Skýrslur

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Þorgilsson, Maria Leonor Nunes, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

ESB, Matís

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Þessi skýrsla inniheldur yfirlit yfir helstu innihaldsefni í fiski sem talin eru hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Fjöldi heilsuþátta sem tengdir hafa verið við jákvæð áhrif fiskneyslu voru skoðaðir og metnir. Mesta áherslan var lögð á að skoða og meta innihaldsefni í fiski sem eru til staðar í hlutfallslega háum styrk og því líkleg til að hafa áhrif á heilsu s.s. langar fjölómettaðar omega‐3 fitusýrur, selen og D vítamín. Lögð var áhersla á að fara yfir og meta upplýsingar um jákvæð áhrif innihaldsefna í fiski á heilsu manna í nýlegum samantektarrannsóknum (en. meta‐analysis), yfirlitsgreinum og álitsgreinum sérfræðinga. Skýrslan var liður í Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits” eða QALIBRA ‐Heilsuvogin á íslensku.

The aim of this review is to facilitate policy makers, nutritionists and other interested parties of Western societies in judging claims regarding the health benefits of fish consumption.   This review focuses on the main constituents in fish that have been associated with health benefits of fish consumption. A variety of human health endpoints that may be positively influenced by fish constituents are considered and evaluated. Most attention is given to the constituents in fish that are present at relatively high levels in fish and thus are likely to influence human health. These include omega‐3 fatty acids (omega‐3 FAs), selenium, and vitamin D. The scope of this review is broad rather than detailed concentrating on collation and evaluation of existing information about human benefits of fish consumption from meta‐analysis studies, reviews and expert opinions. This report was part of the work performed in the EU 6th Framework project “QALIBRA  ‐  Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits”.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Andy Hart, Anna Kristín Daníelsdottir

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Þessi skýrsla er lokaskýrsla úr Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits”eða QALIBRA  ‐  Heilsuvogin á íslensku. Matís ohf stýrði verkefninu sem styrkt var að hluta af Evrópusambandinu en alls voru þáttakendur sjö frá sex löndum. Verkefnið hófst 1. apríl 2006 og lauk formlega 31. desember 2009 en lokafrágángur stóð fram til ársins 2010. Í þessari skýrslu er greint frá helstu niðurtöðum, ávinningi og afrakstri verkefnisins. Markmið QALIBRA verkefnsins var að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þegar við borðum mat fáum við bæði neikvæða og jákvæða þætti í líkamann og hingað til hefur áhættumat matvæla verið takmarkað við að skoða áhrif einstakra efna á lifandi verur (t.d. tilraunadýr). Í QALIBRA verkefninu voru þróaðar aðferðir sem taka bæði tillit til neikvæðru og jákvæðu hliðanna á   neyslu matvæla og meta saman heildaráhrifin af áhættu og ávinningi á heilsu manna auk óvissu við matið. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum þeim að kostnaðarlausu á heimasíðu verkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fiski og markfæði.

This is the final report to the commission from the “QALIBRA ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project. QALIBRA was an EU 6th Framework project with seven partners, conducted between 1st April 2006 and 31st December 2009, although the finalisation of project was accomplished in year 2010. In this report the objectives, main work performed and achievements of the project to the state‐of‐the‐art are summarised. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed (QALIBRA tool) in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is freely available at the website of the project http://www.qalibra.eu.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson, Ólafur Ögmundarson, Guðmundur V. Helgason, Böðvar Þórisson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði hvað varðar við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekking er einnig ábótavant hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en ein rannsókn hefur reynt að svara því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar eru þegar um álag frá mengun er að ræða, þá þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.   Í þessari rannsókn eru notuð gögn um botndýralíf í Ísafjarðardjúpi sem er að mestu tilkomin vegna fiskeldis í fjörðunum. Einnig er gerð botndýrathugun í fjörðum sem gætu verið hentugir fyrir fiskeldi, en eru enn sem komið eru einungis undir álagi frá náttúrulegum aðstæðum.   Verkefnið er hluti af stærra verkefni „Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísfjarðardjúps og þolmörk mengunar“ og er það styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins.

Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is poor, both regarding natural circumstances and when there is pressure from aquaculture. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Lárus Þorvaldsson, Sveinn Víkingur Árnason, Sigurjón Arason, Kristín Líf Valtýsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Leiðbeiningar um kælingu á ferskum fiski  lýsa áhrifamestu kæliaðferðum á öllum stigum kælikeðjunnar með  áherslu á hvítan fisk. Lýst er hvernig eigi að besta kælingu og viðhalda hitastigi til þess að hámarka gæði og öryggi afurða og minnka kostnað og orkunotkun. Í skýrslunni eru bakgrunnsupplýsingar fyrir leiðbeiningar i upplýsingaveituna Kæligátt á heimasíðu Matís sem settar eru fram á notendavænan hátt   á íslensku www.kaeligatt.is og ensku www.chillfish.net. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir sjómenn, framleiðendur, flutningsaðila og aðra aðila virðiskeðjunnar. Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið innan rannsóknaverkefna eins og Chill‐on, Hermun kæliferla og Kælibótar.  Helstu kaflar fjalla um kælingu um borð, í vinnslu, við pökkun, flutning og geymslu á fiski.

The overall aim of the optimised chilling protocols is to describe the most effective chilling methods for any stage in the food supply chain with emphasis on whitefish. This comprises optimisation of the whole chain for lowering and maintaining low temperature with the aim of maximising quality and safety of the products and minimising costs and energy use. This report is the background for the protocols and guidelines published with open access at Matís website in Icelandic and English in a user‐friendly way: www.chillfish.net. These are protocols to follow aimed for the use of fishermen, manufacturers, transporters and other stakeholders in the fisheries chain. The information is divided into subchapters of different links in the chain. How to chill fish on‐board, during processing, packaging, transport and    storage are the main chapters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Líf Valtýsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Hélène L. Lauzon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R-037 08), Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research (081304508), University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Tilgangur leiðbeininganna er að aðstoða við val á milli mismunandi aðferða við forkælingu ferskra fiskafurða ásamt því að aðstoða við val á pakkningum með tilliti til hitaálags sem varan verður fyrir á leið sinni frá framleiðanda til kaupanda. Fjallað er um eftirfarandi forkælingaraðferðir: vökvakælingu, krapaískælingu og roðkælingu (CBC, snerti- og blásturskælingu). Einnig er fjallað um meðferð afurða á meðan vinnslu stendur og áhrif mismunandi kælimiðla á hitastýringu, gæði og geymsluþol flaka áður en vörunni er pakkað. Leiðbeiningarnar taka mið af vinnslu á mögrum hvítfiski, s.s. þorski og ýsu. Niðurstöður rannsókna sýna að vel útfærð forkæling fyrir pökkun getur skilað 3 – 5 dögum lengra geymsluþoli m.v. enga forkælingu fyrir pökkun. Ófullnægjandi vökvaskipti við vökvakælingu með tilheyrandi krossmengun geta þó gert jákvæð áhrif forkælingarinnar að engu. Íslenskir ferskfiskframleiðendur notast einkum við frauðplastkassa (EPS, expanded polystyrene) og bylgjuplastkassa (CP, corrugated plastic) til útflutnings á ferskum flökum og flakabitum. Hér er því eingöngu fjallað um fyrrgreindar pakkningagerðir. Niðurstaðan er sú að ef hitastýring er ófullnægjandi og hitasveiflur miklar er æskilegt að nota frauðplastkassa sem veita betri varmaeinangrun en bylgjuplastkassar.

