Skýrslur

Krakkar Kokka: Prófun á skemmtimennt til aukinnar þekkingar og áhuga ungra nemenda á mat og matvæla- framleiðslu

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Rakel Halldórsdóttir Matís, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís og HÍ

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Krakkar kokka er verkefni sem hefur verið í þróun hjá Matís frá 2017 sem skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.  Krakkar kokka var þróað út frá þeirri hugmynd að leikskólar og grunnskólar gætu nýtt verkefnið á auðveldan og áhrifaríkan hátt til kennslu um sjálfbærni og næringu matvæla í gegnum skemmtun og menntun (skemmtimennt). Verkefnið Krakkar kokka var fyrst prufukeyrt haustið 2018 í Skagafirði í Grunnskólanum austan vatna og í Varmahlíðarskóla. Árið 2020 var Krakkar kokka tengt Evrópuverkefninu WeValueFood, sem hafði það m.a. að markmiði að auka matarvitund, -áhuga og -þekkingu evrópskra barna.

Alls byrjuðu sex skólar innan og utan höfðuðborgarsvæðisins t í verkefninu í samvinnu við Matís og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Börn á aldrinum 11-12 ára lærðu þar um nærsamfélagsneyslu og sjálfbærni í gegnum skemmtimennt (Krakkar Kokka), sem tvinnar saman fræðslu, vettvangsferðir til hráefnaöflunar, matreiðslu og neyslu, auk heimildamynbandsgerð. Áhrif námsefnisins voru metin með spurningalista sem lagður var fyrir börnin fyrir og eftir skemmtimenntunina, og með viðtölum við kennara.

Vegna Covid-19 voru fjórir skólar af sex sem unnu verkefnið, og einungis einn skóli náði að klára innan tímaramma. Þó mátti merkja jákvæðar vísbendingar um breytingar, þar sem börnin sýndu matartengdu efni meiri áhuga eftir verkefnið, auk þess sem þau reyndu frekar að minnka matarsóun og tóku frekar eftir upplýsingum tengdum mat sem er framleiddur í nærumhverfinu. Kennarar voru almennt ánægðir með námsefnið og höfðu áhuga á að nota það áfram.

Verkefnislýsing Krakkar kokka fyrir skóla og myndbönd skólabarna frá framkvæmd verkefnisins er aðgengilegt á vefsíðu Matís: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, sem styrkt var af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food, var tveggja ára samstarfsverkefni nokkurra evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja. Auk Matís í samstarfi við Háskóla Íslands, komu að verkefninu Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss. Verkefninu í held var stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
____

Krakkar kokka (e. Kids Cuisine) is a project that has been in development at Matís since 2017 as a step towards reaching the sustainability goals of the United Nations. Krakkar kokka is designed from the viewpoint that primary schools can easily and effectively use the project in education on health, well-being and sustainability, through entertainment and education, combined in edutainment.

The first testing of the implementation of the project took place in the northern part of Iceland (Skagafjordur) during the school year 2018-2019. In autumn 2020, the project implementation was tested again, including evaluation of children´s food engagement and teacher´s feedback, as a part of the European project WeValueFood, that aimed at increasing European children’s food awareness, interest and knowledge.

A total of six schools within and outside the capital area participated in the project in collaboration with Matís and the University of Iceland’s Faculty of Education, where 11-12 year old children learned about local consumption and sustainability through edutainment (Krakkar Kokka). The concept was straight forward, combining education, field trips to gather raw material, cooking and consumption, as well as documentary filmmaking of the process. The impact of the curriculum was assessed with a questionnaire administered to children before and after the edutainment, together with interviews with teachers.

Due to Covid-19, four schools out of six completed the project, and only one school managed to finish within the time frame. However, positive signs of change could be seen, as the children showed more interest in food-related topics after the project, as well as they tried to reduce food waste and paid more attention to information related to food produced in the local environment. Teachers were generally satisfied with the learning material and were interested in continuing to use it.

