Skýrslur

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AGS, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Markmið verkefnisins var að meta afdrif viðbætts fosfats í saltfiski. Ljós er að magn þess lækkar við verkun og útvötnun. Sama gildir um fosföt sem eru náttúrulega til staðar í fiskvöðva. Þess vegna er heildarmagn fosfats í útvötnuðum afurðum yfirleitt lægra en í ferskum fiski. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að viðbætt fosföt (dí- og trífosföt) finnast bæði í verkuðum og útvötnum fiski. Það er þó háð magni viðbætts fosfats í afurðinni og hvaða söltunarferlum er beitt, þ.e. hvort fosfati var bætt í fiskinn með sprautun eða pæklun. Lítið eða ekkert greinist í útvötnuðum afurðum ef pæklun er beitt. Munur á milli ferla getur stafað af söltunaraðferð (sprautun/pæklun), gerð og upphaflegu magni viðbætts fosfats og verkunartíma. Frekari rannsókna er þörf til að meta áhrif af mismunandi söltunarferlum á afdrif fosfats í söltuðum þorskvöðva.

The aim of this study was to investigate the fate of added phosphates in salted cod products. The content of both added phosphates and naturally occurring phosphates, decreases during salting and rehydration. The final content in rehydrated fish (approx. 1-2.5% NaCl) is usually below values in the raw fish. However, di- and triphosphates are present both in salted and rehydrated products. The amount depends on the quantity of added phosphates in the product and on the salting procedures applied. It seems that lower contents are present in brined products than in injected products. Differences may depend on the method used for adding phosphates (injection/brining), phosphate type and, initial content of added phosphates in the muscle after pre-salting and finally on the curing time. Further studies are needed to get accurate information on the effects of different salting procedures on the fate of phosphates in salted cod products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Patricia Miranda Alfama, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, UNU Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

QIM aðferðin (Quality Index Method) er hlutlæg, fljótleg og áreiðanleg skynmatsaðferð sem þróuð hefur verið til að meta ferskleika fisks. Markmið rannsóknarinnar var að útbúa QIM einkunnaskala fyrir þíddan makríl (Scomber scombrus) sem geymdur var í ís við 0°C og prófa notkun hans í geymsluþolstilraun. Makríllinn var metinn með skynmati eftir QIM og DA aðferð (generic descriptive analysis), einnig voru taldar örverur (TVC og H2S myndandi) og mælt histamín í allt að 9 daga frá uppþíðingu. Niðurstaða rannsóknarinnar var QIM aðferðin fyrir þíddan makríl sem var þróuð og prófuð í geymsluþolsrannsókn. Gæðastuðull – QI (heildarsumma einkunna) jókst línulega með geymslutíma á ís. QIM aðferðin fyrir þíddan makríl byggir á mati á gæðaþáttum einsog útliti á roði, áferð, lit og formi augna, lit og lykt tálkna, útlit slíms í tálknum og tálknblaða og upplausn innyfla og getur heildarsumma fisksins orðið 19 að hámarki. Í verkefninu var einnig þróuð aðferð (general descriptive analysis-DA) til að meta soðinn makríl. Helstu einkenni makrílsins strax eftir þíðingu var lykt og bragð af ferskri olíu, málmlykt og sæt lykt/bragð sem dofnaði heldur með geymslutímanum. Það sem takmarkaði geymsluþolið voru skynrænir eiginleikar sem lýsa skemmdareinkennum, einsog þráalykt og –bragð sem getur verið áberandi í feitum fiski eftir lengri frystigeymslu. Samkvæmt skynmati á soðnum makrílflökum er geymsluþol þídds makríls eftir fimm mánaða frystigeymslu um 4-6 dagar. Heildarfjöldi örvera og H2S myndandi örvera var minni en yfirleitt sést við lok geymsluþols af völdum örvera. Histamín mældist ekki (< 5 ppm) í þíddum makríl á geymslutímanum sem var 9 dagar á ís.

