Skýrslur

The effect of liquid cooling at processing and different cooling techniques during transport of cod (Gadus morhua) fillets

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Hannes Magnússon, Lárus Þorvaldsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of liquid cooling at processing and different cooling techniques during transport of cod (Gadus morhua) fillets

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælitækni og áhrif hitasveiflna á gæði og geymsluþol þorskflaka. Eftirfarandi kælitækni var könnuð: Vökvakæling í pækli við vinnslu miðað við enga kælingu og áhrif hitasveiflna við geymslu í samanburði við stöðugt hitastig (-1°C). Auk þess voru könnuð áhrif þess að nota annars vegar ísmottur og hins vegar þurrís við geymslu flakanna. Fylgst var með breytingum á hitastigi með hitanemum á öllum stigum. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum í allt að 14 daga frá veiði (11 daga frá vinnslu og pökkun). Mismunandi meðhöndlun leiddi til mismunandi ferskleikatíma og geymsluþols samkvæmt skynmati. Hópar sem voru vökvakældir við vinnslu höfðu um 2-3 daga skemmra geymsluþol en flök sem ekki voru kæld á þennan hátt. Rekja mátti ástæður þessa til þess að kælipækillinn innihélt töluvert magn örvera m.a. skemmdargerilinn Photobacterium phosphoreum sem er mjög virkur framleiðandi á trímetýlamíni (TMA). Samanburður á vökvakældu flökunum sýndi að notkun á þurrís lengdi geymsluþol um 1-2 daga í samanburði við ísmottur. Geymsla við -1°C hafði ekki merkjanleg áhrif á ferskleikatíma og geymsluþol í samanburði við flök þar sem hitasveiflum var beitt samkvæmt skynmati. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru í samræmi við þessar niðurstöður.

The aim of the experiment was to investigate the effects of different cooling techniques and temperature fluctuations on the storage life of cod fillets. The following cooling techniques were studied: liquid cooling in brine at plant as compared to no special cooling at processing. The effect of real temperature (RTS) simulation during storage was compared to a steady storage temperature at -1°C. Additionally, the influence of using either dry ice or ice packs during storage was studied. The temperature history of each group was studied using temperature loggings. The samples were analyzed with sensory evaluation, microbial and chemical methods for up to 14 days from catch (11 days from packaging). The different treatments of the groups resulted in different lengths of freshness period and maximum shelf life according to sensory evaluation. Liquid cooling resulted in a 2-3 days shorter maximum shelf life than the group that was not receiving liquid cooling. This could be attributed to the fact that the cooling brine carried considerable amounts of microbes including the spoilage bacterium Photobacterium phosphoreum which is an active producer of trimethylamine (TMA). Comparison of the groups receiving liquid cooling showed that dry ice appeared to extend the shelf life of 1-2 days as compared to ice packs. Storage at -1°C did not have much influence on the freshness period or maximum shelf life. These results were confirmed by total volatile bases (TVB-N) and TMA analysis and microbial counts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, Böðvar Þórisson, Þorleifur Ágústsson, Björn Þrándur Björnsson, Guðbjörg Stella Árnadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Heildarmarkmið verkefnisins var að bæta eldistækni í þorskeldi með notkun nýrrar gerðar ljósa í því markmiði að stjórna kynþroska hjá þorski. Um er að ræða ljós sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann samanborið við halogen ljós sem hefðbundið eru notuð og hefur þessi nýja gerð ljósa reynst mjög árangursrík í forrannsóknum. Jafnframt var kannað hvort ljósastýring strax á seiðastigi gæti hugsanlega ýtt undir þessi áhrif í kvíaeldinu. Stöðug meðhöndlun með ljósunum á seiðastigi hafði ekki áhrif á vöxt seiðanna en vísbendingar voru um færri vaxtargalla seiða. Ljósastýring á seiðastigi virtist þó hafa neikvæð áhrif á vöxt fisksins eftir flutning í sjókvíar auk þess sem mikið var um óútskýrð afföll í þeim hóp. Ljósastýring fiska í kvíum hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu í sjókvíaeldi. Í verkefninu voru jafnframt þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðir til mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndist aðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna fram á samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormóna í blóði fiskanna í þessari rannsókn en aðferðin veitir mikla framtíðamöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraða villts þorsks. Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifum sjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningu botndýralífs undir kvíum. Vart varð víðtækra breytinga á tegundasamsetningu botndýra þrátt fyrir lítið álag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabil.

