Skýrslur

Modeling of Temperature Changes, Energy Usage and Quality Changes During Automatic Box Freezing of Mackerel

Útgefið:

01/04/2013

Höfundar:

Hagalín Ásgrímur Guðmundsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS research fund (F12 014‐12 and R12 040‐12), “Atvinnusköpun í sjávarbyggðum” research fund.

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Modeling of Temperature Changes, Energy Usage and Quality Changes During Automatic Box Freezing of Mackerel

Í ágúst 2012 í Tvøroyri í Færeyjum fór fram rannsókn á framleiðslulínu hjá Varðin Pelagic, sem kemur m.a. frá Skaganum hf. á Akranesi. Markmiðið var að bera saman kassaplötufrystiaðferð Skagans við hefðbundna blástursfrystingu með tilliti til orkunotkunar, hitastigs og afurðagæða. Nýtni kassaplötufrysta var metin með tíma‐ og hitamælingum, hermunum á fiskhita gegnum vinnslulínuna og gæðamati á mismunandi stöðum í vinnslunni.

In August 2012 a trip was made to Tvøroyri, Faraoe Islands to measure and analyze Vardin Pelagic’s new production line by Skaginn among others. The goal was to compare the automatic box freezing method to the commonly used blast freezing method in terms of energy usage, temperature and product quality. The efficiency of the automatic box freezer was evaluated by mapping the processing time and ambient temperature effects, simulating the product temperature in the production line and performing quality assessment throughout the production line.

Skýrsla lokuð til 1. apríl 2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far, hjá steinbít (Anarhichas lupus L.) / Genetic diversity, growth, maturity and migration, of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.)

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Ásgeir Gunnarsson, Christophe Pampoulie, Sigurlaug Skírnisdóttir, Anna K. Daníelsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins (The Icelandic Fisheries Research Fund)

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far, hjá steinbít (Anarhichas lupus L.) / Genetic diversity, growth, maturity and migration, of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.)

Í þessari rannsókn var arfgerð, kynþroski og vöxtur steinbíts frá Vestfjörðum og Austfjörðum rannsökuð. Við arfgerðarrannsóknina voru notuð 16 erfðamörk og genið Rhodopsin. Þrátt fyrir að steinbítur sé staðbundin fiskur og lítið rek sé á eggjum hans og lirfum fannst ekki munur á arfgerð hans milli svæða eða ára með þeim erfðamörkum sem rannsökuð voru. Erfðarannsóknirnar sýndu minnkun stofnstærðar steinbíts við Ísland. Í hlýja sjónum út af Vestjörðum vex steinbítur hraðar og verður kynþroska yngri og minni en steinbítur í kaldari sjónum út af Austfjörðum. Niðurstöðurnar voru skoðaðar út frá líffræði steinbíts, tímalengd sem steinbítur hefur verið aðgreindur milli svæða við Ísland og gildi rannsóknarinnar fyrir sjálfbærar veiðar.

The stock structure of the Atlantic wolffish was investigated at Icelandic fishing grounds from two areas with different temperature regimes, using 16 microsatellite loci and the Rhodopsin gene. Growth and maturity was also examined. Despite the potential of the Atlantic wolffish to exhibit genetic structure (lack of eggs/larval dispersal and adults are sedentary), the genetic tests applied in this study did not detected significant genetic differentiation among the samples analyzed. However, the results on genetic diversity revealed a significant decrease in population size (bottleneck effect). Atlantic wolffish grows faster and matures at a younger age and smaller size in the warmer sea west of Iceland than in the colder sea east of Iceland. These results are discussed in terms of biological characteristics of Atlantic wolffish, recent isolation of populations and their application to sustainable fisheries management issues.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Jón Trausti Kárason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V11004‐11)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Niðursuðupokar eru sveigjanlegar umbúðir með loftþéttri lokun og ætlaðir fyrir venjuleg matvæli með hátt sýrustig. Pokarnir þola niðursuðu og innihaldið er hægt að dauðhreinsa. Helsti markaðurinn fyrir matvæli í niðursuðupokum er í Asíu og Evrópu. Um 5 milljarðar pakka af vörum í niðursuðupokum eru seldir í Norður Ameríku á ári. Þ.e. um 750 þúsund tonn að verðmæti um 750 milljarða króna. Markaðurinn hefur vaxið um 10% á ári. Mest er framleitt af gæludýrafóðri, matarskömmtum fyrir hermenn og til hjálparstarfs í þriðja heiminum. Mestur vöxtur er í matvælum og þar er tæknin orðin viðurkennd sem varðveislu‐  og pökkunaraðferð. Veitingahúsa‐  og mötuneytismarkaðurinn er einnig að opnast með þróun stærri poka sem koma í staðinn fyrir dósir. Netkönnun var gerð til að greina markhópa á Íslandi sem gætu haft áhuga á að kaupa og nota mat í    niðursuðupokum og að kanna hvers konar mat er áhugi fyrir að nota.  Netkönnun luku rúmlega 100 manns. Einnig var rætt við forsvarsmenn stóreldhúsa og útivistarfólk varðandi notkun niðursuðupoka.   Niðurstöður bentu til að meðal helstu markhópa eins og útivistafólks og stóreldhúsa virðist vera almennur áhugi til staðar fyrir þeirri nýjung sem matvælum pakkað í niðursuðupoka er á íslenskum markaði. Þarfir markhópanna eru misjafnar hvað varðar skammtastærðir. Almenningur hefur mjög fastmótaðar skoðanir á niðursoðnum matvörum og endurspeglast þær skoðanir e.t.v. af fyrri reynslu og því vöruúrvali sem til staðar hefur verið á Íslandi hingað til. Það er ljóst að til þess að markaðssetja tilbúna rétti í niðursuðupokum þarf að vanda sérstaklega valið á uppskriftum, hráefnum og meðhöndlun þeirra. Þetta á sérstaklega við ef  pakka á sjávarfangi með þessum hætti, en fiskmeti er afar viðkvæmt hráefni.

