Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of pre‐salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR, low‐field NMR and physicochemical analysis / Áhrif forsöltunaraðferða á salt‐ og vatnsdreifingu fullsaltaðra þorsk afurða, greint með 1H og 23Na MRI, 23Na NMR, lágsviðs NMR og eðliseiginleika mælingum

Útgefið:

31/03/2014

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Amidou Traoré

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R45‐12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of pre‐salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR,   low‐field NMR and physicochemical analysis / Áhrif forsöltunaraðferða á salt‐ og vatnsdreifingu fullsaltaðra þorsk afurða, greint með 1H og 23Na MRI, 23Na NMR, lágsviðs NMR og eðliseiginleika mælingum

Áhrif mismunandi forsöltunaraðferða (sprautusöltun með eða án fosfats, pæklun og pækilsöltun) á vatns‐  og saltdreifingu í þurrsöltuðum þorskflökum (Gadus morhua) var rannsökuð með róteinda og natríum NMR og MRI aðferðum. Auk þessa var salt‐ og vatnsinnihald metið, sem og vatnsheldni.   Niðurstöðurnar bentu til þess að tvísprautun með salti og fosfati gæfi af sér ójafnari vatnsdreifingu í flökunum samanborið við aðrar forsöltunaraðferðir. Aftur á móti voru pækilsöltuð flök með minnstu einsleitnina hvað varðar saltdreifingu. Flök frá öllum sýnahópum höfðu bletti með ómettuðum pækli, en slíkir blettir geta aukið hættuna á örveruskemmdum í flökunum við geymslu. Áhrif forsöltunaraðferðanna helst í gegnum allan vinnsluferilinn á bæði fullsöltuðum og þurkuðum afurðum.   Þar sem einsleit vatns‐  og saltdreifing náðist ekki með þeim forsöltunaraðferðum sem voru rannsakaðar, er þörf á frekari rannsóknum á söltunarferlinu.

The effect of different pre‐salting methods (brine injection with salt with/without polyphosphates, brining and pickling) on the water and salt distribution in dry salted Atlantic cod (Gadus morhua) fillets was studied with proton and sodium NMR and MRI methods, supported by physicochemical analysis of salt and water content as well as water holding capacity. The study indicated that double head brine injection with salt and phosphates lead to the least heterogeneous water distribution, while pickle salting had the least heterogeneous salt distribution. Fillets from all treatments contained spots with unsaturated brine, increasing the risk of microbial denaturation of the fillets during storage. Effects from the pre‐salting treatments remained throughout the processing line to both dry salted and dried products. Since a homogeneous water and salt distribution was not achieved with the studied pre‐ salting methods, further optimizations of the salting process, including the pre‐ salting and dry salting steps, must be made in the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Water distribution in commercial Icelandic heavily salted Atlantic cod (Gadus morhua) / Vatnsdreifing í fullsöltuðum þorsk

Útgefið:

31/03/2014

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Amidou Traoré

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R45‐12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Water distribution in commercial Icelandic heavily salted Atlantic cod (Gadus morhua) / Vatnsdreifing í fullsöltuðum þorsk

Vatnsdreifing í margskonar afurðum af íslenskum fullsöltuðum þorski var greind með prótón segulkjarnómunar aðferðum. Afurðirnar voru bæði flattar og flakaðar, auk þess sem þær voru breytilegar m.t.t. veiðiaðferða, vinnslu fyrir eða eftir dauðstirðnun, forsöltunaraðferða (sprautusöltun með/án fosfati, pæklun og pækilsöltun) sem og vali á sprautunarvélum. Allar afurðirnar höfðu jafna vatnsdreifingu, en einsleitnin var háð vinnsluaðferðum. Tvöföld sprautusöltun, sem og einföld sprautun í vöðva fyrir dauðastirðnun, leiddi til nálarfara í vöðvanum, sem voru jafnvel greinanleg eftir „kench“ söltun. Greiningar á slökunartíma gáfu til kynna að pækilsöltun leiddi til mikillar próteinafmyndunar í vöðvanum samanborið við aðrar forsöltunaraðferðir. Sprautusöltun leiddi til salt‐ hvetjandi þenslu (e. swelling) í vöðvanum, og héldust þau áhrif einnig eftir „kench“ söltunarskrefið. Fjölþáttagreining á öllum breytum sýndi að MR aðferðirnar eru öflugar aðferðir til þess að leggja mat á vinnslueiginleika afurða, sem og til að hámarka vinnsluaðferðir.