The overall aim of the project was to improve cod farming technology through delaying sexual maturation of cod by the use of a new lighting technology. The novel lights emit only one wavelength that is more effectively dispersed in water compared to the metal halogen lights traditionally used. Continuous manipulation using the novel light technology during the juvenile stage did not affect fish growth or survival. Indications of reduced frequency of deformities were however observed in this group. Light manipulation during the juvenile stage was furthermore found to negatively affect fish growth following transfer to sea cages and significantly higher unexplained loss of fish was observed in this group. Continuous light manipulation during on growing in sea cages resulted in significantly improved growth of the fish compared with fish exposed to ambient light. New methods were furthermore developed for measuring the concentration of growth hormones in cod. A relationship between fish growth and the concentration of growth hormones could not be established. The method however provides an important tool for future studies of the growth of e.g. wild cod. Detailed studies of species diversity in bottom layers below the sea cages were also carried out, revealing extensive changes in species composition during the three-year study.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Þessi skýrsla er þriðja ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04.2008 til 31.03.2009. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. rannsóknaráætlun ESB. Um er að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnisins er að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Þessar aðferðir verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It started in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in webbased software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods, and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The participants in the project are: Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Matvælasetur Háskólans á Akureyri

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Skýrslan er samantekt um aðferðir til greiningar á mismunandi gerðum vöðvafruma í lömbum. Í samantekt má segja að litanir hafi tekist vel og að unnt hafi verið með greinilegum hætti að aðskilja mismunandi gerðir vöðvaþráða í hrygg‐ og lærisvöðva lamba. Undanskilin er þó sú aðferð sem nýtt hefur verið til aðgreiningar á vöðvaþráðum af Gerð II í undirgerðirnar IIA og IIB, en í ljós kom að svörun með þeirri aðferð var ekki afgerandi og því rétt að benda á notkun annarra og nákvæmari aðferða.

Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. The report compiles methods used for identifying different types of cells in the muscle of lambs. The main results show that it is possible to distinguish different types of muscular fibers in lambs. Classification of the Type II fibers, based on their oxidative activity using the NADH‐TR method, however, proved inaccurate. More accurate methods such as the SDH method are therefore recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tillögur um stofnun smásölu‐fiskmarkaða á Íslandi / Public fish markets in Iceland – propositions

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Theresa Himmer

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Tillögur um stofnun smásölu‐fiskmarkaða á Íslandi / Public fish markets in Iceland – propositions

Af hverju tíðkast ekki hérlendis að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði? Ísland er þekkt fyrir mikil og væn fiskveiðimið og fiskafurðir af miklum gæðum. Af hverju er ekki gert meira út á upplifun í tengslum við fiskinn, bæði fyrir landsmenn og fyrir ferðamenn?  Margir eru áhugasamir um hugmyndina um fiskmarkað, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið hleypt í framkvæmd. Í þessum tillögum er farið yfir stöðu fiskmarkaða á Íslandi og hvað „smásölu fiskmarkaðir“ geta haft fram að færa.  Þá eru tekin dæmi um fiskmarkaði erlendis, farið yfir mismunandi leiðir að því að setja upp smásölufiskmarkaði og farið yfir megin skrefin sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað. Loks er tekið dæmi um ferli við frumhugmyndavinnu að stofnun smásölufiskmarkaðar í Reykjavík. Það er von höfunda að þessi samantekt kveiki áhuga á og stuðli að stofnun fiskmarkaða fyrir almenning víðs vegar um landið.  

