Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Hlynur Stefánsson, Emil B. Karlsson, Óli Þór Hilmarsson, Einar Karl Þórhallsson, Jón Haukur Arnarson, Sveinn Margeirsson, Ragnheiður Héðinsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir eru margar, s.s. röng vörustjórnun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Lögð var áhersla á virðiskeðju eins flokks matvæla: kældar kjötvörur. Of mikil eða röng framleiðsla og umframbirgðir á viðkvæmum vörum voru greind sem ein megin orsök sóunar. Röng vörumeðhöndlun og vörustjórnun skipta einnig miklu máli. Þróuð var frumgerð að upplýsingakerfi til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað í virðiskeðjunni. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að vönduð og öguð vinnubrögð í allri virðiskeðjunni og gott upplýsingaflæði milli birgja og smásala feli í sér geysimikla möguleika til hagræðingar, ekki síst á sviði vörustjórnunar.

Great amount of waste is created in the food value chain. The reason is manifold; inadequate logistics, wrong treatment, inadequate temperature management, damaged packaging etc. Food producers and retail belief this waste can be reduced substantially by joint forces of stakeholders in the food supply chain, resulting in lower food prices. The aim of the project was to analyse where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. Fresh/chilled meat products were chosen for the case study. The main sources of waste were identified as excessive production and inventory levels of persiable products, improper handling of products and raw material and problems with logistics. Prototype of decision support system was made to improve inventory and production management in the supply chain. The results indicate that elaborate and disciplined practices throughout the value chain and improved information sharing between suppliers and retailers can create opportunities for rationalisation, especially in the field of logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Þessi skýrsla tekur fyrir fyrsta hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á greiningu/kortlagningu á ferli vöru og vörustýringu og var honum skipt upp í þrjá verkþætti sem unnir voru samhliða. Öll þáttökufyrirtækin voru heimsótt. Farið var yfir verkferla hjá fyrirtækjunum, aðstaða þeirra skoðuð og álit fengið um það hvað betur má fara í ferli kældra kjötvara út fá þeirra sjónarhóli. Kannað var hvers konar upplýsingar fyrirtækin hafa um vörurnar, á hvaða formi þær eru og hvernig þær eru nýttar. Þá var skoðað hvaða upplýsingar berast milli hlekkja í virðiskeðjunni, hvernig þær berast og hvaða upplýsingar/gögn frá öðrum hlekkjum geta hjálpað viðkomandi aðila til betri stýringar á óþarfa rýrnun. Í framhaldi af þessari vinnu var gerð greining á þeim þáttum sem þóttu mikilvægastir og tillögur mótaðar um úrbætur varðandi verklag, upplýsingar, mælingar ofl.

This report discusses the first part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this first part emphasis was put on product processes and logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta var lögð áhersla á að kanna áhrif hitastigs á rýrnun m.t.t. helstu skrefa í ferli kældra kjötvara frá framleiðenda þar til þær komast í hendur neytenda.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part emphasis was put on the influence of temperature on impairment of chilled meat products in respect to the different steps in the supply chain.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta eru settar saman tillögur að bættu verklagi til að bæta framleiðslu- og flutningsferla kældra kjötvara með megin áherslu á hitastigsstýringu í ferlinu. Verklýsingarnar eru byggðar á kröfum sem eru settar af reglugerðum, opinberum leiðbeiningum og niðurstöðum rannsókna. Verklagsreglunum er skipt upp í þrjá hluta; framleiðslu, flutning og smásölu. Ekki eru gerðar verklýsingar fyrir sértækar vinnsluaðferðir.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part propositions are made for good practices in relation to the meat chill chain. The propositions are based on regulation requirements; good manufacturing guidelines and research conclusions. They are divided into three main parts; processing, transport and retail. Specific processing methods are not included.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Í skýrslunni er leitað svara við fjölbreytileika og tegundasamsetningu örvera í fiskvinnsluumhverfi. Rannsóknarvinnan hófst með uppsetningu og þróun aðferða til að skanna örverusamsetningu með sameindalíffræðilegum aðferðum og svo á seinni stigum var hafist handa við að skoða valin umhverfi úr fiskiðnaðinum.  Tvær fiskvinnslur voru heimsóttar, hvor um sig í tvígang þar sem úttekt var gerð á vinnslunni og u.þ.b. 20 sýni tekin í hverri ferð.    Í ljós kom fjölbreytt samfélag baktería þar sem þekktar skemmdarbakteríur voru í jafnan í háu hlutfalli ásamt ýmsum öðrum tegundum.    Örverutalningar sýndu fram á hátt magn baktería á yfirborðum vinnslulína á meðan á vinnslu stendur með fáa bakteríuhópa í yfirmagni en einnig fjölmargar aðrar tegundir í minna magni.    Helstu hópar baktería sem fundust tilheyra Photobacterium phosphoreum, sem var í hæsta hlutfallslegu magni heilt yfir í rannsókninni, ásamt Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter og Pseudoalteromonas. Allar þessar tegundir eru þekktar fiskibakteríur sem lifa í roði og þörmum lifandi fiska.  Þetta er fyrsta verkefnið sem vitað er um þar sem sameindalíffræðilegar aðferðir eru notaðar til að skanna bakteríuvistkerfi fiskvinnsluhúsa.   Hér hefur því verið lagður þekkingargrunnur að bakteríuvistkerfum við mismunandi aðstæður í fiskvinnslum sem mun nýtast til frambúðar við rannsóknir og þróun á bættum vinnsluferlum og geymsluaðferðum á fiski.

