Skýrslur

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, Margrét Bragadóttir, Haraldur Einarsson, Höskuldur Björnsson, Sveinbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða samsettar beitur fyrir línuveiðar úr vannýttu hráefni með nýþróaðri snjótækni sem fengist hefur einkaleyfi fyrir. Efnasamsetning beituhráefnis og notkun þörunga sem þráavörn í beitu var skoðuð, auk þess sem framkvæmdar voru veiðitilraunir. Í tengslum við verkefnið var beitningavél hönnuð og smíðuð og tilraunir sem gerðar voru með hana vorið 2007 enduðu með 97% beitingu. Notkun þörunga sem andoxunarefni í beitu skilaði ekki miklum árangri. Beitan var töluvert þránuð strax í upphafi geymslutilraunar svo líklegast náðu þörungarnir ekki að virka sem skildi. Íshúðun með C-vítamíni virtist gefa einhverja vörn, þó svo lofttæmdar umbúðir skipti mestu máli. Töluvert af tilraunum sem voru gerðar á beitunni miðuðu að því að bera beituna saman við hefðbundna beitu úr sama efni. Yfirleitt fékkst minni afli á pokabeituna sem rekja má að hluta til geymslu, en vanda þarf meira til geymslu á pokabeitu en hefðbundinni beitu. Þessar tilraunir miða að því að athuga hvort pokabeitan virki að einhverju leyti fráhrindandi á fisk sem nálgast hana. Við túlkun á niðurstöðum verður hins vegar að hafa í huga að nota má hráefni í pokabeitu sem ekki er hægt að nýta í hefðbundna beitu, betri nýting fæst á beituhráefni og líklega er best að pokabeitan fari frosinn í sjóinn. Undir lok verkefnisins bentu veiðitilraunir til þess að pokabeita gæfi svipaða veiði og hefðbundin beita. Í síðustu veiðiferðinni sem farin var í nóvember 2006 fékkst betri ýsuafli á pokabeitu en venjulega beitu, en galli á uppsetningu tilraunar rýrir nokkuð sannleiksgildi niðurstöðunnar. Auk þess gaf C-vítamínbætt pokabeita heldur meiri afla en pokabeita án C-vítamíns.

The aim of the project was to develop and produce effective bait for long line fishing from under-utilized raw material using newly developed snow technology that has been patented. The chemical composition of bait raw material and the use of seaweed as an antioxidant in the bait were studied and fishing experiments were done. In connection with the project a baiting machine was designed and produced. Experiments using the machine gave 97% of baited hooks. The use of seaweed as an antioxidant was not successful. The antioxidant activity of the seaweed was probably limited because the bait raw material was already oxidized in the beginning of the storage study. Icing the bait with vitamin C did give some protection although the most important factor seems to be the vacuum packaging. The aim of the fishing experiment was to study the attractiveness of the artificial bait. Most of the fishing experiments were done by studding the artificial bait against the traditional bait using the same raw material. The catch was often less from the artificial bait compared to traditional bait. This can possibly be explained by lower storage stability of the artificial bait due to oxidation. Using artificial bait mainly based on waste from fish processing plants and/or pelagic fish instead of expensive traditional bait material is however promising. The latest fishing experiments showed better results given similar catch for both the artificial and traditional bait. In the last experiment in November 2006 the haddock catch was better for the artificial bait that the traditional bait although it has to be mentioned that the experimental design was incomplete. Artificial bait with vitamin C added gave also better result than the artificial bait without vitamin C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Útgefið:

01/10/2007

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Upplýsingar um fiskneyslu og kauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum

Verkefnið “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” hefur m.a. að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Spurningalistar um ýmis atriði varðandi fiskneyslu og kauphegðun ungs fólks voru lagðir fyrir 14 fisksala og fimm veitingamenn á höfuðborgarsvæðinu í lok ársins 2005. Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar er byggja á upplýsingum þessara aðila og skoðunum þeirra á fiskneyslu ungs fólks. Sumir fisksalanna lýstu áhyggjum sínum varðandi útboðslýsingar fyrir leik- og grunnskólana í Reykjavík, sem kom síðar í ljós að voru ekki nægjanlega góðar og skýrar, en afar mikilvægt er að hafa skilmerkilegar skilgreiningar á því hvað ferskt hráefni sé. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að sumir fisksalar sögðust vita af dæmum þar sem foreldrar eru hættir að elda fisk heima þar sem börn þeirra fái hann í skólanum. Spurningar sem þá hljóta að vakna eru: Hvernig fiskur er í skólum? Borða krakkarnir fiskinn í skólanum? Misjafnt virðist vera hvað fólki finnst fiskurinn dýr. Meirihluta fólks finnst hann of dýr og eru dæmi um að það beri verð á fiski saman við aðrar matvörur. Þeir fisksalar sem eru með “sælkerafiskbúðir”, þ.e. eru nánast eingöngu með tilbúna fiskrétti, segjast þó ekki finna fyrir því að fólk kvarti undan verðinu. Fólkið sem kemur til þeirra veit að hverju það gengur og er tilbúið að borga fyrir það. Úr svörunum frá veitingahúsunum er ljóst að sala á fiskréttum hefur aukist með árunum. Flestir fisksalar og veitingahúsaeigendur eru sammála um að öll auglýsing á fiski og sjávarréttum sé af hinu góða.

There is a consensus that fish and other seafood contain nutrients that have a positive effect on public health and consumption should thus be promoted. The overall objective of the project Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood is to find ways to increase seafood consumption. This report discusses a particular survey, which was carried out in the project with the aim of gaining information about the purchasing and consumption behaviour, as well as preferences especially of young consumers, with regard to seafood. Fishmongers, restaurateurs and caterers and others who have the occupation of dealing in fish and seafood, are among those believed to possess valuable information about consumer behaviour in this respect. In order to tap into this data, a questionnaire was devised and 14 fishmongers, chosen by random selection, were visited and interviewed. The same questionnaire was also used to gain information from randomly selected restaurants that offer seafood, as well as managers at preschool- and compulsory school canteens. The many issues brought up by the questionnaire included purchasing behaviour, quality, preferences, pricing etc. Some fishmongers voiced complaints about how Reykjavik City Treasury handled tendering procedures, especially the manner in which tender specification with regard to seafood for preschool- and compulsory school canteens has been carried out. The fishmongers claimed that the tender specifications regarding quality, freshness etc. were incomplete. Following these complaints, an informal investigation into the matter revealed that the criticism had some valid grounds.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Dried fish as health food

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS-rannsóknasjóður, (AVS-Fund)