Project description of the Krakkar kokka project for schools and videos of school children from the implementation of the project are available on Matís’ website: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food. It was a two year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Virtual reality in teaching / Sýndarveruleiki í kennslu

Útgefið:

29/12/2022

Höfundar:

Þóra Valsdóttir Matís, Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Svava Sigríður Svavarsdóttir HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Börn eru yfirleitt áhugasöm um nýja tækni og opin fyrir nýrri þekkingu, svo framarlega sem hún er sett fram á áhugaverðan hátt. Framkvæmd var íhlutunarrannsókn sem hafði það að markmiði að meta hvort sýndarveruleikamiðað fræðsluefni hafi meiri áhrif á nám og viðhorf barna á aldrinum 12-13 ára en hefðbundnari leiðir til að kynna efnið. Íhlutunin fól í sér fyrirlögn á nýju kennsluefni í sex grunnskólum þar sem lögð var áhersla á heilsusamlegt matarræði til að stuðla að eigin heilbrigði sem og jarðarinnar. Kennsluefnið innihélt glærupakka, sýndarveruleikamyndband og verklegar æfingar. Íhlutunin gekk undir vinnuheitinu “Tómataverkefnið” þar sem þemað var tómatar. Lögð var áhersla á sjálfbærni, uppruna matvæla, matvælatækni, matvælaframleiðslu, matarsóun o.fl. í tengslum við tómata. Spurningalisti var lagður fyrir börnin, bæði fyrir og eftir íhlutun, til að mæla áhrif kennsluefnisins á nám og viðtöl tekin við kennara að íhlutun lokinni til að meta gagnsemi kennsluefnisins í kennslu.

Niðurstöður íhlutunarinnar bentu til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu geti aukið áhuga á matvælum og stuðlað að jákvæðum breytingum á viðhorfi barna til hollara og heilbrigðara matarræðis. Á heildina litið var ánægja með kennsluefnið meðal kennara, þeir kennarar sem höfðu notað sýndarveruleikagleraugun voru áhugasamastir. Íhlutunin sýndi einnig fram á að hægt er að samþætta notkun  sýndarveruleika við kennslu á öðru formi. Jákvæð námsupplifun og aukinn áhugi á hollu mataræði þ.m.t. á að borða tómata, kom fram í öllum tilvikum, óháð gerð kennsluefnis. Einnig voru kennarar ánægðir með kennsluefni sem innihélt svo fjölbreytt úrval hugtaka sem hægt var að sameina í þemanu og hvernig hægt væri að samþætta fræðilegt og hagnýtt nám. Reynsla kennara var sú að hægt væri að fara yfir mikið efni á tiltölulega stuttum tíma.
_____

Children are generally excited about new technology and open to consume knowledge if it is made interesting to them. An intervention study was performed which goal was to assess whether virtual reality-based educational material has a greater impact on children’s learning and attitudes than more traditional ways of presenting the material. The intervention involved the introduction of new teaching materials in six primary schools where the emphasis was on healthy eating for one’s own well-being and as well as of the planet. The teaching material included a slide pack, a virtual reality video and practical exercises. The intervention went under the working title “The Tomato Project” as the theme was tomatoes. Emphasis was placed on sustainability, food origin, food technology, food production, food waste, etc. in relation to tomatoes. The children filled in a questionnaire before and after the intervention to measure the effect of the teaching material on learning and interviews were conducted with teachers to evaluate the usefulness of the teaching material in teaching.

The results of the intervention indicated that the use of virtual reality in education can increase interest in food and contribute to changes in children’s attitudes towards healthier and healthier diets. Overall, there was satisfaction with the teaching material among teachers, those teachers who had used the virtual reality glasses were the most interested. The intervention also demonstrated that the use of virtual reality can be integrated with teaching in other forms. Positive learning experiences and increased interest in healthy eating, including eating tomatoes, were observed in all cases, regardless of the type of teaching material. Teachers were also pleased with the teaching material that contained such a wide range of concepts that could be combined in the theme and how theoretical and practical learning could be integrated. The teachers’ experience was that it was possible to cover a lot of material in a relatively short time.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Útrás Krakkar kokka: Aðlögun og prófun Verkefnis- og verklagslýsingar

Útgefið:

30/08/2024

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Megin viðfangsefni verkefnisins BlueProject var verðmætasköpun úr vannýttu fisktegundinni “Sarrajão” (Sarda sarda), sem finnst undan ströndum Portúgals. Þessi fisktegund er hinsvegar ekki markaðssett í dag til manneldis þar sem hún hefur töluvert magn af beinum og þykkt roð sem erfitt er að fjarlægja. Hins vegar er næringargildi sarrajão töluvert hátt.