In this report we seek answers on diversity and species composition of bacteria in fish processing environment. The study initiated   method development to screen microbial systems using molecular methods followed by analysis of samples from 2 fish processing plants. This research shows the presence of a diverse microbial community in fish processing environment where known spoilage microorganisms are typically in high relative numbers along with various other bacterial species. Total viable counts showed the presence of bacteria in high numbers on processing surfaces during fish processing where few species typically dominated the community. Photobacterium phosphoreum was the most apparent species followed by genera such as Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter and Pseudoalteromonas. All these species are known fish associated bacteria that live on the skin and in the digestive tract of a living animal. To our knowledge, this is the first study where molecular methods are used to screen microbial communities in fish processing plants. This research has therefore contributed a database on bacterial diversity in fish processing plants that will be used in the future to improve processing and storage methods in the fish industry.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt nýting sjávarafla

Útgefið:

01/02/2010

Höfundar:

Sjöfn Sigurgísladóttir, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Bætt nýting sjávarafla

Skýrsla þessi er unnin fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; og er hún aðallega hugsuð sem innlegg í vinnu ráðuneytisins við endurskoðun á stefnu varðandi nýtingu sjávarafla. Skipta má efni skýrslunnar upp í tvo meginþætti þ.s. í fyrri hlutanum er tekið stöðumat á nýtingu og verðmætasköpun þorskafla m.t.t. sjófrystingar, landvinnslu og gámaútflutnings; en í seinni hlutanum er reynt að bera kennsl á hvar helstu sóknarfæri eru til bættrar nýtingar og aukinnar verðmætasköpunar á bolfisksafla landsmanna. Við gagnaöflun var aðallega leitað í afla- og ráðstöfunarskýrslur Fiskistofu og útflutningsgögn Hagstofunnar fyrir árin 2007 og 2008. Þar sem Fiskistofa og Hagstofan eru enn að safna gögnum fyrir árið 2009 þótti ekki tímabært að kanna nýtingu og verðmætasköpun eftir vinnsluleiðum fyrir 2009; skýrsluhöfundar mælast þó til að það verði gert um leið og öll gögn liggja fyrir. Árið 2008 veiddu íslensk skip um 151 þúsund tonn af þorski (127 þúsund tonn slægt) sem úr voru unnin 90 þúsund tonn af afurðum að verðmæti 59,5 milljarðar króna (fob). Um 75% aflans fór til landvinnslu, 20% var sjófryst og rúmlega 5% var flutt út óunnið í gámum. Gögnin sýna að verulegur munur var á nýtingatölum í landvinnslu og sjóvinnslu þ.s. flakanýting, hausanýting og nýting á aukaafurðum var umtalsvert lakari hjá frystitogaraflotanum. Gróft áætlað var nýting í landvinnslu um 72% (massahlutfall hráefnis og afurða miðað við slægt með haus) á móti um 44% í sjófrystingu. Ýmsar ástæður kunna að liggja að baki þeirri staðreynd að nýting afla af frystiskipum sé mun lakari en í landvinnslu, en þó má ljóst vera að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í að auka nýtingu hjá frystitogaraflotanum. Sem dæmi um hvar hægt væri að auka nýtingu má t.d. nefna að hausanýting hjá flakafrystitogurum er almennt 35,5%, en í flakavinnslu í landi er hún 22- 30%; og yfirdrifinn meirihluti togaranna sér þess þar að auki ekki fært að koma með hausana í land. Einnig bendir ýmislegt til að unnt væri að koma með meira af öðrum aukaafurðum í land en nú er gert t.d. afskurð, marning, lifur, hrogn, svil o.fl. Mikið hefur áunnist varðandi nýtingu í landvinnslu á undanförnum misserum en þó eru enn til staðar tækifæri til úrbóta. Mest framþróun í bættri nýtingu hefur orðið í vinnslu á þorskafurðum, en nýting á aukaafurðum í vinnslu á öðrum tegundum hefur ekki náð að fylgja þar eftir, enda eftir mestu að slægjast í þorskinum. Ánægjuleg þróun hefur t.d. orðið á síðustu þrem árum í niðursuðu á lifur, sem hefur tvöfaldast í magni frá 2006-2009. Mjög mikið magn af fiski er flutt út óunnið í gámum á ári hverju, en hátt fiskverð á mörkuðunum í Bretlandi og Þýskalandi gerir það að verkum að útgerðamenn sjá meiri hagnaðarvon í því að senda fiskinn úr landi en að selja hann til vinnslu innanlands. Hægt er að auka útflutningsverðmæti hluta þessa afla með því að vinna hann hér heima. Þrátt fyrir að bætt nýting sé mikilvæg má ekki gleyma því að magn og gæði fara ekki alltaf saman, því er ekki síður mikilvægt að hámarka hlutfall afurða sem fara í dýrustu afurðaflokkana. Til að það sé hægt þarf að tryggja rétta meðferð og ferlastýringu í gegnum alla virðiskeðjuna þar sem gæði eru hámörkuð á öllum stigum veiða, vinnslu og flutninga.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Útgefið:

01/01/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Skýrslan er stutt yfirlit á stöðu þeirrar þekkingar sem fyrir liggur í dag á aflamagni, lífsmynstri, nýtingu og efnainnihaldi steinbíts sem veiðist við Ísland.  Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á dreifingu og lífsmynstri steinbíts í hafinu umhverfis Ísland.    Hagtölur Hagstofunnar sýna þróun í m.a. veiðum og ráðstöfun á steinbítsafla.    Þekking á breytileika í vinnslueiginleikum og efnainnihaldi fisksins er takmörkuð og ekkert fannst um stöðugleika steinbítsafurða við geymslu.    Þær rannsóknir sem byggt er á m.t.t. nýtingar og efnainnihalds byggja á eldri gögnum Rf (nú Matís ohf) frá því um 1980.    Þær sýna að líkt og hjá öðrum tegundum er ástands fisksins mjög háð tímasetningu hrygningar og árstíma.  Það sem gerir steinbít frábrugðinn algengari tegundum eins og þorski er að hann missir tennur við hrygningu og gætir eggja sinni sem hamlar fæðuöflun.

This report is a broad literature review about catch volumes, reproduction, yield and chemical content of Atlantic wolffish caught in   Icelandic waters.    The Icelandic Marine Institute has investigated the distribution, growth, maturity and fecundity of the fish and the Icelandic Statistics collects and produces statistics on fish catch, manufactured products and exports.    Information about the variability in yield and chemical content of wolffish are limited and knowledge about the stability and degradation process of wolffish products is limited.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigurbjörg Hauksdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigurður Helgason, Guðmundur Óskarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS-smáverkefni

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda DNA greiningaraðferð til að greina sníkilinn Ichthyophonus hoferi í sýktum fiski og athuga hvort að munur væri á sníklinum sem finnst í síld og skarkola við Ísland. Einnig var ætlunin að rannsaka hvort að I. hoferi fyndist í þorski sem étið hefur sýkta síld, bæði ferskum og saltfiski. Markmiðum verkefnisins var náð en aðferðaþróun varð umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í umsókninni. Í þessu verkefni var þróuð tækni til erfðagreiningar á I. hoferi sýkingu í síld og skarkola við Ísland. Prófaðar og þróaðar voru aðferðir sem byggja á hefðbundnu PCR og raðgreiningum, raun tíma PCR en einnig erfðagreiningu með stærðargreiningu 18S merkigens en að okkar bestu vitund hafa síðast nefndu tvær aðferðirnar ekki verið notaðar áður til að greina I. hoferi. Aðferðina má bæði nota til að greina sýkingu í blóðríkum líffærum eins og hjarta og nýrum en einnig í sýktu holdi. Ekki tókst að greina sýkilinn í þorski. Í framtíðinni má nota aðferðina til frekari rannsókna á sýkingunni til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil og hve útbeidd sýkingin er og að reyna að greina uppruna sýkingarinnar með því að beita aðferðinni á mismunandi fæðugerðir síldarinnar.

The goal of the project was to develop a genetic analysis method to diagnose if the parasite Ichthyophonus hoferi was found in herring and other fish species. Furthermore, to determine if the same parasite species was infecting herring and infecting European plaice (Pleuronectes platessa) in Icelandic waters. Another goal was to analyze if I. hoferi could be found in cod (Gadus morhua) either salted or fresh which had been caught from infected herring areas during 2009. The goal of the project was reached and four different genetic methods were tested and all were successful. Conventional PCR technique as well as sequencing was used in the project. Real-time PCR and genotyping on ABI3730 sequencing machine were also developed successfully. The most sensitive technique is the last one (genotyping on ABI3730). The last two methods have not been published to our knowledge in this purpose. We detected I. hoferi parasite both in hearts, kidneys and fresh fillets of the fish. The parasite could not be detected in cod. In future studies, these techniques may be used for research of the origin of the parasite in the herring feed and to determine the distribution of the parasite.