Canning bags are flexible containers with air‐tight sealing and intended for ordinary foods with high acidity. The food is canned in the bags. Most of the products in canning bags are pet foods, food portions for soldiers and aid activities in the Third World. The greatest growth is in food products and the technology has become recognized as a preservation and packaging process. The restaurant and canteen market is also opening up to development of larger bags to replace the cans. A web‐based survey was done to identify target groups in Iceland that could be interested in buying and using foods in canning bags and to explore what kind of food is of interest. Over 100 participants completed the survey. Representatives of big kitchens and outdoor enthusiast were interviewed on the use of canning bags.   Results indicated that among the major target groups widespread interest appears to be for such novelty food in the domestic market. The needs of different target groups vary in terms of size of packages. The public has a very firm view regarding canned foods probably reflected from past experience and past and current product ranges in the Icelandic market. It is therefore clear that in order to market ready meals in canning bags, the recipes and ingredients have to be chosen carefully. This is particularly important in the case of seafood as it is a very perishable raw material.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija‐Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nordic Innovation

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Samanborið við neytendur annars staðar á Vesturlöndum virðast neytendur í Evrópu heldur tortryggnir gagnvart auðgun matvæla og þó heilsufullyrðingar í matvælum beri skilaboð um heilsufarsleg áhrif, verða   þær ekki endilega til að gera vöruna meira aðlaðandi í augum neytandans. Því krefst þróun auðgaðra matvæla skilnings á kröfum neytanda. Gerð var netkönnun til að meta viðbrögð neytenda við vöruhugmyndum um sjávarrétti sem auðgaðir höfðu verið með omega‐3, fiskipróteinum og þörungum með mismunandi upplýsingum um möguleg áhrif og virknieiginleika. Íslenskir neytendur (n = 460) mátu hugmyndir um þorskafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun slíkra sjávarrétta var raunhæfur möguleiki, sérstaklega með omega‐3. Þó upplýsingar um auðgun hefðu fremur neikvæð áhrif á upplifun fólks af vöruhugmyndum, höfðu upplýsingar um innihaldsefni og heilsufarsleg áhrif af neyslu, jákvæð áhrif á upplifun fólks og líkur á því að kaupa viðkomandi vörur. Áhrif slíkra upplýsinga voru nokkuð meiri meðal þeirra neytenda sem lögðu meiri áherslu á heilsu og höfðu jákvæð viðhorf til markfæðis. Finnskir neytendur (n = 432) mátu hugmyndir um laxaafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun sjávarrétta með þara kom einna best út, sérstaklega þegar upplýsingar um minnkun saltinnihalds fylgdu með. Af niðurstöðunum má álykta að auðgun sjávarrétta sé sé raunhæfur kostur. Hinsvegar er mjög mikilvægt að huga að merkingum og upplýsingum til neytenda um slíkar vörur.

