrkt af:

Northern Periphery Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region 

Forverkefni um kornmarkaði og kornafurðir úr svæðisbundnu korni var unnið á tímabilinu september 2013 til mars 2014. Verkefnið var styrkt af Norður‐ slóðaáætluninni (Northern Periphery Promramme, NPP). Þátttakendur komu frá Íslandi, N‐Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Markmið verkefnis‐ ins var að: (1) Byggja upp samstarfsnet um kornrannsóknir. (2) Afla upplýsinga um kornframleiðslu og kornnýtingu á hverju svæði um sig og leita nýrra markaða og samstarfsaðila. (3) Leggja drög að umsókn um stórt kornverkefni. Þátttakendur greindu upplýsingar um kornframleiðslu og korninnflutning. Í ljós komu tækifæri til að láta innlenda framleiðslu koma í stað innflutnings. Kornmarkaðir og þróun markaða var tekin til skoðunar og mat var lagt á stærð markaða. Það ætti að vera mögulegt að auka innlenda framleiðslu á ýmsum kornvörum svo sem bökunarvörum, morgunkorni, pasta og áfengum drykkjum. Þátttökulöndin / svæðin eru á mismunadi stigi með tilliti til kornræktar og því þarf þróun kornvara að taka mið af aðstæðum.

A preparatory project scoping new markets and products from local cereals in several parts of the Northern Periphery Programme (NPP) area, was implemented between September 2013 and March 2014. The project included partners from the following regions: Iceland, N‐Norway, Faroe Islands, Orkney and Newfoundland. The project aim was to: (1) Build up a collaborative R&D network on cereals. (2) Review cereal production and utilization in each partner region and identify potential new markets and collaborators. (3) Develop a proposal for a main project. Partners quantified the domestic cereal production and import of cereals. Opportunities were found where imported cereals might be replaced by local products. Cereal markets and food trends were studied and the size of the market for cereal products was estimated. It is possible to increase the use of local cereals for production of many foods: bakery products, breakfast cerals, pastas and alcoholic beverages. The regions differ with regard to cereal production and development of cereal products should take the situation into account.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Nr. V 11 038‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Markmið verkefnisins var að bæta framleiðsluferil sprotafyrirtækisins Iceprotein. Hjá Iceprotein hefur verið unnið að nýtingu vannýttra próteina úr fiski með ágætum árangri. Hins vegar er nauðsynlegt að bæta gæði þurrkaðra afurða.   Tilgangur þessa verkefnis var að bæta úr því og tryggja þar með áframhaldandi þróun þessa mikilvæga vaxtabrodds í Skagafirði.

The aim of the project was to improve the processing of dry fish proteins at the company Iceprotein. Iceprotein is a development company that utilizes cut‐offs from fish processing for production of value added protein products.   With this project, the aim was to improve their production and thereby strengthening this frontline company in use of fish by‐ products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Tilvísunarnr.: S 12 007‐12

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir aðeins 23 og fer fækkandi. Ástæður fyrir minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum má rekja til hærra olíuverðs, en orkukostnaður við frystingu úti á sjó er mun meiri en sambærilegur kostnaður í landi, hærri launakostnaðar við vinnslu úti á sjó en í landi og breytingar í markaðsmálum þar sem ferskur fiskur hefur undanfarið skilað einna mestri verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði. Mikilvægustu rekstrarþættir frystitogara í dag eru aflaheimildir, aflaverðmæti, laun sjómanna, olíuverð og veiðigjöld. Álagning veiðigjalda hafa valdið óvissu og dregið úr hagkvæmni frysti‐ togara sem hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í greininni ásamt hlutaskipakerfi sem hvetur ekki til fjárfestinga í tækni eða vöruþróun.   Frystitogarar eru Íslendingum nauðsynlegir, og þó hlutdeild þeirra í þorski og ýsu hafi farið minnkandi þá verður áfram hagkvæmt að veiða aðrar tegundir með vinnsluskipum. Tegundir eins og karfi og grálúða henta vel fyrir vinnslu sem þessa og eins verða fjarlæg mið varla sótt nema með frystitogurum.

Significant changes have occurred in operation of freezing trawlers in Iceland since it began in the early eighties. Its share in the most important stock, the cod, has declined significantly and today cod is only caught as by‐catch with other species. The main species caught by and processed on‐board freezing trawlers today are; redfish, saithe and Greenland halibut.   In 1992 the number of freezing trawlers peaked in the Icelandic fishing fleet, with 35 vessel, but has declined to 23 today. Reasons for the reduction is mainly higher oil prices, higher energy cost of freezing at sea than onshore, relatively higher salaries of processing offshore and changes on markets where fresh fish portions has recently delivered better value than see‐frozen fillets in the Icelandic fishing industry .   The most important operating parameters for freezing trawlers are quotas, catch value, crew remuneration, fuel cost and fishing fee. Imposition of fishing fees in Iceland have caused uncertainty and reduced profitability of freezing trawlers and prevented capitalization in the industry, along with crew salary‐systems that do not encourage investment in technology or product development. Freezing trawlers are necessary in Icelandic fish industry, though their share of the cod and haddock have declined it remains profitable to catch other types of species, such as redfish and Greenland halibut and these vessels are vital for the Icelandic deep sea fishing around Iceland and in the Barents see.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Heiðdís Smáradóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS tilvísunarnr. R 09‐12