Aðkoma Matís að verkefninu var að styðja við að efla áhuga og fræðslu til næstu kynslóðar í átt að hollum og sjálfbærum matarvenjum í Portúgal. Þetta var framkvæmt með því að aðlaga verkefnis- og verklagslýsingu Krakkar Kokka (e. Kids Cuisine) sem byggir á skemmtimennt, og þá hugmyndafræði sem áður hefur verið þróuð, prófuð og innleidd í íslenskum grunnskólum (Krakkar Kokka: https://matis.is/matis_projects/krakkar-kokka/) að almennari aðstæðum en þeim sem finnast á Íslandi t.d. hvað varðar þætti eins og loftslag og ræktunarmöguleika. Efnið var gefið út á ensku og portúgölsku, og hugmyndafræði Krakka Kokka innleidd í portúgalska grunnskóla.

Verkefnis- og verklagslýsing Krakkar kokka á ensku fyrir skóla, ásamt kynningarefni og leiðbeiningum er aðgengilegt á vefsíðu Matís: https://matis.is/en/matis_projects/blueproject/. Verkefnið Blue Project (Bioeconomy, PeopLe, SUstainability, Health) var styrkt af EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme. Það var tveggja ára samstarfsverkefni milli Matís, GUIMARPEIXE – Comércio de Produtos Alimentares, SA, Portugal TINTEX Textiles, SA, Portugal UNIVERSIDADE DO MINHO, Portugal INSTITUTO POLITÉCNICO DE VIANA DO CASTELO, Portugal CÂMARA MUNICIPAL DE ESPOSENDE, Portugal AEP – Associação Empresarial de Portugal, CCI og Portugal VISUAL THINKING – Digital Organization, Lda, Portugal.
_____

The BlueProject aim was to increase value creation, the sustainable growth of the blue economy, scientific research, and literacy in Blue Economy, based on the Marine Resources available on the North Atlantic Coast of Portugal. The focus was placed on the fish species “Sarrajão” (Sarda sarda), It is found by the Portuguese coast, but is not marketed today in Portucal for human consumption as it has considerable quantities of bones and a thick skin which is difficult to remove. However, its nutritional value is considerably high.

The main focus of Matis in the project, is to contribute to the engagement, education and empowerment of the next generation towards healthy and sustainable food habits in Portugal. This was done by adjusting the Krakkar Kokka (e. Kids Cuisine) edutainment concept, previously developed, tested and implemented in Icelandic compulsory schools (Krakkar Kokka: https://matis.is/matis_projects/krakkar-kokka/) to more general situations compared to Iceland, e.g. regarding climate and agriculture. The edutainment material was published in English and Portuguese, and the Kids Cuisine concept implemented in Portuguese primary schools.

The Kids Cuisine Project and precedure description, introduction slides and guidelines are accessable via Matís website: https://matis.is/en/matis_projects/blueproject/. The Blue Project (Bioeconomy, PeopLe, SUstainability, Health) was supported by EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme. It was a two-year collaborative project between Matís, GUIMARPEIXE – Comércio de Produtos Alimentares, SA, Portugal TINTEX Textiles, SA, Portugal UNIVERSIDADE DO MINHO, Portugal INSTITUTO POLITÉCNICO DE VIANA DO CASTELO, Portugal CÂMARA MUNICIPAL DE ESPOSENDE, Portugal AEP – Associação Empresarial de Portugal, CCI and Portugal VISUAL THINKING – Digital Organization, Lda, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Increased sustainability in Aquaculture with focus on feed and sidestreams / Aukin sjálfbærni í fiskeldi með áherslu á fóður og hliðarstrauma