Skýrsla lokuð til 01-01-2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Markmið verkefnisins var að rannsaka virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu var sett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matis. Þar með er talin aðferð til að mæla ACE hindravirkni ásamt búnaði til einangrunar og hreinsunar á peptíðum. Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tof búnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinum virku þáttum. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskprótein gætu verið mikilvæg uppspretta peptíða með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkingu og aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu er hægt að þróa verðmætar fiskafurðir og heilsufæði.

The aim of this project was to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. During the project time methods and equipment to be able to do this were set up at Matis facilities. This includes method to measure ACE inhibition activity as well as filtration and fractionation units to isolate different fractions of peptides. Furthermore, peptides have been identified in the most active fraction by using HPLC and Maldi-ToF equipment in collaboration with the University of Iceland. With this extensive tool box of knowhow, equipment and facilities, development of valuable fish products and nutraceuticals from blood pressure-lowering peptides is possible. Thereby the value of the Icelandic natural resources in the sea can be increased.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Tilgangur tilraunanna var að finna bestu geymsluaðstæður fyrir fersk tilapíuflök með því að ákveða geymsluþol með skynmati, örverutalningum og eðlis- og efnafræðilegum mælingum. Nílartilapía (Oreochromis niloticus) alin í endurnýtanlegu vatnshringrásarkerfi var flökuð og pökkuð í 100% lofti og loftskiptum pakkningum 50% CO2: 50% N2 MA fyrir geymslu við 1˚C og -1˚C. Lýst er þróun QIM-einkunnaskala og skynmatseiginleikum ferskra og soðinna tilapíuflaka og notkun skalans í geymsluþolstilraun. Línulegt samband fannst milli gæðastuðuls og geymslutíma (r > 0.93) fyrir alla geymsluhópa. Niðurstöður skynmats og örverutalninga sýndu að flök sem pakkað var í lofti höfðu geymsluþol 13-15 daga við 1˚C og 20 daga við -1˚C. Við lok geymsluþols í loftpakkningum var heildarörverufjöldi og fjöldi pseudomonads örvera log 7 CFU/g í holdi. Í flökum í loftskiptum pakkningum var lagfasi lengri og heildarfjöldi örvera var undir log 4 CFU/g eftir 27 daga geymslu bæði við 1˚C og -1˚C. Samt sem áður höfðu loftskiptar aðstæður slæm áhrif á lit flaka skömmu eftir pökkun en litur flaka hefur veruleg áhrif á val kaupenda. Efnafræðilegar mælingar eins og TVB-N og TMA voru ekki góður mælikvarði á skemmd tilapiuflaka. Bestu geymsluaðstæður fyrir tilapíuflök er pökkun í lofti og geymsla við stöðugt lágt hitastig -1°C. Skýrsla þessi er byggð á helstu niðurstöðum úr meistaraprófsverkefni Cyprian Ogombe Odoli.

The main aim was to establish optimal storage conditions for fresh tilapia fillets by determining its shelf life by sensory and microbiological evaluation, as well as monitoring its physical-chemical properties. Nile tilapia (Oreochromis niloticus) farmed in recirculation aquaculture system was filleted and packaged in 100% air and 50% CO2: 50% N2 MA prior to storage at different temperature; 1˚C and -1˚C. This report further describes the development of a Quality Index Method (QIM) scheme and a sensory vocabulary for fresh and cooked tilapia fillets accordingly and application in a shelf life study. The application of the QIM scheme for tilapia fillets showed a linear relationship between QIM scores and storage time (r > 0.93) for all samples. The results from sensory analysis of cooked samples as well as microbial growth indicated that fillets packaged in 100% air had a shelf life of 13-15 days during storage at 1˚C and 20 days during storage at -1˚C. At the end of shelf life in 100% air packaged groups, TVC and pseudomonads counts reached log 7 CFU/g in flesh. In MA packaged fillets, the lag phase and generation time of bacteria was extended and recorded total counts below the limit for consumption (< log 4 CFU/g) up to 27 days of storage at both 1˚C and -1˚C. However, MA packaging affected negatively the colour characteristics of the fillets soon after packaging (as from d6) but colour is an important indicator of quality and a major factor in influencing retail purchase decisions. Chemical analyses (TVB-N and TMA) were not good indicators of spoilage of tilapia fillets in the present study. 100% air packaging at -1˚C storage temperature is the optimal storage conditions for fresh tilapia fillets. The report is based on the master thesis of Cyprian Ogombe Odoli.

Skoða skýrslu
IS