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Dried fish as health food

Eitt meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Megin niðurstaða verkefnisins er að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Niðurstaðan er að harðfiskprótein eru af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski sem bæði heilsusamlegum mat og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það var mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) nema í selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to provide information of the quality in Icelandic dried fish to be of benefit for all producers in Iceland. The main results showed that dried fish was a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared to the amino acids in eggs. It was concluded that the proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. It is important to analyze better the salt content in dried fish and reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, which salt content is rather high. The trace elements in dried fish showed minimal content, except for selen where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Þessi skýrsla er hluti af AVS verkefninu “Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða – Áhættusamsetning og áhætturöðun”. Markmið hennar er að veita ítarlega og aðgengilega samantekt á þeim upplýsingum sem tiltækar eru um fiskneyslu Íslendinga, og byggir á upplýsingum sem aflað var í viðhorfs- og neyslukönnun AVS verkefnisins “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” sem gerð var árið 2006. Fengið var landsúrtak fólks á aldrinum 17-49 ára frá Hagstofu Íslands og alls bárust svör frá 2198 manns. Niðurstöður er vörðuðu heildarfiskneyslutíðni, neyslutíðni fisktegunda og -afurða, hlutfallslega neysla feitra og magurra fisktegunda voru skoðaðar m.t.t. aldurs, kyns og búsetu. Einnig voru viðhorf fólks til hollustu og áhættu fiskneyslu könnuð. Þrátt fyrir að fólk virðist almennt vel upplýst og sannfært um hollustu og öryggi sjávarfangs er fiskneysla minni en ráðlagt er. Fólk í elsta aldurshópnum (40-49 ára) borðar fisk 1,9 sinnum í viku að jafnaði en fiskneysla er minni í yngsta aldurshópnum (17-29 ára) eða 1,3 sinnum í viku. Íslendingar borða hvað mest af mögrum fiski á borð við ýsu og þorsk, og það má áætla að 50% fisks sem við borðum sé magur, um 25% meðalfeitur en um 20% feitur fiskur eins og t.d. lax, silungur og síld. Neysla á pökkuðum, tilbúnum fiskréttum, kældum og frystum var óveruleg og minna en 10% fólks borða þessa rétti einu sinni í mánuði eða oftar. Hinsvegar borða 30% fólks hálf-tilbúna kælda fiskrétti úr ferskfiskborði einu sinni í mánuði eða oftar. Nokkur munur var á neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir aldri. Val yngra fólks er ekki eins fjölbreytt og þeirra sem eldri eru, og yngra fólk borðar oft ekki fisktegundir og -afurðir sem eldra fólk hefur vanist, eins og t.d. marineraða síld og kavíar. Stór hluti yngsta aldurshópsins borðar skyndibita tvisvar í viku eða oftar. Töluverður munur er á neyslu fólks eftir búsetu. Fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar sjaldnar fisk, fólk á landsbyggðinni borðar frekar hefðbundnar fisktegundir eins og ýsu, en langtum oftar frosinn fisk og saltfisk. Höfuðborgarbúar borða hinsvegar oftar hálf-tilbúna fiskrétti úr ferskfiskborði.

The beneficial effects of fish on health are well known. Access to accurate information about fish consumption, fish species and -products, the percentage of lean vs fat fish species is very important in order to estimate the value and safety of Icelandic seafood products. This report is a part of the project Food safety and added value of Icelandic seafood products, funded by the AVS Fund of the Ministry of Fisheries in Iceland. The aim of this report is to provide detailed overview of the available information on fish consumption in Iceland. The information was collected in the project Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood, an attitude and consumption survey in 2006 which was funded by AVS. A representative sample of the population in Iceland was provided by Statistics Iceland and answers from 2198 people 17-49 years were received. Results concerning total fish consumption frequency, fish species and -products, the relative consumption of fat vs lean fish species, attitudes towards the wholesomeness and risks of fish consumption were analyzed with regard to age, gender and residence. Although, people are generally well informed and convinced that seafood is wholesome and safe, fish consumption is below recommendations. People in the oldest age group (40-49 years) consume fish 1,9 times per week on average, but the youngest age group (17-29 years) consumes even less fish, only 1,3 times per week. Lean fish species, such as haddock and cod, is the most popular and it can be estimated that more than half of the fish consumed is lean, approx. 25% medium fat species but only 20% fat fish species such as salmon, trout and herring. Consumption of packed fish meals, chilled and frozen, is very low, less than 10% consume such products once a month or more frequently. However, 30% consume chilled ready-to-cook fish meals bought from fishmongers or fresh fish counters at supermarkets. Differences in consumption of fish species and -products were observed with age, the preferences of younger people tended to be more limited range and they often did not consume some of the fish species and -products which older people were accustomed to, such as marinated herring and caviar. Differences in consumption were also observed depending on residence. People in the capital area are likely to consume fish less frequently, whilst people living in the countryside are more inclined to prefer traditional fish species such as haddock, but much more often frozen- and salted fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi. Talsverð áhersla hefur verið lögð á á að finna leiðir til að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri selja. Hefur þessi vinna einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum. Í þessu sambandi má nefna áætlanir um meltuvinnslu úr slógi til fóðurgerðar, en þær tilraunir voru komnar vel á veg um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Segja má að vandamálið við vinnslu slógs sé tvíþætt. Slógið skemmist mjög hratt, sem veldur því að erfitt er að nýta það í vissar afurðir. Í öðru lagi er flutningskostnaður hár miðað við verðmæti þeirrar vöru sem unnin er úr slógi. Mjög misjafnt er eftir aðstæðum á hverjum stað hvernig losun slógs er háttað, en vaxandi áhersla á umhverfismál á undanförnum árum hefur kynt undir gamlar hugmyndir um nýtingu slógs.