The aim of the guidelines is to provide and assist with choice of different precooling techniques for fresh fish fillets as well as assist with choice of packaging with respect to thermal abuse, which the product experiences during transport and storage from processor to customer. The following precooling techniques are discussed; liquid cooling (LC), slurry ice cooling (SIC) and combined blast and contact cooling (CBCC). In addition, the following is discussed; handling during processing and the effect of applying different cooling media before packaging on temperature control, quality and shelf life of fresh fillets. The guidelines are designed with lean white fish muscle in mind, such as cod and haddock. The results reveal that efficient precooling before packaging can prolong shelf life up to 3 to 5 days compared to no precooling before packaging. If the liquid exchange in the liquid cooler’s circulation system is insufficient, cross-contamination can diminish the positive effects of precooling. Icelandic fresh fish processors mainly use expanded polystyrene (EPS) and corrugated plastic (CP) boxes for export of fresh fish fillets. The guidelines are therefore only focused on the above-mentioned packaging types. The conclusion is that if temperature control is unsatisfactory and temperature fluctuations are great, then expanded polystyrene boxes are the preferred alternative because they provide better insulation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

North Cage 2

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Róbert Hafsteinsson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson, Kristján G. Jóakimsson, Egil Lien, Jón Árnason

Styrkt af:

AVS og Tækniþróunarsjóður

North Cage 2

Verkefnið Norðurkví var sett á laggirnar til að:

  • Hanna tæknilausn fyrir eldiskví til að gera eldismönnum kleift að sökkva henni og lyfta við íslenskar aðstæður.
  • Hámarka notagildi sökkvanlegra kvía með tilliti til vinnuaðstæðna.
  • Að viðbættu finna nýja lausn á meðhöndlun á netapokum í fiskeldi til að hrinda frá ásætum.

Áhersla þessa hluta verkefnisins, nefnt Norðurkví 2, er að hanna tæknilausn fyrir eldiskví sem hægt er að sökkva og lyfta aftur til að koma í veg fyrir skemmdir vegna rekíss. Að auki voru nokkrar nýjar tegundir meðhöndlana á netapokum prófaðar til að sjá hver af prófuðum meðhöndlunum hrinti best frá sér ásætum.

North Cage was established to:

  • Develop sea cage technique to sink cages fit for Icelandic conditions.
  • Optimise functionality of sinkable sea cages considering working conditions.
  • In addition different types of netting and impregnation were tested in order to minimize the necessity of frequent change of nets in the cages.

This part, North Cage 2 of the North cage project is concentrated on the development of a cage that can be temporarily submerged and re‐lifted to the surface to avoid the damage on the installation during the occurrence of drifting ice. In addition different types of netting and impregnation were tested in order to minimize the necessity of frequent change of nets in the cages.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í hverum á háhitasvæðum á Íslandi. Heildarsamantekt unnin vegna Rammaáætlunar. Lokaskýrsla

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís H. Björnsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sólveig Ólafsdóttir

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum á háhitasvæðum á Íslandi. Heildarsamantekt unnin vegna Rammaáætlunar. Lokaskýrsla

