Ein af framtíðarsýnum í norrænu samstarfi er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims árið 2030. Með hliðsjón af mikilvægi haftengdrar starfsemi á Norðurlöndum, þarf að kannaða allar leiðir til að auka sjálfbærni innan bláa hagkerfisins. Þar tengist einnig sú stóra áskorun varðandi hvernig við ætlum að heiminn og auka fæðuöryggi í takt við fjölgun íbúa á komandi árum, án þess að ganga á auðlindir jarðar og stuðlað að loftlagsbreytingum?
Að borða fæðutegundir af lægri stigum fæðukeðjunnar getur hjálpað til við að draga úr kolefnisfótspori matvælaframleiðslu og jafnvel hjálpað til við varðveislu vistkerfa. Þetta þýðir að samhliða því að fæða jarðarbúa, erum við einnig að leggja fram jákvætt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hamla tapi á líffræðilegum fjölbreytileika, sem á endanum stuðlar að bættri heilsu sjávar. Fæðutegundir af lægri stigum hafa lítil umhverfisáhrif og geta jafnvel veitt umhverfislegan ávinning, dæmi um slíkar tegundir er ýmsar þangtegundir, skelfiskur eins og kælingar og ostrur, beitartegundir eins og ígulker og sæbjúgu, svo og sumar tegundir ferskvatnsfiska. Þessar tegundir má veiða eða rækta í sjó eða á landi. Þegar borin eru saman loftslagsáhrif þessara tegunda saman við aðrar matvælategundir, hefur komið í ljós að þessar tegundir hafa yfirleitt mun lægra kolefnisfótspor en önnur matvælaframleiðslukerfi og aðrar matvælategundir.
Í þessu verkefni er ætlunin að kortleggja hvað er verið að rækta og veiða af þessum tegundum á Norðurlöndunum og skoða hvar mætti auka við veiðar og ræktun í tengslum við þarfir markaða.