In recent years, a considerable effort has been made to ensure a proper disposal of viscera from fish processing. The emphasis has been on processes that could return a marketable product. In the late 20th Century a lot of this work was focused on silage production. There are mainly two major problems with regard to the processing of viscera: Firstly, viscera spoils very rapidly, which makes it difficult to use in many products. Secondly, the cost of transportation is very high compared to the value of the products processed from viscera. Handling of viscera is very diverse in different places but increased emphasis on environmental issues has raised the issue of utilization again.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið hjá Vísi hf. og Þorbirni hf og tengsl nýtingar og gæða við veiðisvæði, veiðitíma, veiðiskip, kælingu um borð og breytingu á verkunarferli metin. Í ljós kom að veiðisvæði hafði marktæk áhrif á vinnslunýtingu en munur á verkunarnýtingu og gæði eftir veiðisvæðum var minni. Sveiflur í verkunarnýtingu og gæðum reyndust árstíðabundnar og einnig var munur á milli ára. Breytingar á kælingu um borð, þ.e. notkun vökvaís í stað flöguís um borð reyndist ekki hafa marktæk áhrif á fyrrnefnda hætti. Aftur á móti bættu breytingar á verkunaraðferð, þ.e. sprautun, bæði nýtingu og gæði. Efni skýrslunnar var hluti af verkefninu „Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks“.

Analysis of data collected by the fisheries companies Vísir and Thorfish revealed the effects of fishing grounds, season, fishing vessels, chilling methods on board and salting procedure on yield and quality of salted products. Effects of fishing grounds on processing yield were significant but curing yield and quality were less influenced. Variation in curing yield and quality were seasonal and differences between years were observed. Changes in chilling methods on-board, i.e. use of liquid ice instead of flake ice did not affect yield and quality of salted products. On the other hand, changes in the salting procedure did, when injection was added as the initial step in the process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Sasan Rabieh, Ernst Schmeisser, Eva Yngvadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry for the Environment (Umhverfisráðuneytið)

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2005 og 2006. Markmiðið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafði umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin voru mæld á Rf og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafrannsónastofnunarinnar í mars 2006 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2005. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2005 and 2006. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. The Icelandic Fisheries Laboratories (IFL) (now Matís) is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at IFL/Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2006 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2005. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Valur N. Gunnlaugsson, Jónína Ragnarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Þessi skýrsla lýsir niðurstöðum myndgreiningar á þorski. Metin voru áhrif kæliaðferða eftir veiði á vöðvabygginu þorsks. Ekki var hægt að greina mun á flökum eftir því hvort fiskurinn hafði verið geymdur í vökvaís eða flöguís í lest eða verið kældur sérstaklega á dekki. Fylgst var með breytingum á vöðvanum við saltfiskverkun og áhrif af sprautun metin. Við söltun drógust frumur saman og millifrumubil jókst. Greinilegur munur var á flökum eftir því hvort þau voru sprautuð eða ekki. Við útvötnun dró aftur úr mun vegna sprautunar.