Útgefið:

25/06/2024

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Anna Berg Samúelsdóttir, Gunnar Þórðarson og Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers - Working Group for Fisheries (AG-Fisk)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Norðurlöndin eru stórir aðilar í fiskeldi m.a. á laxi (Salmo salar). Mörg krefjandi umhverfismál tengjast þessari framleiðslu og þau eru að finna í hverju skrefi ferlisins. Megináherslan í þessari skýrslu hefur verið lögð á ný fóðurhráefni og bætta nýtingu hliðarafurða. Bæði þessi mál snúa að miklu magni og það skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið sem og sjálfbærni og umhverfisáhrif þessarar mikilvægu starfsgreina að þau séu tekin á betri og skilvirkari hátt en núverandi aðferðir. Framtíðarmatvælaöryggi fyrir matvæli fyrir jarðarbúa okkar, á sjálfbæran hátt til lengri tíma litið, krefst byltingar í því hvernig við framleiðum matinn okkar. Brýn þörf er á að hámarka sjálfbæra fóðurframleiðslu.
_____

The Nordic countries are big players in salmon aquaculture (Salmo salar). Many challenging environmental issues are related to this production, and they are to be found in every step of the process. The main focus in this report has been put on novel and alternative feed ingredients and sidestreams utilisation. Both those issues involve vast volumes and it´s of high importance for the economy as well as the sustainability and environmental impact of this important profession that they are tackled in better and more efficient manner than current approaches. Future food security for our global population that does not compromise the long-term sustainability of our ecosystems requires a revolution in the way we produce our food and there is an urgent need for nutritionally optimise a sustainably produced feed ingredient for inclusion in aquafeeds. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru /  Microorganisms for aquaculture sludge enrichment   

Útgefið:

21/12/2023

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir, Matís, Alexandra Leeper, Sjávarklasinn, Clara Jégousse, Sjávarklasinn, Ólafur H. Friðjónsson, Matís, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Matís, Hörður Guðmundsson, Matís og Birgir Örn Smárason, Matís

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Megin markmið verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ var að þróa aðferð til að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (seyru) með örverum svo seyran geti nýst sem áburður fyrir landbúnaðinn.  

Miðað við hraðan vöxt fiskeldis á Íslandi skiptir sköpum fyrir sjálfbærni iðnaðarins að finna lausnir fyrir hliðarstrauma og efla þannig hringrásarhagkerfið. Innleiðing lausna er stuðla að nýtingu hliðarstrauma, og efla hringrás, eru í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lagaumhverfi um nýtingu fiskeldisseyru sem áburð er bæði umfangsmikið og á köflum nokkuð flókið, þ.e. hvað má og hver veitir leyfi. Sem dæmi um kröfur til nýtingar seyru sem áburð þá verður að bera seyru á beitartún fyrir 1. desember ef nýta á svæðið til beitar, skepnum má þá beita á svæðið 5 mánuðum síðar eða í fyrstalagi 1. apríl.  

Í verkefninu var unnið að því að auðga nítrat í seyrunni með örverum til að auka möguleika á nýtingu seyrunnar sem áburðarefnis. Stofnað var til auðgunarræktunar með það að markmiði að auðga fyrir ammoníak-oxandi bakteríum í seyrunni. Einnig var gerð efnagreining á seyrunni til að meta næringarefnahlutfall hennar. Niðurstöður efnamælinga benda til þess að seyra geti verið tilvalin sem viðbót eða íblöndunarefni við til dæmis lífbrjótanlegan búfjáráburð Mikilvægt er að halda áfram með verkefni er stuðla að því að auka verðmæti hliðarafurða á borð við seyru til að halda næringarefnum innan hringrásarhagkerfisins. Nýting seyru sem áburðar er til hags fyrir bæði fiskeldisfyrirtæki sem og íslenskan landbúnað.  
_____

The primary objective of the project “Microorganisms for aquaculture sludge enrichment” was to develop a method for treating side streams from aquaculture (sludge) using microorganisms, thereby rendering the sludge suitable for use as agricultural fertilizer. 