Rannsóknir voru gerðar á lífríki í hverum á fimm háhitasvæðum á Íslandi á vegum Rammaáætlunar árin 2004‐2009. Markmiðið var að svara spurningum um hve mikill og hvers eðlis breytileikinn er í örveruflóru milli háhitasvæða á Íslandi sem rannsökuð voru einkum m.t.t. fjölbreytni og fágætra hópa. Í þessari skýrslu eru dregnar saman niðurstöður sem fengust úr  ofangreindum rannsóknum. Svæðin sem voru til skoðunar voru Hengilssvæði, Torfajökulssvæði, Krafla / Námafjall, Krísuvík og Vonarskarð. Ennfremur vour niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem gerð var vegna umhverfismats á jarðhitasvæðunum á Þeistareykjum og í Gjástykki höfð með í þessari samantekt. Alls voru tekin 115 sýni á svæðunum sex og tókst að greina tegundasamsetningu í 80 þeirra. Tegundagreinandi gen baktería og fornbaktería í DNA úr sýnunum voru mögnuð upp og raðgreind. Raðirnar voru flokkaðar eftir skyldleika og greindar til tegunda eða ættkvísla með samanburði við sambærilegar raðir í Genbank. Alls tókst að greina 4424 bakteríuraðir og 1006 fornbakteríuraðir úr sýnunum. Dreifing baktería og fornbaktería í sýnunum var könnuð og kom í ljós að 16 bakteríufylkingar fundust á allflestum svæðunum og voru tegundir af fylkingu Aquificae algengastar, enda oft frumframleiðendur í hverum. Tegundir af fylkingum β‐  og γ‐proteobaktería og Deinococcus – Thermus fundust einnig í umtalsverðum mæli   á öllum svæðum nema í Krísuvík. Ennfremur fundust nokkrar aðrar fylkingar á stökum svæðum. Innan fornbaktería fundust Crenarcheota tegundir á öllum svæðunum, Euryarchaeota tegundir fundust í Vonarskarði og á Þeistareykjum, Thaumarchaeota fannst í Vonarskarði og í Kröflu / Námafjalli og Nanoarchaeota á Torfajökulssvæðinu. Útreikningar á líffræðilegum fjölbreytileika (H) örvera á svæðunum sex sýndu að Kröflusvæðið væri fjölbreyttast, þá Torfajökull, síðan Vonarskarð, Þeistareykir, Hengill og að lokum Krísuvík. Mat á líffræðilegum fjölbreytileika með útreikningi á söfnunarkúrfum studdi þessa niðurstöðu í meginatriðum. Líffræðileg sérstaða var metin á grundvelli fágætra tegunda m.v.  ≤96% samsvörun við nánasta ættingja í Genbank. Alls fundust 74 fágætar tegundir eða ættkvíslir í sýnunum og virtust þær að langmestu leyti svæðisbundnar og ekki ólíklegt að einhverjar þeirra séu einlendar. Flestar nýjar tegundir eða ættkvíslir fundust á Torfajökulssvæðinu. Vonarskarð, Krafla / Námafjall og Þeistareykir voru með nokkru færri fágætar tegundir eða ættkvíslir. Nýjar ættkvíslir fundust einnig á Hengilssvæðinu, en ekki í sama mæli og í hinum fyrrnefndu.

Culture independent methods were used to study the microbial composition of hot springs in five geothermal areas in Iceland in 2004‐2009. The aim was to answer questions on the degree of biodiversity and to what extend the species found were unique to the sites investigated. In this report the site specific research results were combined and compared. The geothermal sites investigated were the Hengill area, the Torfajökull area, the Krafla / Námafjall area, Krísuvík and Vonarskarð. Results from a similar research from an environmental assessment of the geothermal areas of Þeistareykir and Gjástykki were also used.   A total of 115 samples were collected from the six geothermal areas and the microbial species composition was estimated in 80 of them. The 16S rRNA genes were amplified from DNA from the samples and partially sequenced. The obtained sequences were classified and identified to the species or genus level by comparison to similar sequences in Genbank. The total of 4424 bacterial sequences and 1006 archaeal sequences were analysed. The distribution of bacterial and archaeal phyla of the samples was investigated and revealed that 16 bacterial phyla were represented in all areas. Also, that the phylum of the primary producers of hot springs  ‐ Aquificae  ‐ was dominating. Species belonging to β‐ and γ‐proteobacteraa and Deinococcus – Thermus were also found in considderable amounts in all areas except Krísuvík. Several bacterial phyla were only found at one or two geothermal areas.   Species belonging to Crenarchaeota were found in all six areas, Euryarchaeota were found in Vonarskarð and Þeistareykir, Thaumarchaeota was found in Vonarskarð as well as  in the Krafla /Námafjall area and Nanoarchaeota in the Torfajökull area. Calculation of the biodiversity index (H) of microbial species of    the six geothermal areas revealed that the index for the Krafla / Námafjall area was highest, then Torfajökull, Vonarskarð, Þeistareykir, Hengill and finally Krísuvík. The estimate of biodiversity based on Rarefaction curves confirmed the results. The estimation of uniqueness of the areas was based on the number of novel species found using ≤96% similarity to closest relative in Genbank as the cutoff value. The total of 74 novel species or genera were found in the samples most of which were only found in one or at most two areas. Most of these were from the Torfajökull area. A considerable number of novel species were also found in Vonarskarð, Námafjall and Þeistareykir. Novel species or genera were also found in the Hengill geothermal area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Benedikt Gíslason, Hreiðar Þór Valtýsson, Björn Theodórsson, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), Hafrannsóknastofnunin, Matís, Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Aðalmarkmið verkefnisins var að þróa og meta aðferð við áframræktun smáskelja kræklings á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Deilimarkmið voru að meta stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.