There are currently no public fish markets in Iceland – why? Iceland is known for its rich fishing grounds and quality fish products. Why hasn’t the seafood experience been more exploited, for the Icelandic public as well as tourists? The idea of a public fish market greatest excitement among most people, however, it has not resulted in an up and running   market. In these propositions the current situation in Iceland is reviewed as well as what is to gain by creating and running public fish markets. Examples are taken from fish markets abroad, different scenarios are illustrated and important steps in the preparation process discussed. Finally, example is given on the first steps in idea generation for a public fish market in Reykjavik. The authors aim for these propositions to encourage the establishment of public fish markets all around Iceland. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Björn Margeirsson, Lárus Þorvaldsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS, TÞS, Rannsóknasjóður HÍ

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Frysting og þíðing grálúðu var rannsökuð með tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræði (CFD) líkönum.  Heilu bretti af hálf‐frosinni grálúðu var komið fyrir í frostgeymslu og lofthitastig og hitastig grálúðu á mismunandi stöðum á brettinu mælt með hitasíritum.  Tíminn, sem tók að frysta grálúðuna frá ‐10 til ‐5 °C undir ‐15 °C, var allt frá einum og upp í fjóra daga eftir staðsetningu á bretti. Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugu pokar, sem staflað var á bretti, rannsakaðir í hitastýrðum kæliklefum Matís og HÍ. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögð við aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úr frystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita.  Við niðurstöður tilraunanna voru bornar saman niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkst almennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í 12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um ‐26 °C í u.þ.b. ‐5 °C.  Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum á bretti úr ‐22,5 °C í allt frá ‐17 til ‐3 °C sem sýnir hversu óeinsleit hitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag. Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur við uppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega.   

Freezing and thawing of Greenland halibut was investigated with experiments and computational fluid dynamics (CFD) models.  A whole pallet of half‐frozen halibut was put in a frozen storage and ambient temperature and fish temperature at different locations in the stack monitored. The required freezing time from ‐10 – ‐5 °C down to ‐15 °C was one to four days depending on the location within the stack.    In the thawing experiments, both single, free standing halibut bags and twenty halibut bags stacked on a pallet, were investigated in an air climate chamber. The warm up of full‐frozen product was mapped under typical temperature conditions during unloading of products from freezer trawlers, i.e. at 10 – 20 °C ambient temperature. A good comparison between the CFD simulation and experimental results was obtained.  Fish temperature increased from ‐26 °C to ‐ 5 °C inside single bags when thermally loaded for 10 hours at 12.6 °C ambient temperature. Equally long temperature abuse for the whole pallet, initially at ‐22.5 °C, resulted in a very inhomogeneous temperature distribution from ‐17 to ‐3 °C.   The results from the CFD modelling showed that 10 m/s wind during unloading seriously accelerates thawing of frozen fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Irek Klonowski , Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Markmið verkefnisins var að auka verðmæti og nýtingu lifrar til niðursuðu, með því að þróa leið og vinnsluferil fyrir ensímhreinsun á himnu af lifur til að losa hringorma sem staðsettir eru á yfirborði lifrarinnar. Ennfremur var markmiðið að þróa aðferð og búnað til pækilsöltunar á lifur fyrir niðursuðu. Afrakstur og ávinningur verkefnisins fólst í þróun á tækni með ensímum sem er árangursrík til að losa um himnu og hringorma á yfirborði lifrar fyrir niðursuðu. Aköst vinnslunnar jukust og nýting jókst úr 60% í 80‐85%. Fjárfestingin telst arðbær og arðsemi heildarfjárfestingar (ROTA) skilar sér inn aftur innan fárra ára.

The aim of this project was to increase the profitability in the production of canned liver, by developing a process to remove the ringworms from the membrane at the surface of the liver with enzymes, before canning. Furthermore, to develop a process for brining of liver before canning. The yield and the profit of the project consisted of a development of a technique with enzyme which successfully remove membrane and ringworms from the surface of the liver before canning. The efficiency of the production increased along with the yield from 60% to 80‐85%. The investment is profitable and the return on total asset will be in a few years.

Lokuð skýrsla – Closed report

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituflegnar ufsaafurðir / Fat‐skinning of pollock

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Jónína Jóhannsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson

Styrkt af:

AVS

Fituflegnar ufsaafurðir / Fat‐skinning of pollock

Markmiðið með þessu verkefni var að kanna hvort auka mætti verðmæti með fitufláningu ufsaflaka. Með fitufláningu gæti verið hægt að skipta ufsaflaki í hvítt og verðmætt hnakkastykki og aukaafurðir sem eru sporðstykki, roð og brúnn afskurður.