Results from image analyses on cod are discussed in this report. The effects of chilling methods after catch on microstructure of cod fillets were also evaluated. No significant effects were observed, neither when extra chilling was added on deck nor with regard to different ice types (liquid ice/flake) used for storage of the fish. Changes in the fish muscle during heavy salting were examined and the effects of injection as the initial step in the process studied. During salting muscle cells shrank and the ratio of extracellular fluid increased. Significant effects of injection were observed after salting but during rehydration the difference decreased again.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Valur Norðri Gunnlaugsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson

Styrkt af:

Rannsóknarsjóður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka áhrif háþrýstings (400-900 MPa) á dauða bakteríunnar Listeria monocytogenes og gæðaþætti (myndbyggingu, áferð og lit) í kaldreyktum laxi eftir meðhöndlun í 10, 20, 30 og 60 sekúndur. Áhrif á heildarfjölda loftháðra baktería, mjólkursýrugerla og Bacillus gróa voru einnig rannsökuð. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, önnur í Júlí 2005 og hin í Nóvember 2006. Rannsóknin sýndi að meðhöndlun með háþrýsting í stuttan tíma væri árangursrík til að bæta gæði og öryggi kaldreyktra afurða. Vegna breytinga í útliti og áferð afurðanna er þörf á frekari rannsóknum. Þessi nýja aðferð lofar góðu til að mæta kröfum um lengra geymsluþol á reyktum laxi. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir iðnaðinn, vegna þeirrar nýjungar að nota háþrýsting í stuttan tíma (sekúndur) til að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi og auka þannig geymsluþol þessarar verðmætu afurðar.

The main object of this research was to study the effects of high pressure processing (400-900 MPa) on the survival of Listeria monocytogenes and the characteristics (microstructure, texture and colour) of cold smoked salmon when it was processed for 10, 20, 30 and 60 seconds. The changes in counts of total aerobic bacteria, lactic acid bacteria and Bacillus spores were also studied. Two experiments were carried out, one in July 2005 and the second in November 2006. It is concluded here that the combination of high pressure and short time treatment is very effective to improve the quality and safety of cold smoked products. However, because of the changes in the visual appearance and texture, further studies are necessary. This new development is promising to meet requirements for prolonged shelf life of ready-to-eat cold smoked salmon with high microbiological quality and safety. This study is of high industrial relevance because it combines the innovative approach of using high pressure processing for short time (seconds) to reduce the number of Listeria in cold smoked salmon and thereby extend the shelf life of this valuable product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í hverum í Krísuvík og Gunnuhver á Reykjanesi: Rannsókn unnin vegna Rammaáætlunar um nýtingu á jarðvarma á háhitasvæðum

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Tengiliður

Steinunn Ásbjörg Magnúsdóttir

Verkefnastjóri

steinunn.magnusdottir@matis.is

Lífríki í hverum í Krísuvík og Gunnuhver á Reykjanesi: Rannsókn unnin vegna Rammaáætlunar um nýtingu á jarðvarma á háhitasvæðum

Þessi rannsókn á lífríki í hverum á Krísuvíkursvæðinu er þriðja lífríkisúttektin sem framkvæmd er innan Rammaáætlunar, en þær tvær fyrri fjölluðu um lífríki í hverum á Hengilssvæðinu og á Torfajökulssvæðinu.