Samanteknar ályktanir verkefnisins eru eftirfarandi:

a) Stofnstærðarmat kræklings í Hvalfirði leiddi í ljós töluvert stóran veiðalegan stofn og miðað við 10% veiðikvóta af stofnstærð væri hægt að veiða árlega 1 500 tonn í firðinum. Uppistaða stofnsins á flestum svæðum eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar.

b) Söfnun á villtri smáskel (u.þ.b. 20-30 mm) til útsokkunar og áframræktun á hengjum (skiptirækt) í sjó skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð.

c) Hægt er að veiða smáskel, flytja, sokka og koma út á ræktunarsvæðum fjarri veiðisvæði. Stærð skelja hefur þó mikið að segja varðandi möguleika til áframræktunar, þar sem hreyfanleiki þeirra virðist fara minnkandi upp úr 25 mm skellengd. Í rannsókninni var uppskera af línum af veiddri og útsokkaðri skel um 5 kíló af markaðshæfri skel á lengdarmeter.

d) Þessi ræktunaraðferð getur verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna ræktun. Að geta sótt villtan krækling til útsokkunar getur skipt miklu máli sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum. Niðurstöður núverandi verkefnis munu mögulega nýtast við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.

e) Upptaka kadmíums í kræklingi getur verið vandamál eftir flutning og í áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi áður en hann fer á markað.

This report presents results from a research project funded by AVS year 2009. The main aim of the project was to evaluate whether it would be possible to shorten the growing time of blue mussels so that they reach market size more rapidly. The following technique was tested; harvesting of natural stocks of blue mussel in two fjords in West Iceland where small individuals were sorted out from the catch (<40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. ><40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. Using this technique, small mussels between c.a. 20-30 mm in shell length reach market size (45mm+) in hanging culture in one year, while using traditional methods (spat collection and growth) this takes 2-3 years. This technique thus offers possibilities to utilize an unexploited natural stock of mussels and shorten considerably the growing time to market size.

Skoða skýrslu

Fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn Matís ohf.

Þann 1. desember urðu breytingar á yfirstjórn Matís.

Doktor Sjöfn Sigurgísladóttir, sem verið hefur forstjóri Matís frá því að félagið tók til starfa 1. janúar 2007 og forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins þar á undan, lætur nú af störfum að eigin ósk.

Doktor Sveinn Margeirsson tekur við af henni sem forstjóri. Samhliða breytingunum mun dr. Hörður G. Kristinsson taka við nýrri stöðu rannsóknastjóra Matís, ásamt því að starfa áfram sem sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs hjá félaginu.

Sveinn og Hörður, sem hafa báðir gegnt lykilstörfum hjá Matís, þekkja vel til allrar starfsemi  félagsins. Auk þess hafa þeir í sameiningu stýrt fyrirtækinu undanfarna  fjóra  mánuði með  góðum árangri.

Stjórn Matís  þakkar Sjöfn fyrir frábært  starf sem hún hefur unnið í þágu félagsins og fyrir hraða og örugga uppbyggingu þess undanfarin fjögur ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. 

Um leið býður stjórnin Svein og Hörð velkomna til starfa í nýjum hlutverkum og óskar þess að áframhald verði á því góða starfi sem þeir hafa unnið í þágu Matís ohf.

