Skýrslur

Lífríki í hverum á háhitasvæðum á Íslandi. Heildarsamantekt unnin vegna Rammaáætlunar. Lokaskýrsla

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís H. Björnsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sólveig Ólafsdóttir

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum á háhitasvæðum á Íslandi. Heildarsamantekt unnin vegna Rammaáætlunar. Lokaskýrsla

Rannsóknir voru gerðar á lífríki í hverum á fimm háhitasvæðum á Íslandi á vegum Rammaáætlunar árin 2004‐2009. Markmiðið var að svara spurningum um hve mikill og hvers eðlis breytileikinn er í örveruflóru milli háhitasvæða á Íslandi sem rannsökuð voru einkum m.t.t. fjölbreytni og fágætra hópa. Í þessari skýrslu eru dregnar saman niðurstöður sem fengust úr  ofangreindum rannsóknum. Svæðin sem voru til skoðunar voru Hengilssvæði, Torfajökulssvæði, Krafla / Námafjall, Krísuvík og Vonarskarð. Ennfremur vour niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem gerð var vegna umhverfismats á jarðhitasvæðunum á Þeistareykjum og í Gjástykki höfð með í þessari samantekt. Alls voru tekin 115 sýni á svæðunum sex og tókst að greina tegundasamsetningu í 80 þeirra. Tegundagreinandi gen baktería og fornbaktería í DNA úr sýnunum voru mögnuð upp og raðgreind. Raðirnar voru flokkaðar eftir skyldleika og greindar til tegunda eða ættkvísla með samanburði við sambærilegar raðir í Genbank. Alls tókst að greina 4424 bakteríuraðir og 1006 fornbakteríuraðir úr sýnunum. Dreifing baktería og fornbaktería í sýnunum var könnuð og kom í ljós að 16 bakteríufylkingar fundust á allflestum svæðunum og voru tegundir af fylkingu Aquificae algengastar, enda oft frumframleiðendur í hverum. Tegundir af fylkingum β‐  og γ‐proteobaktería og Deinococcus – Thermus fundust einnig í umtalsverðum mæli   á öllum svæðum nema í Krísuvík. Ennfremur fundust nokkrar aðrar fylkingar á stökum svæðum. Innan fornbaktería fundust Crenarcheota tegundir á öllum svæðunum, Euryarchaeota tegundir fundust í Vonarskarði og á Þeistareykjum, Thaumarchaeota fannst í Vonarskarði og í Kröflu / Námafjalli og Nanoarchaeota á Torfajökulssvæðinu. Útreikningar á líffræðilegum fjölbreytileika (H) örvera á svæðunum sex sýndu að Kröflusvæðið væri fjölbreyttast, þá Torfajökull, síðan Vonarskarð, Þeistareykir, Hengill og að lokum Krísuvík. Mat á líffræðilegum fjölbreytileika með útreikningi á söfnunarkúrfum studdi þessa niðurstöðu í meginatriðum. Líffræðileg sérstaða var metin á grundvelli fágætra tegunda m.v.  ≤96% samsvörun við nánasta ættingja í Genbank. Alls fundust 74 fágætar tegundir eða ættkvíslir í sýnunum og virtust þær að langmestu leyti svæðisbundnar og ekki ólíklegt að einhverjar þeirra séu einlendar. Flestar nýjar tegundir eða ættkvíslir fundust á Torfajökulssvæðinu. Vonarskarð, Krafla / Námafjall og Þeistareykir voru með nokkru færri fágætar tegundir eða ættkvíslir. Nýjar ættkvíslir fundust einnig á Hengilssvæðinu, en ekki í sama mæli og í hinum fyrrnefndu.