Given the rapid expansion of aquaculture in Iceland, finding solutions for side streams is imperative to sustain the industry and enhance circular economy practices. Implementing solutions that encourage side stream utilization aligns with the United Nations’ sustainable development goals. 

The legal landscape for utilizing fish farm sludge as fertilizer is extensive and, in certain aspects, complex, delineating what is permissible and who grants permission. For instance, applying sludge to pasture for grazing requires adherence to specific timelines, such as application before December 1st, with grazing permitted no earlier than 5 months later or on April 1st. 

The project focused on enriching the sludge’s nitrogen content with microorganisms. An enrichment culture was established to promote ammonia-oxidizing bacteria in the sludge, increasing its potential as a fertilizer. Chemical analysis of the sludge was conducted to evaluate its nutrient content. The results indicate that the sludge can serve as an ideal supplement or additive, for instance, with biodegradable livestock manure. Continuing projects that enhance the value of like sludge is crucial for maintaining nutrient cycles within the circular economy. The use of sludge as fertilizer is mutually beneficial for both aquaculture companies and Icelandic agriculture. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Proceedings from a conference on „Environmental impacts andenergy transition in the Nordic seafood sector”

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AG-fisk (Nordic council of Ministers Working group for Fisheries and Aquaculture)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskur og annað sjávarfang gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja fæðuöryggi, atvinnu og efnahag í heiminum, og þá sér í lagi á Norðurlöndunum. Sjávarfang af Norrænum uppruna kemur auk þess almennt úr sjálfbært nýttum stofnum, er sérlega heilnæmt til neyslu og er í flestum tilvikum með mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við aðra próteingjafa. Það má því að vissu leyti halda því fram að Norrænt sjávarfang sé „sjálfbært ofurfæði“. Neytendur eru hins vegar oft ekki vissir um hvort sjávarfang sé umhverfisvænn kostur. Norrænn sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir því tækifæri að taka forystu í orkuskiptum, og þannig geta státað að því að bjóða upp á besta og umhverfisvænasta sjávarfang sem völ er á.

Vinnuhópur um sjávarútveg og fiskeldi (AG-Fisk) sem starfar innan Norðurlandaráðs hefur bent á þessi tækifæri, og sem hluti af formennsku Íslands í ráðinu árið 2023 fjármagnaði AG-fisk verkefni sem ætlað var að stuðla að  tengslamyndun innan Norræns sjávarútvegs til að auka vitund og miðla þekkingu um framfarir í fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Hápunktur verkefnisins var ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 13. september 2023, en daginn áður var haldin vinnufundur þar sem tækifæri til aukins Norræns samstarfs voru rædd. Ráðstefnan samanstóð af 13 erindum og sóttu um 150 manns viðburðinn, sem fram fór í Hörpu. Í þessari skýrslu er að finna yfirlit yfir þær framsögur sem fluttar voru á ráðstefnunni. Upptökur frá ráðstefnunni eru einnig aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.
_____

Seafood is generally a climate-efficient and nutritious type of food. Consumers, however, are often confused as to whether seafood is sustainable or not and what seafood to choose. The Nordic seafood sector has now the opportunity to take the lead in transitioning to low greenhouse gas emissions through energy efficiency measures and shifting to alternative fuels.