The water distribution of various commercially available Icelandic heavily salted Atlantic cod) products were analyzed with proton magnetic resonance methods. The products varied in choice of catching method, in pre‐  or post‐rigor processing, flattening or filleting cut, and pre‐salting technique (brine injection with salt with/without polyphosphates, brining and pickling) and choice of brine injection instruments.   All products had a heterogeneous water distribution, but the level of heterogeneity was dependent on the handling during processing. Double brine injection and brine injection into pre‐rigor muscle lead to needle traces in the muscle, even after kench salting. Relaxation time analysis indicated that pickle salting lead to the highest degree of protein denaturation in the muscle of the analysed pre‐salting methods. Brine injection lead to salt‐induced swelling, which effect remained after the kench salting step. The multi‐parametric analysis performed indicated how powerful the MR methods are for process and product characterisation and optimization.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

Útgefið:

15/03/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

NORA and AG‐fisk (The Nordic working group for fisheries cooperation)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

The Icelandic coastal fleet includes around 2.000 vessels and is divided into different categories. Within the Icelandic fisheries management system the coastal fleet is split up in two main groups, operated within the Individual Transferable Quota system (ITQ) and the Jig and Line system (J&Ls). The coastal fleet is then influenced by the fisheries legislations in many other ways, like the regional quota system, the lumpfish system, the leisure fishing system, the coastal jigging system and many other ascendance. Vessels categorised as being apart the coastal fleet are less than 15 meters long and under 30 gross tonnage in size. The fleet is an important contributor to the national economy and is considered a key element for regional development in the country. More than 97% of the coastal catches in Icelandic waters are demersal species, but the rest are pelagic spices and other. Cod is the by far the most importantspecies caught by coastal vessels, with haddock trailing in second place. The coastal fleet has significant role in Icelandic economy landing more than 17% of the total demersal catch, at the value of 170 million Euros in the fishing year 2012/13. Around 1.600 fishermen are working full‐time within the J&Ls and approximately 700 have temporary employment on coastal vessels, manly within the Coastal Jigging system during the summer months.

Smábátafloti Íslendinga telur rúmlega 2.000 báta og skiptast þeir í tvo megin flokka, bátar sem veiða innan aflamarkskerfilsins (stóra kerfið) og krókaaflamarkskerfisins (litla kerfið). Smábátaútgerð á Íslandi er háð mörgum öðrum greinum fiskveiðistjórnunarkerfisins, svo sem byggðakvótum, kerfi um grásleppuveiðar, frístundaveiðar og strandveiðar svo eitthvað sé til talið. Á Íslandi eru smábátar skilgreindir sem fiskveiðibátar sem eru 30 brúttótonn eða minni að burðargetu og innan við 15 metra langir. Smábátaflotinn er mikilvægur fyrir hagkerfi landsins, hvort sem litið er til fjölda starfa, verðmæta eða áhrif á byggðaþróun. Um 97% af afla smábátaflotans eru botnfisktegundir, en aðeins um 1% eru uppsjávartegundir. Smábátar veiddu um 17% af heildarafla botnfisktegunda landsmanna á fiskveiðiárinu 2012/13 og voru verðmætin 26,6 milljarðar króna. Þorskur er langsamlega mikilvægasta tegund þessa flota. Um 1.600 fiskimenn eru í skipsrúmi á smábátum sem veiða innan krókaaflamarkskerfisins og aðrir 700 hafa tímabundna atvinnu innan geirans, aðallega þá við strandveiðar á sumrin.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Fiskislóg er ríkt af mörgum mismunandi efnum s.s. próteini, lýsi og steinefnum,sem að geta verið góð í alls kyns verðmætar afurðir. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Tilraunir voru gerðar með að safna fitufasa úr slóginu. Fitufasinn var fitusýrugreindur og mælt var peroxíðgildi til að meta stig þránunar. Þá var próteinhlutinn úðaþurrkaður og eftirfarandi mælingar framkvæmdar: próteininnihald, amínósýrugreining, snefilefnamæling, andoxunarvirkni (málmklóbindihæfni, DPPH, ORAC, afoxunarhæfni og andoxunarvirkni í frumukerfi) og blóðþrýstinglækkandi virkni. Helstu niðurstöður eru þær að ensímunnið slóg hefur framúrskarandi hæfni til málmklóbindingar og getur þannig viðhaldið málmum (steinefnum) í því formi sem að bæði plöntur og dýr geta nýtt sér. Einnig var amínósýrusamsetningin afar heppileg sem næring fyrir hunda og ketti.