Culture independent methods were used to study the microbial composition of hot springs in five geothermal areas in Iceland in 2004‐2009. The aim was to answer questions on the degree of biodiversity and to what extend the species found were unique to the sites investigated. In this report the site specific research results were combined and compared. The geothermal sites investigated were the Hengill area, the Torfajökull area, the Krafla / Námafjall area, Krísuvík and Vonarskarð. Results from a similar research from an environmental assessment of the geothermal areas of Þeistareykir and Gjástykki were also used.   A total of 115 samples were collected from the six geothermal areas and the microbial species composition was estimated in 80 of them. The 16S rRNA genes were amplified from DNA from the samples and partially sequenced. The obtained sequences were classified and identified to the species or genus level by comparison to similar sequences in Genbank. The total of 4424 bacterial sequences and 1006 archaeal sequences were analysed. The distribution of bacterial and archaeal phyla of the samples was investigated and revealed that 16 bacterial phyla were represented in all areas. Also, that the phylum of the primary producers of hot springs  ‐ Aquificae  ‐ was dominating. Species belonging to β‐ and γ‐proteobacteraa and Deinococcus – Thermus were also found in considderable amounts in all areas except Krísuvík. Several bacterial phyla were only found at one or two geothermal areas.   Species belonging to Crenarchaeota were found in all six areas, Euryarchaeota were found in Vonarskarð and Þeistareykir, Thaumarchaeota was found in Vonarskarð as well as  in the Krafla /Námafjall area and Nanoarchaeota in the Torfajökull area. Calculation of the biodiversity index (H) of microbial species of    the six geothermal areas revealed that the index for the Krafla / Námafjall area was highest, then Torfajökull, Vonarskarð, Þeistareykir, Hengill and finally Krísuvík. The estimate of biodiversity based on Rarefaction curves confirmed the results. The estimation of uniqueness of the areas was based on the number of novel species found using ≤96% similarity to closest relative in Genbank as the cutoff value. The total of 74 novel species or genera were found in the samples most of which were only found in one or at most two areas. Most of these were from the Torfajökull area. A considerable number of novel species were also found in Vonarskarð, Námafjall and Þeistareykir. Novel species or genera were also found in the Hengill geothermal area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Benedikt Gíslason, Hreiðar Þór Valtýsson, Björn Theodórsson, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), Hafrannsóknastofnunin, Matís, Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Aðalmarkmið verkefnisins var að þróa og meta aðferð við áframræktun smáskelja kræklings á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Deilimarkmið voru að meta stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.

Samanteknar ályktanir verkefnisins eru eftirfarandi:

a) Stofnstærðarmat kræklings í Hvalfirði leiddi í ljós töluvert stóran veiðalegan stofn og miðað við 10% veiðikvóta af stofnstærð væri hægt að veiða árlega 1 500 tonn í firðinum. Uppistaða stofnsins á flestum svæðum eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar.

b) Söfnun á villtri smáskel (u.þ.b. 20-30 mm) til útsokkunar og áframræktun á hengjum (skiptirækt) í sjó skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð.

c) Hægt er að veiða smáskel, flytja, sokka og koma út á ræktunarsvæðum fjarri veiðisvæði. Stærð skelja hefur þó mikið að segja varðandi möguleika til áframræktunar, þar sem hreyfanleiki þeirra virðist fara minnkandi upp úr 25 mm skellengd. Í rannsókninni var uppskera af línum af veiddri og útsokkaðri skel um 5 kíló af markaðshæfri skel á lengdarmeter.

d) Þessi ræktunaraðferð getur verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna ræktun. Að geta sótt villtan krækling til útsokkunar getur skipt miklu máli sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum. Niðurstöður núverandi verkefnis munu mögulega nýtast við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.

e) Upptaka kadmíums í kræklingi getur verið vandamál eftir flutning og í áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi áður en hann fer á markað.

This report presents results from a research project funded by AVS year 2009. The main aim of the project was to evaluate whether it would be possible to shorten the growing time of blue mussels so that they reach market size more rapidly. The following technique was tested; harvesting of natural stocks of blue mussel in two fjords in West Iceland where small individuals were sorted out from the catch (<40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. ><40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. Using this technique, small mussels between c.a. 20-30 mm in shell length reach market size (45mm+) in hanging culture in one year, while using traditional methods (spat collection and growth) this takes 2-3 years. This technique thus offers possibilities to utilize an unexploited natural stock of mussels and shorten considerably the growing time to market size.