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að hægt er að ala bleikju á próteinminna fóðri en hefðbundið er notað og lækka þar með verulega framleiðslukostnað í bleikjueldi. Fyrri rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tilraunaaðstöðu og var markmið þessa verkefnis að endurtaka fóðurtilraunir við raunaðstæður við framleiðslu bleikju. Bleikja var alin á tveimur mismunandi samsettum fóðurgerðum sem innhéldu mis mikið prótein sem einnig var af ólíkum uppruna þar sem í viðmiðunarfóðrinu komu 50% af próteininu úr fiskimjöli en 45% í tilraunafóðrinu. Mat var lagt á áhrif fóðurgerðar á vöxt fiskanna, efnasamsetningu og gæðaþætti. Niðurstöður sýna að mismunandi fóður sem var prófað hafði ekki áhrif á vöxt eða gæði afurðanna og benda niðurstöður því til þess að hægt er að minnka hlutfall próteina í fóðri og skipta út fiskimjöli fyrir ódýrara próteinríkt plöntuhráefni. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að lækka innihald próteins miðað við það fóður sem nú er á markaði fyrir bleikju og lækka þannig framleiðslukostnað bleikju umtalsvert. 

Previous results have suggested that Arctic charr can be reared on feed with lower protein content than is commonly used, without compromising growth rate and quality, and thus lowering production cost. Previous experiments have only been carried out using experimental conditions and but this project aimed aims at confirming previous results in large scale experiments carried out using at actual production conditions. Arctic charr was fed for eleven months on two feed formulations containing different total protein content and proteins of different origin, The test feed contained  different proportions of fish meal with 45% of the protein originating from fish meal in the test diet as compared to 50% in the control feed. The effects of the diets on growth and product quality were nutritional factors was evaluated.     The results indicate that the test diet feed tested neither did not affected growth nor and product quality of the product. Also, tThe results therefore suggest that it is possible to reduce the  proportion the ratio of proteins and the fish meal in the diets for Arctic charr can be reduced and partially and substituted fish meal for by raw material of plant origin. This substitution of fish meal with less expensive raw material could reduce the cost of Arctic charr production considerably.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“ / Production and marketing of „Sætfiskur“

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS tilvísunarnr. V 13 026‐13

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“ / Production and marketing of „Sætfiskur“

Markmið verkefnisins var áframhaldandi vöruþróun á þeirri frumgerð „Sætfisks“ sem hefur verið í þróuð hjá Reykhöll Gunnu á Rifi undanfarin misseri og hefur fengið eftirtektarverðar viðtökur. Ætlunin er að gera „Sætfisk“ að matarminjagrip fyrir ferðamenn á Íslandi og kanna möguleika á markaðssókn erlendis. Ískýrslu þessari kemur fram hvað hefur verið gert til að ná þessum markmiðum. Verkefnið tók til gerðar á gæðahandbók fyrirtækisins, skoðun og mat á æskilegum tækjabúnaði til að auka við framleiðsluna og gerð kynningarefnis og þátttaka í kynningum á svæðinu. Einnig var skoðað hvaða leiðir séu hentugastar varðandi markaðssetningu vörunnar. 

The goal of the project was ongoing development of the prototype „Sætfiskur“ which has been developed by Reykholl Gunnu at Rif and has received notable acceptance. The intention is to make „Sætfiskur“ a food souvenir for tourists in Iceland and explore the possibility of marketing abroad. Thisreportshows what has been done to achieve these goals. The project consisted of making a company Quality Manual, inspection and evaluation of the appropriate equipment to increase the production and preparation of promotional materials and participation in presentations in the area. It also looked into which ways are mostsuitable for marketing the product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir, Þorvarður Árnason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Málþingið Sjálfbærni ístaðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu var haldið á Smyrlabjörgum í október 2011. Markmið málþingsins var að kynna niðurstöður mælinga á sjálfbærni í Hornafirði sumarið 2011, kynna tengd verkefni og fá fram umræður um það hvernig staðbundin matvælaframleiðsla geti stuðlað að sjálfbærni í ferðaþjónustu, hvernig standa skuli að markaðssetningu staðbundinna matvæla og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni í smáframleiðslu og ferðaþjónustu á Íslandi. Á málþinginu voru 11 framsöguerindi. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir þeim. Í viðauka er greinagerð sem unnin var í kjölfar málþingsins varðandi upprunamerkingar og markaðssetningu svæðisbundna matvæla.

In October 2011 a seminar on local food production, tourism and sustainability. The aim of the seminar was to report results on sustainability analysis within the Hornafjordur region, introduce related projects and encourage discussions on how local food can support sustainability in tourism, how to market local food and bring forward ideas on actions and projectsthatsupport increased sustainability in small scale production and tourism in Iceland.

Skoða skýrslu
IS