Þróun einfrumupróteins úr trjáviði til notkunar í fóður fyrir eldislax

Heiti verkefnis: SYLFEED

Samstarfsaðilar: Arbiom, Bio Base Europe - Pilot plant, Norske Skog Golbey, Skretting, Processum, Prayon, Laxá Fishfeed, NORSUS, Biopress Pilot Facility

Rannsóknasjóður: Horizon 2020

Upphafsár: 2017

Þjónustuflokkur:

Fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Markmið verkefnisins SYLFEED er að þróa og hanna virðiskeðju til framleiðslu á próteini úr skógarafurðum.

Afurðin verður notuð sem hágæða prótein í fiskafóður til þess að stemma stigum við vaxandi innflutningi á sojavörum til Evrópu frá Suður-Ameríku.

Skógarafurðirnar eru brotnar niður með ensímatískum- og efnaaðferðum niður í sykrur, og sykrur notaðar sem æti fyrir próteinríka myglusveppi sem verða notaðir sem fóðurhráefni fyrir fisk.