Börn og konur í Afríku eru í mestri hættu vegna vannæringar með alvarlegum afleiðingum. Ein gerð vannæringar stafar af skorti á vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamsstarfsemi. Samkvæmt UNICEF hefur náðst nokkur árangur varðandi bætta næringu meðal barna yngri en 5 ára í Tansaníu. Hins vegar þarf að grípa til frekari aðgerða til að hraða því ferli.
The Bandari Project (samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni) vinna að því að rjúfa vítahring fátæktar með því að veita fátækum börnum og konum í Mto wa Mbu, Tansaníu menntunarmöguleika og eru samstarfaðilar verkefnisins. Nemendur í Bandari School eru börn úr fjölskyldum sem eru hvað verst settar á svæðinu og mjög oft eru máltíðirnar sem þeir fá í skólanum eini reglulegur aðgangur þeirra að mat.
Í gegnum VAXA ACTION verkefnið, munu skólamáltíðirnar sem börnin fá verða bættar með með íslenskri Ultra Spirulina blöndu (IUS-blöndu), sem er rík af helstu nauðsynlegu næringarefnunum og mun bæta næringarinntöku barnanna verulega. Í verkefninu verður jafnframt hagkvæmni og upplifun notenda sjálfra af notkun UIS-blöndunnar í hefðbundnum Tansanískum matvælum á borð við t.d. hirsugraut (Ugi) rannsökuð. Næringargildi matvælanna verða einnig greind til að tryggja að þau uppfylli staðbundnar næringarþarfir, með sérstakri áherslu á 6-12 ára börn.
Fylgst verður með áhrifum á heilsu og vellíðan barnanna meðan á verkefninu stendur. Ennfremur er markmið verkefnisins að styðja við þjálfun, atvinnusköpun og mannsæmandi vinnu við að byggja upp innviði og ferla sem þarf til að innleiða afrakstur verkefnisins í Mto wa Mbu, Tansaníu.