Fréttir

BIO2REG: Lífauðlindir í stað óendurnýjanlegra auðlinda

Tengiliður

Katrín Hulda Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri

katrinh@matis.is

Matís er einn af níu aðilum sem eru þátttakendur í BIO2REG verkefni Evrópusambandsins. Verkefnið er þriggja ára samhæfingar- og stuðningsverkefni (CSA) styrkt af Horizon Europe áætluninni. BIO2REG mun gera hagaðilum sem glíma við stórt umhverfisspor, kleift að læra af þeim sem lengra eru komnir í kolefnissamdrætti, með því að reiða sig á lífauðlindir í stað óendurnýjanlegra auðlinda.

Dagana 19. og 20 janúar 2025 hittust þátttakendur Evrópuverkefnisins BIO2REG  á ársfundi í Jülich í Þýskalandi til þess að ræða næstu skref verkefnisins. Fundurinn fór fram í húsakynnum Forschungszentrum Jülich, en þeir stýra verkefninu.

Farið var yfir stöðu verkefnisins að fyrsta árinu loknu og unnu þátttakendur saman að því að móta framtíð verkefnisins, en framundan eru m.a. vinnustofur sem verða haldnar víða í Evrópu. Til þess að þær fari fram á sem árangursríkastan hátt og svo hægt sé að safna sem mestum upplýsingum fyrir verkefnið voru ýmis praktísk atriði rædd. Eitt meginmarkmiða verkefnisins er að tengjast hagsmunaaðilum og kanna þeirra þarfir þegar að kemur að umbreytingu svæða yfir í lífhagkerfi.

En svona fundir fara ekki bara fram innandyra og hélt hópurinn í skoðunarferð um nágrennið og heimsóttu m.a. stærstu kolanámu Þýskalands, Hambach námuna, sem er ennþá starfandi þrátt fyrir stefnu yfirvalda um að hætta notkun kola. Náman er með opið yfirborð, en nú er stefnt að því að námuvinnsla hætti innan 10 ára og svæðinu verði breytt í gríðarstórt manngert stöðuvatn.

Fundargestir virða fyrir sér námuna. Mynd: BIO2REG project.

Annar viðkomustaður í skoðunarferðinni var hið svokallaða Startup Village, en það er „Viðskiptagarður“, sem er þyrping húsa sem lítil fyrirtæki geta leigt fyrir sína starfsemi. Litrík húsin eru hugsuð sem stökkpallur fyrir nýsköpunarstarfsemi og auðveldar nálægðin fyrirtækjum að tengjast, starfa saman og sækja innblástur hvert til annars. Húsin eru byggð á sjálfbæran hátt samkvæmt nýjustu tækni sem sparar sem mesta orku bæði til lýsingar og kyndingar.

Startup Village í Jülich. Mynd: Jónas Baldursson.

Við hjá Matís þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.

r má finna frekari upplýsingar um verkefnið.

IS