The Quality Index Method (QIM) is an objective, rapid and reliable sensory method. The aim of the present study was to develop a QIM scheme for frozenthawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) stored in ice at 0°C and evaluate the scheme in a shelf life study. The mackerel was evaluated with sensory evaluation (QIM and generic descriptive analysis (DA)), microbial counts (Total viable counts (TVC) and H2S-producing bacteria) were estimated and histamine measured for up to nine days. The main result of this study vas the QIM scheme to evaluate freshness of frozen-thawed Atlantic mackerel storage in ice which was developed and tested in a shelf life study. The quality index – QI (sum of scores) increased linearly with storage time on ice. The QIM for thawed mackerel is based on the evaluation of quality parameters dealing with the appearance on back and belly side, texture, colour and form of eyes, mucus, colour and odour of gills and appearance of gill filaments and dissolution of viscera. The maximum sum of scores (QI) can be 19. A method to evaluate cooked mackerel was also developed (general descriptive analysis-DA). Newly thawed mackerel had fresh oil, metallic and sweet odours and flavours. The main limitation of length of shelf life in chilled storage after thawing were sensory characteristics describing spoilage such as rancid odour and flavour which can be prominent in fatty fish species after extended frozen storage. According to sensory evaluation of cooked mackerel, the shelf life of thawed mackerel after five months of frozen storage is around 4-6 days. Counts of TVC and H2S producing bacteria were relatively low at the end of shelf life. Histamine was not detected (< 5 ppm) in the thawed mackerel during the storage time of nine days on ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Jónas Rúnar Viðarsson, Ásbjörn Jónsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar“ sem styrkt var af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins var að þróa og smíða tölvustýrðan búnað til að stjórna hreyfingum sköfuhnífa í flökunarvél að gerðinni F-189-PLC frá Fiskvélum. Vonir stóðu til að tölvustýrðu sköfuhnífarnir myndu bæta flakanýtingu og gera kleift að flaka smærri fisk en áður hefur reynst mögulegt með ásættanlegum árangri. Mælingar á flakanýtingu vélarinnar eftir breytingar sýna að nýting hefur aukist um 0,81%, þegar verið er að flaka meðalstóran þorsk (u.þ.b. 2 kg). Ekki reyndist hins vegar unnt sökum hráefnisskorts, að mæla hvort vélin skilaði betri árangri við flökun á mjög smáum fiski (<0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið. ><0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið.

This is a report on the progress and results of the project „Computer controlled scraping knives for filleting machines“. The aim of the projects was to develop and build a computer guided device to control movements of scraping knives in the F-189-PLC filleting machine from Fiskvélar. The goal was to increase filleting yield and make it possible to fillet smaller fish than has been possible before. Measuring filleting yield of the machine after it has been fitted with the new device shows that yield has improved by 0,81%. Unfortunately the success of the machine when filleting very small fish (<0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved manoeuvrability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish. ><0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved maneuverability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Population genetics of the Icelandic Nephrops norvegius stock / Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Christophe Pampouli, Hrafnkell Eiríksson, Steinunn Á. Magnúsdóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins (The Icelandic Fisheries Research Fund), Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Population genetics of the Icelandic Nephrops norvegius stock / Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum

Eins og nafn verkefnisins „Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum“ gefur til kynna, þá var markmið verkefnisins að skoða stofngerð leturhumars (Nephrops norvegicus) á Íslandsmiðum en stofngerðarrannsóknir eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfbæra veiðistjórnun. Markmið verkefnis voru í megindráttum þau að þróa ný erfðamörk til að meta erfðabreytileika innan og milli landfræðilegra aðskildra veiðisvæða við Ísland, að skilgreina faðerni eggjamassa kvendýra af aðskildum veiðisvæðum til að varpa ljósi á æxlunarferli leturhumars og að setja saman áætlun um veiðistjórnun þar sem tekið væri tillit til stofnerfðafræðilegra þátta. Erfðagreining felst í því að nota svonefnd erfðamörk en þau byggja á ákveðnum DNA röðum sem eru á einhvern hátt greinanlegar í erfðamenginu. Algengast er að nota erfðamörk sem byggjast á endurteknum stuttröðum (2-6 basar) sem vitað er að séu breytilegar á milli einstaklinga sömu tegundar. Þessi svæði eru því breytileg í lengd á milli einstaklinga og gerir þau því að hentugum kosti. Erfðagreining er mjög öflug tækni sem nota má til einstaklingsgreininga í hópi lífvera. Þessari aðferð er nú í vaxandi mæli beitt til foreldragreininga, til að meta stofngerð, til rekjanleika rannsókna og til að hraða markvissum kynbótum.Yfirleitt þarf að nota 5-15 mismunandi erfðamörk til að aðgreina einstaklinga. Mikill hluti þróunarvinnu felst því í að finna bestu aðstæður fyrir PCR hvörf þar sem hægt er að nota sem flest erfðamörk í einu hvarfi (multiplex) og samtímakeyrslur á raðgreiningavél. Vel gerð erfðagreiningasett sem eru auðveld og ódýr í notkun og gefa miklar upplýsingar og góða greiningarhæfni eru mjög gagnleg til margvíslegra nota. Þau eru því verðmætar afurðir og markaðsvara, þar sem bæði má selja erfðagreiningar og þjónustu sem á þeim byggja. Í verkefninu voru þróuð átta ný erfðamörk fyrir leturhumar og þau notuð til að greina sýni frá aðskildum landfræðilegum veiðisvæðum við Ísland en skosk leturhumarsýni voru höfð sem úthópur. Að auki voru fjögur áður birt erfðamörk notuð til greininganna. Niðurstöður greininga með þessum 12 erfðamörkum frá landafræðilega aðskildum svæðum (ásamt úthópnum) sýndu ekki marktækan erfðafræðilegan mun leturhumars á milli svæðanna. Afrakstur verkefnisins hefur verið birtur í greinum og nemendaverkefni. Nemendaritgerðin ber titilinn „Development of microsatellite multiplex systems for Nephrops norvegicus“ og er eftir Sóleyju Valgeirsdóttur. Búið er að samþykkja eina grein til birtingar í verkefninu en þar er átta nýjum erfðamörkunum lýst. Heiti greinarinnar er: „Isolation and characterization of eight new microsatellite loci in the Norway lobster, Nephrops norvegicus (Linnaeus, 1758)“ (samþykkt til birtingar í tímaritinu Molecular Ecology Resources, Appendix 1). Önnur grein hefur verið send inn til birtingar í tímaritinu ICES Journal of Marine Science undir heitinu „A pilot genetic study revealed the absence of spatial genetic structure of the Norway lobster (Nephrops norvegicus) at fishing grounds in Icelandic waters“ en hún fjallar um stofngerð leturhumars á Íslandsmiðum þar sem leturhumar frá Skotlandi var hafður sem úthópur (Appendix 2).