Fish viscera is rich in many different materials, such as protein, oil and minerals that can be good in all kinds of valuable products. The purpose of this project was to investigate the possibility of utilizing materials of viscera in pet food and/or fertilizer for plants. Viscera from cod processing with and without liver was processed with the following enzymes: Alcalase and a mixture of Alcalase and cod enzymes. Attempts were made to collect the lipid phase of the viscera. Fatty acids were analyzed in the lipid phase and measured peroxide values to assess the degree of rancidity. The remaining protein solution was spray dried and the following measurements performed: protein content, amino acid analysis, measurement of trace elements, antioxidant (metal chelating, DPPH, ORAC, reducing ability and antioxidant activity in cell systems) and blood pressure lowering activity. The main conclusion is that hydrolysed viscera protein has excellent ability to metal chelation and can thereby maintain metals (minerals) in the form that both plants and animals can utilize. Amino acid composition was also very suitable as nutrition for dogs and cats.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

AVS (R 10083‐10)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Markmið verkefnisins var að framleiða fiskpeptíð á tilraunaverksmiðjuskala og rannsaka lífvirkni þeirra í tilraunarottum. Staðfesting á virkni in vivo er nauðsynleg fyrir árangursríka markaðssetningu afurðanna. Í verkefninu var þróuð framleiðsluaðferð sem gaf peptíð með mun meiri lífvirkni en við höfum áðurséð in vitro. Ekki gekk vel að mæla blóðþrýstingslækkandi eiginleika in vivo og niðurstöður voru ekki afgerandi varðandi virkni. Mikilvæg skref voru tekin í verkefninu til að hefja framleiðslu og markaðssetningu á lífvirkum afurðum úr aukahráefni fiskvinnslu.

The aim of the project was to produce fish peptides in a pilot plant and measure their bioactivity in vivo. Peptides with good bioactivity in vitro were processes but difficulties were observed when measuring their activity in vivo. Important steps were taken in the project towards production and marketing of bioactive peptides from fish cut offs.

Skýrsla lokuð til 05.03.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Útgefið:

25/02/2014

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS‐rannsóknasjóður í sjávarútvegi – R 201‐10

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Meginmarkmið verkefnisins var að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó. Stefnt var að stofnun sprotafyrirtækis, sem leggur áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu, samfara atvinnusköpun og sparnaði á gjaldeyri.   Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að hægt er að nýta skyrmysu til sýringar á slóginu að hluta til ásamt maurasýru. Prófanir á notkun fiskislógs sem áburði á gróðursnauðu landi og ræktuðu túni sýndu að vöxtur grass og gróðurþekja jókst töluvert.

The aim of this project was to utilize fish viscera from Þorlákshöfn in a profitable way. The aim was the establishment of entrepreneurs, which emphasizes the use of fish viscera to produce fertilizer, along with job creation and saving of foreign exchange.   The results included the use of whey along with formic acid for acidification of the viscera. The results of using fish viscera on barren land and agricultural headlands showed that the growth of grass and vegetation cover increased considerably.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Jón Árnason, Jón Örn Pálsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Arnþór Gústafsson

Styrkt af:

AVS sjóðurinn tilvísunarnr. R 089‐12

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Tilraun var gerð með mismunandi magn repjuolíu (0, 50 og 80%) í vetrarfóður fyrir 570 gramma lax sem alinn var í sjó með 28,2‰    seltu (26  ‐  34‰) við meðalhita 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). Fiskurinn tvöfaldaði þunga sinn á 152. daga tilraunatíma. TGC3 var að meðaltali 2,9. Fitugerð fóðursins hafði mjög lítil áhrif á vöxt, fóðurtöku, fóðurnýtingu og magnefna innihald í fiskflökum. Samsetnig fóðurfitunnar hafði ekki mikil áhrif á lit í flökum þó svo að fiskur sem fékk fóður með eingöngu lýsi gæfi marktækt (p= 0,017) ljósari flök en fiskur sem fékk fóður með repjuolíu. Fitugerðin í fóðrinu hafði hins vegar veruleg áhrif á fitusýrusamsetningu fitu í bæði fóðri og fitu í flökum einkum á það við um innihald EPA, DHA og hlutfall n‐6 og n‐3 fitusýra. Niðurstöðurnar sýna þó að áhrifin í flaka fitunni eru mun minni en í fóður fitunni, einkum á þetta við fitusýruna DHA. Svo virðist sem stýri DHA    úr fóðurfitunni í flakafitu fremur en að nota hana sem orkugjafa.