Áhersla var einkum lögð á hverasvæðið í Seltúni þar sem sýnataka var sameiginleg með jarðefnafræðingum Jarðvísindastofnunar sem var fyrsta skref í þverfaglegri nálgun á viðfangsefninu sem vonir eru bundnar við, en er þó enn á frumstigi. Önnur svæði sem reynt var að kanna voru hverir við Austurengjahver og svæðið við Gunnuhver á Reykjanesi. Hitastig í hverunum í Seltúni var á bilinu 53-93°C og ennfremur er greint frá einu jarðvegssýni sem tekið var við lægra hitastig eða 34°C. Sýrustig í hverunum í Seltúni var á bilinu pH 2,5-6. Hitastig í hverunum við Austurengjahver var á bilinu 50-75°C og sýrustig pH 2,4 – 4,3. Hitastig í hverunum við Gunnuhver mældust á bilinu 70-90°C og sýrustig pH 3,8 – 4,2. Alls voru tekin þrettán sýni á ofangreindum svæðum og tókst að einangra DNA úr sjö þeirra. Ekki tókst að ná DNA úr sýnunum við Austurengjahver. Kjarnsýrumögnun á 16S rRNA sem er tegundagreinandi gen dreifkjörnunga tókst á sex sýnum. Mögnun fékkst úr öllum þessum sýnum með sérvirkum raunbakteríuvísum, en þremur með fornbakteríuvísum.

Alls fengust 304 raðgreiningar á raunbakteríutegundum á svæðinu sem kennt er við Seltún. Þessar tegundir dreifast á 26 tegundir sem dreifast aftur á 10 fylkingar. Frumbjarga tegundir Aquificeae fylkingarinnar hýsa rúmlega 80% raðgreininganna og teljast því ríkjandi í þessum sýnum og eru frumframleiðendur í vistkerfi hveranna. Fimm tegundir innan þessarar fylkingar fundust í sýnunum úr Seltúni. Aðrar tegundi greinast aðallega til mismunandi hópa Proteobaktería (13%) en þær eru afar sundurleitur hópur. Aðrar tegundir sem fundust eru fámennar og skipta hér minna máli. Alls fékkst 81 raðgreining fornabakteríutegunda af Seltúnssvæðinu. Flestar þeirra eða rúm 90% flokkast til Thermoplasmatales innan fylkingar Euryarchaeota, en þetta er hita- og sýrukær tegund. Aðrar fornbakteríur í sýnunum í Seltúni flokkast til Chrenarchaeota fylkingarinnar flestar til ættar Desulfurococcales.

Alls fengust 56 raunbakteríuraðgreiningar úr hverunum við Gunnuhver. Langflestar þeirra (um 70%) flokkast til frumbjarga fylkingar Aquificeae, en um 30% til mismunandi hópa Proteobaktería. Fornbakteríur í Gunnuhver eru einsleitar þar sem þær eru allar af ætt Sulfolobales sem er afar hitaog sýrukær hópur. 1 Í heild má segja að svæðið við Seltún sýni dæmigert mynstur jaðarvistkerfis þar sem ein tegund er ríkjandi og aðrar tegundir dreifist á ýmsar fylkingar. Útreiknaður líffræðilegur fjölbreytileiki í sýnunum var tiltölulega lágur eða á bilinu 1,0-2,0. Til samanburðar má geta þess að sami stuðull útreiknaður fyrir sýni af Torfajökulssvæðinu og á Ölkelduhálsi var á bilinu 1,1-4,7. Umhverfisaðstæður hita- og sýrustigs í Seltúni og í Gunnuhver eru ekki á jaðrinum, heldur er líklegt að efni og efnasambönd í hverunum og leirinn geti haft áhrif á fjölbreytileika lífríkisins, þ.e. hvaða tegundir fá þrifist og hverjar ekki.

Sjaldgæfar tegundir sem áttu einungis fjarskylda ættingja í Genbank fundust m.a. í Seltúnssýnunum. Þarna er þó í flestum tilvikum aðeins um 1-2 fulltrúa viðkomandi tegundar að ræða. Þessar fjarskyldu tegundi flokkuðust allflestar undir fylkingar Proteobaktería og Acidobaktería.

Matís – Prokaria mun að öllum líkindum halda áfram að vinna að sýnatöku og tegundagreiningum á Krísuvíkursvæðinu. Ætlunin er að taka þær niðurstöður með í lokasamantekt yfir lífríki í hverum á Íslandi á síðasta ári Rammaáætlunar.

Skoða skýrslu
IS