Skoða skýrslu

Fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn Matís ohf.

Þann 1. desember urðu breytingar á yfirstjórn Matís.

Doktor Sjöfn Sigurgísladóttir, sem verið hefur forstjóri Matís frá því að félagið tók til starfa 1. janúar 2007 og forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins þar á undan, lætur nú af störfum að eigin ósk.

Doktor Sveinn Margeirsson tekur við af henni sem forstjóri. Samhliða breytingunum mun dr. Hörður G. Kristinsson taka við nýrri stöðu rannsóknastjóra Matís, ásamt því að starfa áfram sem sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs hjá félaginu.

Sveinn og Hörður, sem hafa báðir gegnt lykilstörfum hjá Matís, þekkja vel til allrar starfsemi  félagsins. Auk þess hafa þeir í sameiningu stýrt fyrirtækinu undanfarna  fjóra  mánuði með  góðum árangri.

Stjórn Matís  þakkar Sjöfn fyrir frábært  starf sem hún hefur unnið í þágu félagsins og fyrir hraða og örugga uppbyggingu þess undanfarin fjögur ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. 

Um leið býður stjórnin Svein og Hörð velkomna til starfa í nýjum hlutverkum og óskar þess að áframhald verði á því góða starfi sem þeir hafa unnið í þágu Matís ohf.

Matís hefur að markmiði að auka samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Meðal hlutverka félagsins eru efling nýsköpunar og aukin verðmæti og öryggi matvæla með öflugu þróunar og rannsóknastarfi.  Á þeim vettvangi eru spennandi tímar framundan hér á landi við frekari uppbyggingu sjávarútvegs, landbúnaðar, líftækni og annarrar matvælaframleiðslu.

F.h. stjórnar Matís  ohf.,
Friðrik Friðriksson, form.
896-7350

Fréttatilkynninguna á .pdf formi má finna hér. Nýtt skipurit Matís er hér.

Fréttir

Matís og Fisktækniskóla Suðurnesja undirrita samstarfssamning

Fyrir stuttu undirrituðu Matís og Fisktækniskóli Suðurnesja samstarfssamning sem m.a. stuðlar að eflingu fagþekkingar, leikni og hæfni nemenda í námi í veiðum, vinnslu og fiskeldi.

Matís er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis.

Stefna Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla og líftækni.

Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Einnig starfar fjöldi M.Sc. og Ph.D. nemenda við rannsóknartengt nám hjá Matís.

Fisktækniskóli Suðurnesja (FTS) er samstarfsvettvangur aðila á Suðurnesjum sem vinna að uppbyggingu þekkingar á framhaldsskólastigi á sviði fiskveiðaveiða, vinnslu sjávarafla og fiskeldis.

Fisktækniskólinn er einnig samstarfsvettvangur um undirbúning og framkvæmd endurmenntunar starfandi fólks í fiskeldi, veiðum og vinnslu sjávarafla.   Fisktækniskólinn stendur að og hvetur til rannsókna og þróunarstarfs á sviði menntunar í fiskveiðaveiðum, vinnslu sjávarafla og fiskeldis.

Fisktækniskóli Suðurnesja er leiðandi í samstarfsneti skóla, fyrirtækja og símenntunarmiðstöðva á níu stöðum víðsvegar um land undir heitinu Fisktækniskóli Íslands (FTÍ).

Hörður og Ólafur skrifa undir
Hörður G. Kristinsson, starfandi forstjóri Matís og Ólafur Jón Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri Fisktækniskólans, skrifa undir samninginn.