The genetic structure of population and mating behavior of exploited marine species are important criterions for effective fisheries management. The distribution of Nephrops norvegicus, Norway lobster, in Icelandic waters is limited to the warmer sea of the south coast. The distribution of the Icelandic stock can be divided into ten geographical areas but the main aim of this project was to develop microsatellite markers to use for the genetics analysis and to analyze whether the lobsters in each area are a self-contained unit stock or not. The aim was furthermore to determine the paternity of egg masses from individual females, and thus elucidate the breeding structure in Icelandic waters. The final goal was to produce a plan for the conservation and management of genetic resources in the Icelandic Norway lobster stock taking into account possible natural population diversity. Microsatellites are short sequence repeats of 2-6 bases found in all prokaryotic and eukaryotic genomes analyzed to date. Microsatellites are variable, which means the number of repeats in a specific area of the DNA variants between the different members of a species. Consequently, the alleles of the microsatellites differ by the length. The different alleles and thus the different length of the microsatellites can be caused by insertion or deletion of one or more repeats during the DNA replication. These sequences are usually under a high degree of length variability and that makes them as powerful genetic markers. Therefore, microsatellites are suitable for population genetics, for family tracing in breeding programs, genetic monitoring, and kinship studies as well as tracing of origin. Usually, 5-15 microsatellites are enough to discriminate between individuals. A microsatellite multiplex system is the use of multiple, unique primer sets in a single PCR mixture to produce amplicons of varying sizes, specific to different DNA sequences. By targeting multiple loci at once, additional information may be gained from a single reaction. It is a great advantage that microsatellite markers can be run in multiplex assay systems. Larger numbers of samples and smaller DNA quantities can then be genotyped at once, saving time and money. This also minimizes the risk of handling errors. In this study we developed eight new microsatellite markers that were used to characterize the genetic diversity of Norway lobster, in and between isolated geographical areas in Icelandic waters, and an out-group sample from Scotland. In addition, four previously published microsatellite markers were used for the analysis. The microsatellites did not detect significant genetic differentiation among the location sampled, not even among Icelandic samples and the out-group collected in Scotland. The outcomes of the project are two papers and one student report. The report is titled „Development of microsatellite multiplex systems for Nephrops norvegicus“ by Sóley Valgeirsdóttir. The first paper is titled; „Isolation and characterization of eight new microsatellite loci in the Norway lobster, Nephrops norvegicus (Linnaeus, 1758)“ where the eight new loci are described (Molecular Ecology Resources; Appendix 1; accepted for publication). The second paper is titled „A pilot genetic study revealed the absence of spatial genetic structure of the Norway lobster (Nephrops norvegicus) at fishing grounds in Icelandic waters“ (ICES Journal of Marine Science; Appendix 2; submitted).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Franklín Georgsson, Margeir Gissurarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Markmið rannsóknarinnar var að kanna geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum og athuga hvaða áhrif það hefur á geymsluþol vörunnar ef rotvarnarefni er ekki notað sem og ef sorbat er notað í stað bensóats, sem notað er í hefðbundinni framleiðslu. Í þessari rannsókn kom fram að notkun rotvarnarefna hefur veruleg áhrif á lengd geymsluþols reyktra síldarflaka. Jafnframt kom fram að sorbat meðhöndlun síldarflaka veitti bestu rotvörn gegn örveruvexti og einnig reyndist sorbat meðhöndlun síldarflaka koma best út í óformlegu skynmati. Hvort þetta stafar af hindrun sorbatsins á örveruvöxt eða að það dragi úr hraða efna‐  og eðlisfræðilegra niðurbrotsþátta í samanburði við síldarflök með bensóati eða án rotvarnarefna þarfnast frekari rannsókna.

The object of this project was to evaluate the shelf life of vacuum packed smoked herring fillets and to evaluate whether the use of the preservatives benzoate or sorbate had any effect on the shelf life of the product Results showed that treatment of the smoked herring fillets with preservatives greatly affected the shelf life and that sorbate treatment of the herring fillets provided the best defence for bacteria growth and also gave best results in an informal sensory testing during the shelf life study. Whether this is due to inhibitory role of sorbate on bacteria growth or that sorbate slows down chemical and physical degradation in comparison to herring fillets with benzoate or without any preservatives needs further investigation.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Ragnar Jóhannsson, Helgi Thorarensen, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Vatnsþörf í fiskeldi er óhemju mikil og það sem endanlega takmarkar stærð og framleiðslugetu fiskeldisstöðva er aðgengi að heitu og köldu vatni. Markmið verkefnisins var að prófa ódýra og einfalda leið til þess að draga úr vatnsnotkun í bleikjueldi. Í upphafi verkefnisins var gert var ráð fyrir því að hægt væri að nýta vatn í bleikjueldi fjórfalt betur en nú er gert. Hins vegar kom í ljós að það er hægt að nýta vatnið sjöfalt betur. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að hægt er að framleiða í kringum sjö sinnum meira af lífmassa í fiskeldi á landi með því vatnsmagni sem notað er í dag. Markmiðum verkefnisins var því náð og gott betur. Til þess að það sé hægt þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

• Mjög mikilvægt er að losa grugg sem fyrst úr vatninu. Því er tromlusía nauðsynlegur búnaður og ber að sía allt vatnið við hvern hring endurnýtingar. Í síunni ætti að notast við 100 μm dúk en hann hreinsar allar agnir sem minnkað geta virkni eldiskerfisins.