Matís hefur að markmiði að auka samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Meðal hlutverka félagsins eru efling nýsköpunar og aukin verðmæti og öryggi matvæla með öflugu þróunar og rannsóknastarfi.  Á þeim vettvangi eru spennandi tímar framundan hér á landi við frekari uppbyggingu sjávarútvegs, landbúnaðar, líftækni og annarrar matvælaframleiðslu.

F.h. stjórnar Matís  ohf.,
Friðrik Friðriksson, form.
896-7350

Fréttatilkynninguna á .pdf formi má finna hér. Nýtt skipurit Matís er hér.

Fréttir

Matís og Fisktækniskóla Suðurnesja undirrita samstarfssamning

Fyrir stuttu undirrituðu Matís og Fisktækniskóli Suðurnesja samstarfssamning sem m.a. stuðlar að eflingu fagþekkingar, leikni og hæfni nemenda í námi í veiðum, vinnslu og fiskeldi.

Matís er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis.

Stefna Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla og líftækni.

Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar fjöldi M.Sc. og Ph.D. nemenda við rannsóknartengt nám hjá Matís.

Fisktækniskóli Suðurnesja (FTS) er samstarfsvettvangur aðila á Suðurnesjum sem vinna að uppbyggingu þekkingar á framhaldsskólastigi á sviði fiskveiðaveiða, vinnslu sjávarafla og fiskeldis.

Fisktækniskólinn er einnig samstarfsvettvangur um undirbúning og framkvæmd endurmenntunar starfandi fólks í fiskeldi, veiðum og vinnslu sjávarafla.   Fisktækniskólinn stendur að og hvetur til rannsókna og þróunarstarfs á sviði menntunar í fiskveiðaveiðum, vinnslu sjávarafla og fiskeldis.

Fisktækniskóli Suðurnesja er leiðandi í samstarfsneti skóla, fyrirtækja og símenntunarmiðstöðva á níu stöðum víðsvegar um land undir heitinu Fisktækniskóli Íslands (FTÍ).

Hörður og Ólafur skrifa undir
Hörður G. Kristinsson, starfandi forstjóri Matís og Ólafur Jón Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri Fisktækniskólans, skrifa undir samninginn.

Með samstarfi sínu hyggjast samningsaðilar:

  • Efla fagþekkingu, leikni og hæfni nemenda sem leggja stund á skóla- og vinnustaðanám í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
  • Efla fagþekkingu, leikni og hæfni kennara og tilsjónarmanna nemenda í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
  • Efla áhuga ungs fólks á greinunum og stuðla þannig að nýliðun starfsmanna og aukinni virðingu fyrir störfum, fyrirtækjum og stofnunum.
  • Auka skilning forsvarsmanna fyrirtækja í greinunum á nauðsyn og arðsemi menntunar almennra starfsmanna.
  • Þróa kennsluhætti og starfsþjálfun á framhaldsskólastigi og í framhaldsfræðslu, bæði í skóla og í fyrirtækjum.
  • Veita stjórnvöldum ráð um uppbyggingu og skipulag náms á framhaldsskólastigi og í framhaldsfræðslu.
  • Sækja um styrki til innlendra og erlendra sjóða til að efla námsefnisgerð og þróun námsefnis

Nánari upplýsingar veita Margeir Gissurarson hjá Matís, margeir.gissurarson@matis.is, og Ólafur Jón Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Fisktækniskólans, olijon@fss.is.

Samstarfsaðilar
Aftari röð frá vinstri: Gylfi Einarsson verkefnistjóri FTÍ, Margeir Gissurarson, Matís,
Franklin Georgsson, Matís, Lárus Þór Pálmason, FTS, Nanna Bára Maríasdóttir
verkefnastjóri FSS, Guðjónína Sæmundsóttir, forstöðumaður MSS og varamður
í stjórn FSS.
Fremri röð frá vinstri: Hörður G. Kristinsson, starfandi forstjóri Matís og Ólafur Jón
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri FSS
IS