Í verkefninu var:

• Kannaður gæðamunur á venjulegum og fituflegnum ufsaflökum með skynmati.

• Efnagreint brúna lagið sem er við roðið á ufsa en það var fláð af í verkefninu.  

• Kannaðar leiðir til nýtingar á aukaafurðum.

• Könnuð nýting við hefðbundna flökun og fitufláningu.

The objective of this project is to explore if it´s possible to increase the value of pollock when fat‐skinning it. When fat‐skinning pollock it is possible to split a pollock fillet into white fillet and by‐products like tail, skin and brown layer.

In this project was:

• Quality explored for normal pollock fillets and fat‐skinned pollock fillets.

• The brown layer we fat‐skinned from the fillet was analyzed.

• We explored how to yield the byproducts.

• Difference of normal filleting and fat‐skinning explored.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries and agriculture

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2007. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inn í eyðurnar. Árið 2007 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, auk þungmálma og annarra snefilefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized in a risk assessment and gathering reference data. This report summarizes the results obtained in 2007 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long-term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of years. In 2007 data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDE, PAH, as well as trace elements and heavy metals in the edible part of fish, fish liver, fish oil and fish meal for feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Markmið verkefnisins var að þróa brauðmeti, kex og aðrar vörur eingöngu úr íslensku hráefni. Farið var í það að þróa hafrakex úr byggi. Reynt var að hafa eins hátt hlutfall af íslensku hráefni í uppskriftunum og mögulegt væri. Framleiddar voru átta tegundir af kexkökum. Þrjár þeirra voru valdar út og settar í neytendakönnun þar sem 120 manns tóku þátt. Marktækur munur fannst á tveimur þeirra bæði hvað varðaði heildareinkunn og það hvort að neytendur gátu hugsað sér að kaupa vöruna. Neytendunum var skipt upp í tvo hópa eftir neyslu þeirra á hafrakexi. Þeir sem borðuðu hafrakex tvisvar sinnum í mánuði eða oftar greindu mun á vörunum þremur og gáfu þeim hærri heildareinkunn heldur en þeir sem borðuð hafrakex sjaldnar en tvisvar sinnum í mánuði. Varan sem neytendum líkaði best við var með 67,2 % af íslensku hráefni, þar af 6,2% byggmjöl. Hins vegar var það sýni sem neytendum líkaði verst með 67,4% af íslensku hráefni, þar af 9,1% byggmjöl. Svo virðist sem eitthvert hámark sé á því hversu mikið byggmjöl má nota í kexkökurnar. Markhópurinn fyrir hafrakex með byggi eru þeir neytendur sem borða hafrakex reglulega þar sem niðurstöður sýndu að þeim líkaði í heildina betur við allar kextegundirnar.

The aim of the project was to develop bread, biscuit and other products exclusively made from Icelandic raw material. Digestive biscuits made from barley were developed. The ratio of the Icelandic raw material in the recipes was kept as high as possible. Eight types of biscuits were produced. A consumer study with 120 participants was carried out and three biscuits were chosen out of the eight in the beginning. Significant differences were found between two products regarding the overall liking of the products and if the consumer could envision that he was going to buy the product. The consumers were divided in to two groups regarding their own consumption of digestive biscuits. Those who consumed digestive biscuits two times or more per month could distinguish a difference between the three products and gave them higher scores on the overall liking then the consumer who consumed digestive biscuits rarer than two times per month. The product that the consumers liked the most had 67.2 % Icelandic raw material, thereof 6.2% barley. However, the product that the consumers liked the least had 67.4% Icelandic raw material, thereof 9.1% barley. It seems that there is some limit to how much barley can be used in the recipes for the biscuits. The target consumer group for digestive biscuits with barley are the consumers that eat digestive biscuits regularly as the finding of this study showed that they overall liked all the biscuits more.

Skoða skýrslu
IS