Compared to consumers elsewhere in the Western world, European consumers generally seem to be more suspicious towards enrichment of food. Although health claims in food products communicate the health effect, it does not necessarily make the products more appealing to consumers. Therefore, development of enriched foods requires understanding of consumers’ demands. The aim of this study was to measure consumer responses towards various concepts of enriched seafood products. Web‐based questionnaires were used to study Icelandic and Finnish consumer´s responses towards concepts of convenience seafood products enriched with omega‐3, fish proteins and seaweed extracts with different information about possible effects/functional properties. Icelandic consumers (n = 460) evaluated cod product concepts and the results showed that enrichment of convenience seafood was a realistic option, especially with omega‐3. Although information about enrichment had rather negative effects, information about ingredients and health effects positively affected product perception and buying intention. The effect of information was greater among consumers which placed higher emphasis on health and expressed more positive attitudes towards functional foods. Two sets of Finnish consumers (n = 432) evaluated nine salmon product concepts. The results showed that products enriched with seaweed received relatively the highest scores, especially when information about salt reduction was provided.   To conclude, enrichment of convenience seafood products with marine based ingredients is a realistic option. However, it is very important to consider labelling and information provided to the consumers.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 062‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Meginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingar heilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunar benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐  og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐  og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

The main aim of the R&D project „Superchilled round fish – pre‐rigor“, which was initiated in July 2011, was to investigate if superchilled processing of whole fish on‐board fishing ships could increase the product quality and prolong storage life. The appropriate temperature‐  and time‐settings for the superchilling equipment was studied in four cooling trials and the best settings applied when preparing samples for a storage life study. The results from the storage life study indicate that superchilled processing of whole cod can extend storage life by two days. However, differences in sensory scores between the fillet groups were small. Storage life was estimated between 16 and 18 days which is quite long storage life for cod fillets. However, the group with superchilled fillets from superchilled whole fish seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillet groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) should be performed. The results obtained in this study show that CFD modelling of fluid flow and heat transfer is a realistic and functional tool to simulate superchilling of whole fish in a CBC‐cooler. In future work CFD‐modelling can be used to determine optimal values for parameters such as holding time, chilling temperature and air velocity. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Egill Þórir Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi (R 11 088‐11) og Tækniþróunarsjóður Ísl. (110667‐0611)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Meginmarkmið með verkefninu var að nýta jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota má til að framleiða hágæða saltfisk. Þróaður verður feril til að framleiða saltið með jarðhita á staðnum og til að geta stýrt efnasamsetningu þess þannig að verði hægt að tryggja rétta verkun saltfisks. Salt unnið úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Miðjarðarhafi við framleiðslu á söltuðum þorskflökum með pæklun sem forsöltunarstig og þurrsaltað í lokinn. Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnið úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að gæðum.

The aim of the project was to utilize raw material and energy from a geothermal brine to produce salt which can be used to increase the value in production of salted fish. Imported salt from Tunis was compared with the salt from geothermal brine, by producing salted cod from pickle salting followed by dry salting. The results showed that higher yield was observed in production of salted fish, by using salt produced from geothermal brine. Also   curing took less time where the penetration of salt in the cod muscle was faster compared with the imported salt. The salt produced from geothermal brine is comparable with the imported salt.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Extraction of hydrolases from Gadus morhua / Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Eva María Ingvadóttir (nemandi), Sean M. Scully (nemandi), Jónína Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11 011‐11)

Extraction of hydrolases from Gadus morhua / Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin

Markmið verkefnisins var að vinna ensím úr bolfiskslógi til notkunar við losun himnu og hringorma af lifur fyrir niðursuðu. Framkvæmdar voru yfirgripsmiklar tilraunir með notkun mismunandi útdráttarbuffera og áhrif saltstyrks, sýrustigs, hitastigs og tíma á virkni fjögurra ensíma. Einnig voru rannsökuð áhrif ensím‐blöndu úr þorskslógi á losun hringorma og himnu af lifur samanborið við notkun Alcalasa 2.4G sem notað er við hefðbundna vinnslu.   Niðurstöður verkefnisins benda til þess að útdráttaraðferðir hafi víðtæk áhrif á virkni ensíma auk þess sem mismunandi ensímvirkni fékkst úr einstaka líffærum samanborið við í blöndum þeirra. Virkni trypsins mældist fremur há en virtist stjórnast af saltstyrk útdráttarlausna og hitastigi. Virkni trypsins virtist almennt samanburðarhæf við niðurstöður fyrri rannsókna á trypsinvirkni í fiskslógi. Virkni pepsíns var yfirleitt mjög lág og bendir til að ekki sé hagkvæmt að vinna pepsín úr þorskslógi, í það minnsta ekki við þær aðstæður sem prófaðar voru. Ekki er talið hentugt að vinna samhliða trypsin, collagenasa eða elastasa úr slógi þar sem hámarksvirkni ensímanna krefst mismunandi útdráttaraðstæðna.   Niðurstöður verkefnisins í heild sinni gefa vísbendingar um að hægt sé að einangra ensím úr þorskslógi með hagkvæmum hætti með aðferðum sem einungis kalla á einfaldan tækjabúnað og ódýrar lausnir. Einnig gefa niðurstöður tilrauna vísbendingar um að hægt sé að nota þessi ensím til þess að losa hringorma af lifur fyrir niðursuðu með svipuðum árangri og þær aðferðir sem nýttar eru í dag. Hins vegar er ekki ljóst hvort notkun þeirra sé hagkvæm fyrir fyrirtæki í lifrarvinnslu þar sem nauðsynlegt væri að breyta vinnsluferlinu til þess að ná hámarksvirkni ensímanna.