• Nægur straumur verður að vera í eldiskerjunum og æskilegt er að vatnskiptahraði sé ekki minni en 45 mínútur til að tryggja sjálfhreinsun og til að fullnægja súrefnisþörf fiska við mikla þéttni.

• Lífhreinsir er nauðsynlegur útbúnaður þegar endurnýting er meiri en 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐1 . Hann losar ammoníak úr eldisvökvanum. Lífhreinsirinn sem notaður var í þessari rannsókn hefur sýnt sig að virkar vel og einkaleyfi hefur fengist á hönnun hans

Aquaculture requires large volumes of water are required for aquaculture and the size and production capacity of fish farms is in most places ultimately determined by access to water and geothermal heat. The objective of this project was to reduce water requirements in Arctic charr aquaculture. Through simple reuse of water the plan was to reduce water requirements fourfold compared with standard reference values in Arctic char fish farms in Iceland. This goal was achived and at the end the reuse was sevenfold. The conclusions of the project are that by using the same amount of water used today and with a simple reuse of it the annual increase in production of Arctic char can be sevenfold the annual production of today. But to make that possible, the following points have to be kept in mind:

• It is necessary to minimize the turbidity in the water with all means. A drum‐filter of 100  μm is therefore needed in the recirculation system.

• The current in the rearing system has to be sufficient and the water change ratio should not be less than 45 minutes to secure self-cleaning and to fulfil the oxygen need of the fish reared in high density.

• A bio filter is needed if the recirculation exceeds 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐ 1 . It phases out the ammonia in the rearing system. The bio filter used in this project has shown that it works and the design of it has a patent

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Katrín Hauksdóttir, Natasa Desnica, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2008. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla í eyðurnar. Árið 2008 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH auk tíu mismunandi tegunda varnarefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og PAH efnum árið 2008 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2008. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in 2008 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of year time. In 2008, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDEs and PAHs in the edible part of fish, fish liver, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2008 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in monitoring programmes 2003-2007. This year (2008) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and PAHs and the results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are actually below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt frjóvgun lúðuhrogna / Improved fertilization of halibut eggs

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS

Bætt frjóvgun lúðuhrogna / Improved fertilization of halibut eggs

Helsti flöskuháls í eldi sjávarfiska eru fyrstu þroskastigin og framboð á gæðahrognum, lirfum og seiðum. Hrognagæði fiska eru mjög breytileg og eru helst metin af frjóvgunarhlutfalli og afkomu hrogna og lirfa en stjórnast af ýmsum þáttum. Fyrir stjórnun og afkomu fyrirtækja er mjög mikilvægt að geta lagt mat á hrognagæði sem fyrst. Markmið þessa verkefnis var að skilgreina þætti sem áhrif hafa á frjóvgunarhlutfall lúðuhrogna og sem hugsanlega má stjórna. Jafnframt voru gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við frjóvgun þar sem sjómagni var breytt eða efnum bætt út í umhverfið við frjóvgun. Fiskum í tveimur hrygningarhópum var fylgt eftir og framkvæmdar umfangsmiklar rannsóknir á eiginleikum og bakteríuflóru hrognaskammta. Niðurstöður sýna að ekki er mikill breytileiki í þeim mæliþáttum sem skoðaðir voru og ekki marktæk fylgni við frjóvgunarhlutfall sem bendir til þess ólíklegt sé að þeir hafi afgerandi áhrif á hrognagæði. Þó gefa niðurstöður vísbendingar um að samsetning heildarflóru baktería og samsetning nauðsynlegra fitusýra sé önnur í hrognum með hærra frjóvgunarhlutfall og geti það því haft áhrif á gæði hrogna. Helstu niðurstöður frjóvgunartilrauna gefa vísbendingar um að íblöndun glúkósa í ákveðnum styrk í umhverfi hrogna geti leitt til um 10% aukningar á frjóvgunarhlutfalli hrogna sem gefur möguleika á mikilli tekjuaukningu fyrir fiskeldisfyrirtæki. Umfangsmiklar rannsóknir eru áætlaðar á frekari áhrifum íblöndunar glúkósa á afkomu hrogna svo og afkomu og gæði lirfa.

