Matís óskar eftir að ráða drífandi aðila á rannsóknarstofu efnamælinga í tímabundna afleysingu til eins árs. Starfið felst í aðstoð við rannsóknir og almennri vinnu á tilraunastofu Matís í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og undirbúningur sýna
- Efnamælingar og útgáfa niðurstaða
- Innkaup og samskipti við birgja
Hæfniskröfur
- B.Sc. gráða í raunvísindum (t.d. efnafræði, lífefnafræði, matvælafræði, líffræði,) og/eða reynsla við rannsóknastörf
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís á Vínlandsleið 12, Reykjavík.
Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 31 janúar.
Upplýsingar veitir Natasa Desnica, fagstjóri efnamælinga, natasa@matis.is, 4225067.