The aim of this project was to investigate and optimize methods for the extraction of proteases from the digestive tract of cod (Gadus morhua) in order to bring about membrane dissociation of cod liver prior to canning. Homogenized viscera were extracted using various salt solutions, buffers and pH adjusted solutions at different temperatures and time. The protein concentration and activities of trypsin, pepsin, collagenase, and elastase were analyzed. Selected extraction solutions where then used for the removal of liver membranes compared to traditional treatment with Alcalase 2.4G. The results indicate that enzyme activity is influenced by the extraction methods and different enzyme activity was furthermore obtained from different organs and their combinations. Trypsin activity seems to be governed by the salt concentration of the extract solutions and temperature. The trypsin activity was relatively high and comparable with those obtained from other experiments. Next steps may include further optimization of extraction depending on the target enzyme(s), whereas the optimum conditions for the extraction of trypsin seem to differ from that of collagenase.   The results indicate that the extraction of marine proteases, with the exception of pepsin, from North Atlantic cod (Gadus morhua) is potentially feasible using materials generally recognized as safe (GRAS) such as dilute, aqueous sodium chloride solutions with relatively simple equipment. The marine proteases did remove worms from the liver to a certain extent but no clear trend was observed when comparing membranes of enzyme treated livers and controls under the experimental conditions of this study.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða, AVS/V12008/12

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Miklar rannsóknir hafa farið fram á gæðamálum varðandi blóðgun á þorski og benda þær allar til að rétt meðhöndlun hafi umtalsverð áhrif á gæði afurða. Rannsóknir hafa sýnt að illa blóðgaður fiskur skilar verri afurðum, hvort sem um er að ræða fisk sem fer í fram‐leiðslu á ferskum, frosnum, söltuðum eða þurrkuðum afurðum4 . Með aukinni sókn smærri báta sem stunda línu‐  og hand‐færaveiðar hefur borið á vandamáli hvað varðar blóðgun enda eru margir hverjir ekki útbúnir blóðgunarkerum. Rannsóknir Matís benda til að fiskur sem er látin blæða nægilega lengi í miklum sjóskiptum, við náttúrlegt hitastig sjávar, strax eftir blóðgun, skilar betra hráefni en við hefðbundna meðhöndlun. Hefðbundin aðferð um borð í smábátum er að blóðga fiskinn beint af línunni ofan í krapaker í lest.   Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu „Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni línubáta. Hönnun á búnaðinum (Rotex blæðingatankur FIFO) er lokið og smíði er hafin hjá 3X Technology. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka virkni Rotex aðferð‐arinnar á blæðingu þorsks með hlutlægri rannsókn. Þessi verk‐þáttur er unninn í samvinnu 3X Technology, Matís og Jakob Valgeirs ehf í Bolungarvík.   Sýni af þorski voru tekin í tveimur róðrum dagróðralínubáts þar sem notast var við mismunandi aðferðir við blóðgun og frágang. Sýni voru flökuð og hluti flakanna síðan send fersk til Matís á Vínlandsleið þar sem mismunandi aðferðum var beitt til að meta hráefnisgæðin. Hinn hlutinn var unnin á hefðbundin hátt þ.e. framleiðsla á léttsöltuðum, frosnum flakastykkjum, og þau síðan notuð til að fá fram áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði afurða við geymslu í frosti, í mislangan tíma og við mismunandi hitastig.Niðurstaða verkefnisins mun styðja aðrar rannsóknir á þessu sviði og er mikilvægt innlegg í umræðu um betri gæði afla smábáta.