The main bottle necks in intensive marine aquaculture are the first stages and the supply of high quality eggs, larvae and juveniles. Egg quality is highly variable and has been defined in many ways mainly the fertilization rate and the viability of fertilised eggs and larvae. Multiple factors affect egg quality and an early assessment of egg quality is of great importance for hatchery management. The objective of this work was to define indicators for halibut egg quality that could possibly be regulated. Furthermore, the effects of variable fertilization methods have been tested, that is, variable amounts of seawater and addition of various chemicals during fertilization. Batches of eggs were collected from two spawning groups and extensive examination carried out on their characteristics and bacterial composition. The results show very little variability in the factors examined and no correlation with the fertilization rate that indicates  insignificant importance for egg quality. However, the bacterial composition  and the fatty acid composition was different in the batches of eggs with higher fertilization rate compared to lower indicating its importance for egg quality.   The fertilization experiments indicate that the use of a certain concentration of glucose during fertilization could result in 10% increase in the fertilization rate which could bring about an increased operation success for the aquaculture companies. Comprehensive studies are scheduled to investigate further the effect of additional glucose on egg viability and larval survival as well as quality.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of cooling methods at processing and use of gel-packs on storage life of cod (Gadus morhua) loins – Effect of transport via air and sea on temperature control and retail-packaging on cod deterioration

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, Hannes Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Arna Vigdís Jónsdóttir, Sigurjón Arason, Maria Eden

Styrkt af:

EU (contract FP6-016333-2) Chill-on, AVS, R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of cooling methods at processing and use of gel-packs on storage life of cod (Gadus morhua) loins – Effect of transport via air and sea on temperature control and retail-packaging on cod deterioration

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælingar við vinnslu og hitasveiflna í flutningi með og án kælimottu á geymsluþol þorskhnakka. Í vinnslu var borið saman að nota enga forkælingu fyrir flökun, vökvakælingu og roðkælingu (CBC) sem alltaf er með vökvakælingu. Áhrif hitasveiflna þar sem líkt var eftir í hitabreytingum í flutningi (RTS) voru borin saman við geymslu við stöðugt hitastig (-1 °C). Einnig voru metin áhrif þess að nota kælimottu í geymslu og flutningi. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Fylgst var með hitastigi með hitasíritum. Roðkældir þorskhnakkar í frauðplastkössum voru fluttir til Bremerhaven með flugi og skipi þar sem þeim var endurpakkað í loft og loftskiptar pakkningar (MAP) og þær geymdar við 1 °C. Gerðar voru efna- og örverumælingar til að fylgjast með gæðabreytingum. Hitastig roðkældra hnakka var lægra en hinna fyrstu 2 daga tilraunarinnar. Kælimotturnar höfðu ákveðin áhrif til lækkunar hitastigs þegar hitasveiflur voru í ferlinu og lægri hiti hélst gegnum allan geymslutímann. Samt sem áður hafði notkunin ekki áhrif á lengd ferskleikatíma eða geymsluþols samkvæmt skynmati. Örverufjöldi var heldur lægri ef hitasveiflur urðu í ferlinum en lítill munur var við stöðugt hitastig. Geymsla við stöðugt, lágt hitastig (-1 °C) lengdi geymsluþol um ca. 3 daga samkvæmt skynmati og var það í samræmi við örverutalningar og mælingar á TVB-N og TMA. Í tilraunum í Bremerhaven kom fram að örverufjöldi var yfirleitt lægri þegar notaðar voru loftskiptar umbúðir í samanburði við fisk í lofti. Þetta var sérstaklega áberandi í flugfiskinum. Fiskurinn sem fluttur var með skipi geymdist samt jafn lengi og fiskurinn sem fluttur var með flugi. Þetta orsakast af því að flugfiskurinn varð fyrir meiri hitasveiflum í flutningi og yfirborðshiti hans mældist 4 °C við komuna til Bremerhaven. Flutningstími með skipi var miklu lengri (+48 klst) en yfirborðshiti mældist undir 2 °C við móttöku. Notkun kælimotta hafði lítil áhrif á hitastigið í flutningi en samt sem áður var yfirborðshiti aðeins lægri í fiski með kælimottum við komuna til Bremerhaven bæði með flugi og skipi.