An experiment with different inclusion of Canola oil (0, 50 and 80%) in diets for 570 grams Atlantic salmon that was reared in sea water with average salinity of 28,2‰  (26 ‐ 34‰) at average temperature of 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). The fish doubled its weight during the 152 days trial period. TGC3 was on average 2,9. The fat type had had only minor effects on growth, feed intake, feed conversion and nutrient content in filet. The fat type in the diet did not have much effect on the filet colour even though the fish that got feed with fish oil was significantly (p= 0,017) lighter in filet colour than fish that got diets with Canola oil. Composition of the diets had market effect on the fatty acid composition of both dietary fat and filet fat in particular the content of EPA and DHA and the n‐6 to n‐3 ratio. However the results show lower effect in the filet fat than in the dietary fat, particularly regarding the content of DHA indicating that the fish is directing that fatty acid towards the storage lipid in the filet rather than using it as energy source.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem hf

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007 og 2011 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga á sýnum frá 2013.   Villtum kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og rannsökuð tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og stærð kræklinga, þá var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar   Dánartíðni og vöxtur kræklinga ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) við lok rannsóknarinnar voru mæld. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 18 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni). PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar meðan á eldinu við verksmiðjusvæðin stóð. Því er ekki talið að hár kadmín styrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur tengist náttúrulega háum bakgrunnstyrk í íslenskri umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) varstyrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 4 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi sem eru fleiri en árið 2011. Perylene og pyrene voru ávallt í hæsta styrk af þeim 4 PAH efnum sem greindust en phenanthrene og fluoranthena í lægri styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var þó ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæðihvað krækling varðar. PAH greindist í öllum setsýnum nema einu og líklegt að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir fyrir set, fyrir utan viðmiðunarstað, sem mild áhrifasvæði þar sem mæld er hækkun á PAH styrk miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem mælingar eru framkvæmdar á PAH efnum í setsýnum í þessari umhverfisvöktun fyrir iðjuverin á Grundartanga og því ekki hægt að bera saman niðurstöður við fyrri mælingar. Áhrif iðjuveranna á krækling í kringum Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríkisetsins gætu verið einhver en þó lítil, miðað við norsk og kanadísk mörk.  Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið áfram til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði. Mælt er með að bæta við öðrum viðmiðunarstað utarlega í Hvalfirði.

The aim of this study is to estimate potential impacts of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi. The monitoring started in the year 2000 and hassince then been revised in terms of additional sample sites and measured elements and repeated in 2004, 2007 and 2011. This report summarises the results obtained in the study performed in 2013.   Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then taken up after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, were the following trace elements and organic compounds analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 18 PAHs. PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sample sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentration compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activity at Grundartangi, but rather to a natural high Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 4 PAH congeners were detected above limits of quantification in the mussel samples. Perylene and pyrene were always in highest concentration of the 4 PAH congeners detected while phenanthrene and fluoranthrene were in lower concentration. The PAH concentration never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All or most PAHs were detected in all sediment samples except that no PAHs were detected at one sample site (S6). All sites except for the reference site fall into the category slight or moderate impactsites due increase in PAH concentration when compared to Norwegian reference values and below occasional effect levels compared to Canadian criteria. This is the first time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and thus it is not possible to compare these results with previous monitoring results. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota seems to be low to moderate.  Therefore, it is important to maintain frequent monitoring studies of the marine ecosystem near the Grundartanga industrial activities in order to be able to detect changes in pollution burden. An additional reference site in the outer parts of Hvalfjörður is recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Nguyen Van Minh, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Paulina E. Romotowska, Arnjótur B. Bergsson, Stefán Björnsson

Styrkt af:

AVS (R 11 087‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Markmið verkefnisins var að skoða áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði og geymsluþol mismunandi þorsk‐ og ufsaafurða. Með því að greina kjöraðstæður við blóðgun, slægingu og blæðingu er hægt að koma í veg fyrir afurðargalla vegna blóðs og um leið auka stöðugleika afurðanna í flutningi og  geymslu.   Fiskarnir voru ýmist blóðgaðir í höndum og í vél. Blæðing fór fram í krapa eða sjó og voru áhrif mismunandi blæðingartíma skoðuð. Einnig var lagt mat á áhrif biðtíma á dekki fyrir blóðgun, sem og að blóðga og slægja fiskinn í einu skrefi eða tveimur skrefum (slæging framkvæmd eftir blæðingu). Þær afurðir sem voru rannsakaðar í þessu verkefni voru kældar og frystar þorsk‐  og ufsaafurðir, sem og saltaðar þorskafurðir. Af þeim breytum sem rannsakaðar voru í þessu verkefni þá var mikilvægi þeirra mismunandi m.t.t. því hvaða fisktegund átti í hlut sem og hver lokaafurðin var. Þegar bornir eru saman sambærilegir sýnahópar af þorsk og ufsa, sést að mismunandi aðstæður henta hvorri tegund. Þetta rennir stoðir undir þær kenningar að líklega er ekki hægt að yfirfæra bestu blóðgunaraðferð þorsks yfir á ufsa og öfugt. Biðtími fyrir blæðingu og tegund blæðingarmiðils (krapi vs. sjór) hafði afgerandi áhrif á stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurðanna sem voru skoðaðar. Þorskafurðir, bæði kældar og frystar, úr hráefni sem blætt var í krapa skilaði sér almennt í bættum gæðum og stöðugleika samanborið við ef blætt var í sjó. Andstætt við þorsk, þá skilaði blæðing ufsa í sjó sér almennt í stöðugri lokaafurð.   Hvernig staðið var að blóðgun og slægingu fiskanna hafði einnig afgerandi áhrif á lokaafurðirnar. Í tilfelli frosinna þorskafurða, þá skilaði hráefni sem var blætt og slægt í einu skrefi almennt stöðugri afurð samanborið við hráefni sem var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað (tvö skref). Saltaðar afurðir voru aftur á móti mun stöðugri í geymslu ef hráefnið var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað. Mismunandi niðurstöður fengust einnig fyrir ufsa eftir því hvaða lokaafurð átti í hlut. Blóðgun og slæging ufsa í vél hafði jákvæð áhrif á geymsluþol kældra afurða samanborið við ef gert var að í höndum. Blóðgun og slæging í vél skilaði sér aftur á móti í mun óstöðugri afurði í frosti. Niðurstöður verkefnisins sýna að áhrif mismunandi blæðingaaðferða eru töluvert háð hráefni sem og því hvaða lokaafurð á í hlut.

The main objective of the project was to study the effects of different bleeding methods on quality and storage life of various cod and saithe products. Products defects due to blood residues can be prevented by optimising bleeding protocols, and hence increase the quality and storage life of the products. For this, fishes were either bled and gutted by hand or by machine. The bleeding (blood draining) was carried out with seawater or slurry ice, and were the effects of different bleeding times in the tanks also investigated. Moreover, the effects of waiting time (on deck) before bleeding, as well as the procedure of bleeding technique (bleeding and gutting in one procedure vs. gutting after blood draining) were investigated. The various products evaluated were chilled and frozen cod and saithe products, and salted cod products. The importance of the different parameters investigated in this project varied considerably with regard to fish species and the final products. Comparison of parallel treatments groups of cod and saithe demonstrated that optimum bleeding procedures are different for each species. Waiting time on deck and bleeding media (slurry ice vs. seawater) significantly affected the storage life of the cod and saithe products. Cod products, both chilled and frozen, from fish bled in slurry ice resulted generally in improved quality and storage life compared to fish bled in seawater. In contrast to cod, bleeding of saithe in seawater resulted however in more stable products. The procedure during bleeding and gutting had also great impact on the storage life of the various products studied. Shorter storage life of salted cod products was generally observed when the raw material was bled and gutted in one step compared to when gutting was performed after bleeding (two steps). Rather conflicting results were, however, observed for saithe and were depending on the type of final product. Bleeding and gutting of saithe by machine improved the storage life of chilled products compared to when the saithe was bled and gutted by hand. The machine procedure had, however, negative effects on the storage life of the frozen saithe products. Overall, the results of this project indicate that the effects of different bleeding methods are highly relative to fish species as well the final product of interest.

Skoða skýrslu
IS