Extensive research has been conducted on the quality of bleeding process of cod on board but the correct treatment can have a significant effect on the final product quality. Studies have shown that insufficient bled fish will result in low value products, whether in the case of fresh, frozen or dried production. This problem is mainly related with fish caught by long‐line, especially on smaller vessels that are not equipped with necessary equipment for the bleeding process such as bleeding tanks. Researches indicate that bleeding of fish with sufficient flow of fresh seawater in the bleeding tank will result in higher quality products. The traditional bleeding method on board small vessels is to bleed the fish directly in to slush ice tub in the ship convoy. Matis, 3X Technology and Icelandic Saga have finished the research project “Processing in small vessels” where conditions on board the small vessels were examined with the aim to design equipment suitable for smaller long‐liners. The output of that project was the design of new equipment “Rotex” (bleeding tank FIFO). This was completed and a production was launched by 3X Technology. Samples of cod were collected in two fishing trips from a long liner landing daily, using different methods of bleeding and handling. Samples were filleted and parts of it were sent fresh for research at Matis in Vínlandsleid where different methods were tested considering different product quality and the other parts were prepared with traditional production of lightly salted fillet pieces. The fillets were frozen and used to test the effect of different bleeding methods on product quality after storage in the freezer, using different storing time and different temperatures.   The aim of present project was to investigate the effect of the ROTEX bleeding process with an objective researches in collaboration with 3X Technology, Matis and the fish processor and boat owner, Jakob Valgeir Ltd. This project will support other researches in this area as well as to be an important input for disquisition about better quality of small boats catch.

Skýrsla lokuð til 01.08.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Sæmundur Elíasson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, AVS‐Ref.No.: R11 093‐11

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk var að endurbæta kæligáma og verklag við flutninga á ferskum sjávarafurðum með endurhönnun og prófunum. Markmiðið er að hönnunarúrbætur skili kæligámum sem ná jafnara hitastigi gegnum flutningaferlið. Leitast skyldi við að ná viðunandi endurbótum á kæligámum sem í dag er notast við með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Eimskip Ísland og Samherji. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að þörf er á endurbótum í sjóflutningskeðjum og sýnt var fram á að hægt er að ná fram úrbótum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Hitastýringu við sjóflutninga má bæta með því að velja markhitastig og kæligáma sem hæfa best til flutninga ferskra fiskafurða. Kortlagning á hitadreifingu kæligáma sýndi fram á breytileika bæði í flutningsferlinu og með tilliti til staðsetningar innan gámsins en hönnunarúrbætur sem miðuðu að því að þvinga loftflæði innan gámsins skiluðu jafnari hitadreifingu. Einnig var sýnt fram á mikilvægi verklags við hleðslu kæligáma og meðhöndlun þeirra frá framleiðanda til kaupanda.

The purpose of the project Improved reefer container for fresh fish is to use simple redesign and experimental testing to improve temperature control in reefer containers and work procedures of fresh fish products during transport. The design improvements are aimed at producing a reefer with more stable temperature through sea freight and transport. The aim is to get satisfactory improvements with simple and cost effective procedures. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. The project was done in collaboration with Matís, University of Iceland, Eimskip Ísland and Samherji. This report describes the main results and products of the project. The results of the project showed that there is room for improvement in sea transport cold chains and with design improvements experiments it was demonstrated that they can be improved with simple and cost effective procedures. The results showed that the temperature control during sea freight may also be improved by selecting the reefer types most suitable for fresh fish transport and selecting different set point temperatures during summer and winter. The mappings of temperature distribution inside the reefers showed spatiotemporal variability and design improvements achieved a more uniform distribution by means of forced air circulation. Field tests demonstrated the importance of correct operating procedures during loading of reefers and their handling from processor to end location.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Jón Sölvi Ólafsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Tilgangur verkefnisins var að hefja markaðsókn bæði á innlenda og erlenda markaði á Humarsoði Kokksins. Framkvæmd var markaðsrannsókn bæði á innanlandsmarkaði og á erlendum mörkuðum. Viðskiptasambönd voru búin til inná erlenda markaði auk þess sem farið var út í mikla vöruhönnun á afurðinni sem nýtist bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Varan var gerð tilbúin fyrir erlenda markaði þannig að hægt sé að senda vörur út með litlum fyrirvara. Gerð var tillaga um hvernig best sé að haga framleiðslunni og gera afurðina hagkvæmari í framleiðslu auk þess sem öflug markaðsherferð var sett í gang sem skilaði 30% söluaukningu strax í upphafi herferðarinnar.

The purpose of the project was to initiate target attendance in both domestic and overseas market for the Lobster Bisque from the chef. A market research vas performed both in domestic and foreign markets. Business relationships were developed onto foreign markets as well as the product was taken into a major product design process which can be used both on domestic as well as foreign markets in order to make the product ready to be sent out to foreign markets in the future. It was proposed how the best in practice production for the product could look like in order to make the production more efficient. In the end a power full marketing process was lunched which generated 30% increase in sale for the domestic market.

Skoða skýrslu
IS