The main aim of the experiment was to investigate the effects of different cooling techniques during processing and temperature fluctuations during transport on the storage life of cod loins with and without gel packs. The following cooling techniques were studied: combined blast and contact (CBC) cooling (with liquid cooling prior to the CBC cooling), only liquid cooling and where no special cooling was used prior to deskinning and trimming. The effect of real temperature simulation (RTS) during storage was compared to a steady storage temperature of -1 °C. The samples were analysed with sensory, microbial and chemical methods. The temperature was monitored from packaging using temperature loggers. CBC cooled loins were transported to Bremerhaven via air and ship freight after packaging in EPS boxes. The fish was repacked in air and modified atmosphere and stored at 1 °C. Deteriorative changes were evaluated by microbial and chemical indicators. CBC cooling resulted in a lower temperature profile the first two days of the experiment. The use of gel packs lowered somewhat the temperature increase in the products when RTS was applied and lower temperature was maintained during the entire storage period. According to sensory evaluation, the use of gel packs did not result in prolonged freshness period or shelf life. According to microbial and chemical analysis no marked difference was seen whether gel packs were used or not in groups stored at a steady temperature. However, microbial counts were somewhat lower and slower formation of TVB-N and TMA occurred in RTS groups where gel packs were used compared to no gel packs. Storage at a steady -1 °C resulted in prolonged shelf life of three days according to sensory evaluation. This was confirmed by microbial and chemical analysis as lower microbial counts, TVB-N and TMA values were generally obtained in the steady temperature group than in the group receiving the RTS treatment. The storage studies carried out at Bremerhaven on modified atmosphere vs. air packed loins showed generally lower microbial counts, especially in the air transported fish. Deterioration process of air and sea freight fish was however similar. Re-packaging of sea freight fish at a later stage did not significantly affect its deteriorative process compared to re-packed air freight fish. This might be due to the fact, that the air freight fish was subject to high temperatures during transport and surface temperature reached over 4 °C. The sea freight fish had a much longer transport phase, but arrived with surface temperatures below 2° C. This shows that not only the time of re-packaging but also the temperature profile during transport are important factors influencing the deteriorative process and shelf life. Gel packs did not have significant cooling effect in this experiment. However the surface temperature in boxes with a gel pack was slightly lower than in boxes without a gel pack independently of transport mode used.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður, Fagráð í sauðfjárrækt/stjórn BÍ

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Markmið verkefnisins var að þróa vörur úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við bændur. Verkefnið snérist jafnframt um að auka kunnáttu bænda á vinnslu og verkun lambakjöts í loftþurrkaðar afurðir þ.e. gera þá hæfa til framleiðslu á slíkum vörum. Myndaður var samstarfshópur 5 bænda sem höfðu áhuga og hafa aðstöðu til heimavinnslu slíkra vara. Stefnt var að því að þróa eina vöru með hverjum bónda og á varan að uppfylla allar kröfur um öryggi, gæði, frágang og framsetningu sem skipta máli varðandi vörur á neytendamarkaði. Í megin atriðum gekk það vel. Bændum tókst að tileinkað sér þá framleiðsluhætti sem nauðsynlegir eru við þurrverkun og uppskáru þeir nýja framleiðsluferla og vörur, hver fyrir sig ólík því sem til er á markaði í dag. Niðurstöðurnar styrkja því viðkomandi býli til þróunar á nýjum vörum úr eigin hráefni og þar með starfsgrundvöll þeirra.

The aim of the project was to develop products from air dried lamb in cooperation with farmers. The project centred as well on extending farmers’ knowledge on processing and curing methods for these products. Group of five farmers was selected to participate in the project. All farmers had an interest and facilities for this kind of processing. The products should fulfil all requirements regarding safety, quality and presentation of consumer products. This succeeded in most cases. The farmers adopted practices needed in producing dry aired products, new processing methods and products were developed. The results will thus strengthen each producer in development of new products from their own raw material, thus boosting their own operation.

Skoða skýrslu
IS