The Working Group for Fisheries and Aquaculture (AG-Fisk) within the Nordic council has recognized this, and as part of Iceland’s presidency of the council in 2023, initiated a networking project to raise awareness and share knowledge on past-, present- and future advances in reduction of environmental impacts in Nordic seafood value chains. The highlight of the project was a conference that was held in Reykjavík on 13 September 2023. The conference consisted of 13 presentations and was attended by close to 150 persons. This report contains the proceedings from the conference, representing an abstract of each presentation and the slides presented. Recordings form the conference are also available on the project’s webpage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur í ferðaþjónustu framtíðarinnar – Ísland. Umræðuskjal og samantekt eftir vinnustofur með íslenskum hagaðilum í febrúar og mars 2021

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Ritstjórar: Þóra Valsdóttir Matís og Brynja Laxdal Matarauður Íslands Meðhöfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Kolbrún Sveinsdóttir Matís, Laufey Haraldsdóttir Háskólinn á Hólum, Óli Þór Hilmarsson Matís, Rakel Halldórsdóttir Matís, Selma Dögg Sigurjónsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Sunna Þórðardóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Tjörvi Bjarnason Bændasamtök Íslands

Styrkt af:

Norræna ráðherraráðið

Átta Norðurlandaþjóðir standa að verkefninu Nordic Food in Tourism sem er styrkt af norrænu ráðherranefndinni á tímabilinu 2019- 2021. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig ferðamenn og aðrir gestir tala um eða skynja norrænan mat, varpa ljósi á mikilvægi staðbundinna matvæla í sjálfbærri ferðaþjónustu og öðlast innsýn í hvernig loftslags-, neyslubreytingar og aðrir straumar geta mótað framtíð matar í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að vekja athygli á framtíðaráskorunum og tækifærum tengdum mat í ferðaþjónustu og veita stefnumótandi leiðbeiningar sem styðja framtíðaraðgerðir og stefnumótun á Norðurlöndunum sem samræmast einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Niðurstöður verkefnisins byggja á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Kairos Future. Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu var haldinn kynningarfundur og tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021 undir stjórn verkefnisins Nordic Food in Tourism. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að þremur lausnamótum sem haldin voru á Íslandi 2020-2021 þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Margar tillögur að aðgerðum komu fram á vinnustofunum en óljóst er í mörgum tilvikum hver á að draga vagninn og bera ábyrgð á því að fylgja tillögum eftir. Lagðar voru fram tillögur að framkvæmda og samstarfsaðilum aðgerða, en fleiri aðilar gætu þó komið að framkvæmd þeirra. Skjal þetta er samantekt sem endurspeglar viðhorf þátttakenda í vinnustofunum og áherslur þátttakenda í lausnamótunum. Enn fremur fléttast að einhverju leyti við þessa samantekt aðrar niðurstöður úr verkefninu Nordic Food in Tourism ásamt öðrum heimildum með það að markmiði að dýpka skilning á þeim umræðupunktum sem komu fram og þeim aðgerðum sem eru lagðar til. Þær aðgerðir og áherslur sem koma fram eru bundnar við Ísland og þær áherslur sem þátttakendur vinnustofa hérlendis vildu koma á framfæri. Markmiðið er að þessi samantekt verði nýtt sem grunnur að tillögum að stefnumótun um mat í ferðaþjónustu á Íslandi og gefi innblástur til frekari samstarfs, uppbyggingar, fjárfestingar og nýsköpunar í mat í ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir, Þorvarður Árnason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Málþingið Sjálfbærni ístaðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu var haldið á Smyrlabjörgum í október 2011. Markmið málþingsins var að kynna niðurstöður mælinga á sjálfbærni í Hornafirði sumarið 2011, kynna tengd verkefni og fá fram umræður um það hvernig staðbundin matvælaframleiðsla geti stuðlað að sjálfbærni í ferðaþjónustu, hvernig standa skuli að markaðssetningu staðbundinna matvæla og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni í smáframleiðslu og ferðaþjónustu á Íslandi. Á málþinginu voru 11 framsöguerindi. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir þeim. Í viðauka er greinagerð sem unnin var í kjölfar málþingsins varðandi upprunamerkingar og markaðssetningu svæðisbundna matvæla.

In October 2011 a seminar on local food production, tourism and sustainability. The aim of the seminar was to report results on sustainability analysis within the Hornafjordur region, introduce related projects and encourage discussions on how local food can support sustainability in tourism, how to market local food and bring forward ideas on actions and projectsthatsupport increased sustainability in small scale production and tourism in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu
IS