Próteinauðgun hliðarstrauma með tribo-electrostatic aðskilnaðartækni

Heiti verkefnis: TriboTec

Samstarfsaðilar: DIL, Pro lupin, Napiferyn Viotech, Tækniháskólinn í Munchen (TUM)

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

TriboTec: Umhverfisvænt ferli sem notar litla orku. 

Þetta nýstárlega ferli, tribo-electrostatic separation, er ekki enn notað í matvæla- og fóðurgeiranum. Markmiðið er að innleiða þessa tækni með hjálp beltaskilju frá samstarfsaðila okkar ST Equipment & Technology fyrir matvæli og fóður og aðgreina valin hráefni niður í brot sem eru auðug af próteini, kolvetnum og trefjum. 

Fókusinn er á próteinauðgun hliðarstrauma úr lúpínu, repju og sólblómaolíu. 

Brotin sem framleidd eru með TriboTec ferlinu eru borin saman við hefðbundin hráefni á borð við sojaprótein. Próteinbrot verða notuð í fóðrunarrannsóknum á laxi þar sem á meðal annars að athuga meltanleika, vaxtarmöguleika og velferð. Að lokum er lagt mat á próteinvirkni ásamt tæknilegu, vistfræðilegu og efnahagslegu mati á tækninni til að markaðssetja hana og skyldar vörur eftir að verkefninu lýkur.

Sjá nánar.