Með samstarfi sínu hyggjast samningsaðilar:

  • Efla fagþekkingu, leikni og hæfni nemenda sem leggja stund á skóla- og vinnustaðanám í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
  • Efla fagþekkingu, leikni og hæfni kennara og tilsjónarmanna nemenda í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
  • Efla áhuga ungs fólks á greinunum og stuðla þannig að nýliðun starfsmanna og aukinni virðingu fyrir störfum, fyrirtækjum og stofnunum.
  • Auka skilning forsvarsmanna fyrirtækja í greinunum á nauðsyn og arðsemi menntunar almennra starfsmanna.
  • Þróa kennsluhætti og starfsþjálfun á framhaldsskólastigi og í framhaldsfræðslu, bæði í skóla og í fyrirtækjum.
  • Veita stjórnvöldum ráð um uppbyggingu og skipulag náms á framhaldsskólastigi og í framhaldsfræðslu.
  • Sækja um styrki til innlendra og erlendra sjóða til að efla námsefnisgerð og þróun námsefnis

Nánari upplýsingar veita Margeir Gissurarson hjá Matís, margeir.gissurarson@matis.is, og Ólafur Jón Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Fisktækniskólans, olijon@fss.is.

Samstarfsaðilar
Aftari röð frá vinstri: Gylfi Einarsson verkefnistjóri FTÍ, Margeir Gissurarson, Matís,
Franklin Georgsson, Matís, Lárus Þór Pálmason, FTS, Nanna Bára Maríasdóttir
verkefnastjóri FSS, Guðjónína Sæmundsóttir, forstöðumaður MSS og varamður
í stjórn FSS.
Fremri röð frá vinstri: Hörður G. Kristinsson, starfandi forstjóri Matís og Ólafur Jón
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri FSS

Skýrslur

Sókn á ný mið / Thawing processes

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Sókn á ný mið / Thawing processes

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Brims hf, Matís ohf og 3X Technology ehf og er markmið þess að þróa nýjan búnað og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu. Verkefnið var til tveggja ára og var styrkt af Tækniþróunarsjóðnum. Verkefnið inniheldur nokkrar tilraunaskýrslur sem gerðar voru af þátttakendum verkefnisins og voru framkvæmdar í húsnæði Brims á Akureyri. Tilraunirnar gengu í stórum dráttum út á að skoða hitadreifingu þorsks við mismunandi þíðingarhita á vatninu. Settir voru meðal annars hitasíritar í kjarna og roð á þorski til að fylgjast með hitastigum í flakinu. Markmiðið var að reyna að finna út bestu þíðingaraðferðina með tilliti til gæða hráefnisins eftir þíðingu og lageringu í kæli yfir nótt. Aðalbreyturnar í þessum tilraunum voru tími og hiti. Þíðingin var prófuð í svokölluðu snigilkari sem smíðað var af 3X Technology á Ísafirði. Með því að nota snigilkar við þíðingu þá verður mjög auðvelt að stýra þíðingartímanum og einnig að tryggja að það hráefni sem fer fyrst inn kemur fyrst út.   Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að besta útkoman úr uppþíðingunni m.t.t litar og loss flaksins í vinnslunni var að þíða þorskinn upp á sem skemmstum    tíma og hafa hitastig vatnsins (þíðingarhitann) jafnt allt þíðingarferlið. Síðan eftir lageringu í kæli yfir nóttina er hitastig fisksins um núll til ‐1°C. Þetta mun gefa bestu niðurstöðu m.t.t gæða hráefnisins.

This project is a collaboration work between Brim hf, Matis ohf and 3X Technology ehf. The project objectives is to develop a new equipment and processing for thawing fish. This procject is for two years and is supported by Icelandic Centre for Research (Rannis). This project contains several experiment reports and their payoff which was executed by the members of this project. All these experiments were done within Brims accommodation. Their main object was to investigate the temperature gradient of codfish with various thawing temperature. Thawing experiments was executed in so called screw tank, manufactured by the company 3X Technology. By using these tanks you will ensure that the fish whos goes first in the tank will go first out when thawing is over. And thereby all control of time and temperature will be much easier.   The primary conclusion from this project is that the best outcome from the thawing experiment, when taking into account the colour and looseness of the fish fillet, is to have the thawing time as short as possible and the temperature of the water as even as possible throughout the thawing process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Food safety and added value of Icelandic fishmeal – Determination of toxic and non‐toxic arsenic species in fish meal / Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls – Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Food safety and added value of Icelandic fishmeal – Determination of toxic and non‐toxic arsenic species in fish meal / Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls – Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli

Í lífríkinu er mikið til af arseni í lífrænum efnasamböndum sem og á ólífrænu formi og hafa fundist meira en 50 náttúruleg efnaform af arseni. Sjávarfang inniheldur frá náttúrunnar hendi háan styrk heildararsens miðað við t.d. landbúnaðarafurðir. Stærsti hluti arsens í sjávarfangi er hins vegar bundið á lífrænu formi sem kallast arsenóbetaníð, sem er talið hættulaust. Önnur form arsens í sjávarafurðum eru að jafnaði til staðar í lægri styrk, m.a. ólífrænt arsen (arsenít og arsenat) sem er eitrað og fer sjaldan yfir 3% af heildarstyrk arsens í fiski og krabbadýrum. Formgreining arsens í sjávarfangi er mikilvæg vegna þess að upptaka (bioavailability) og eiturvirkni arsens er háð því á hvaða efnaformi það er. Nýlega kallaði EFSA (European Food Safety Authority) eftir upplýsingum um ólífræn og lífræn efnaform arsens í fæðu og eftir efnagreiningaraðferðum til að greina ólífrænt arsen. Í þessari ritgerð koma fram niðurstöður og mat á mælingum á heildarstyrk í yfir 100 sýnum af íslensku fiskimjöli. Meðal annars var skoðað hvort árstíðamunur á heildarstyrk arsens væri til staðar. Sýnin voru fyrst brotin niður með örbylgjun og því næst mæld á ICP massagreini, ICP‐MS (Inductively coupled plasma mass spectrometry). Til að meta hvaða efnaform arsens eru til staðar í mjölinu var fyrst þróuð þrískipt úrhlutunaraðferð. Síðan var áhersla lögð á greiningu eitraðs ólífræns arsens. Áður birt alkalí‐alkóhól úrhlutunaraðferð, til að greina ólífrænt arsen, var aðlöguð og sýnin mæld með HPLC búnaði tengdum við ICP‐MS. Í ljós kom að arsenóbetaníð var í öllum tilfellum ríkjandi efnaform arsens. Ólífrænt arsen reyndist vera undir fjórum prósentum af heildarstyrk í tólf mældum fiskimjölssýnum. Aftur á móti kom í ljós, þegar annarri efnagreiningartækni (HPLC‐HGAFS) var beitt á sýni af stöðluðu viðmiðunarefni (certified reference material), að styrkur ólífræns arsens mældist þrisvar sinnum lægri. Reyndist alkalí‐alkóhól úrhlutunaraðferðin gefa sannfærandi efri mörk á styrk ólífræns arsens. Niðurstöðurnar sýna ennfremur að ekki er nóg að reiða sig á eina aðferð þegar efnaform arsens eru greind og magngreind. Aukinheldur sýna þær nauðsyn á vottuðum styrk ólífræns arsens í stöðluðu viðmunarefni til að kanna áreiðanleika efnagreiningaraðferða. Þörfin fyrir frekari þróun efnagreiningaaðferða á þessu sviði er brýn.

Arsenic is found in the biosphere both in organic and inorganic forms, and there have been recognized more than 50 naturally occurring arsenic species. Seafood products have naturally high concentration of total arsenic compared to e.g. agricultural produce. Arsenic is toxic to humans and animals and is known to be carcinogenic. The toxicity of the arsenic species varies severely and a large portion of the arsenic in seafood is present in the form of the organic compound arsenobetaine, which is considered non‐toxic. Other arsenic species are generally present in lower concentrations, including the most toxic inorganic arsenic species, arsenite, As(III) and arsenate, As(V), which usually do not exceed 3% of the total arsenic in fish and crustaceans. Existent European regulations on limits of arsenic in foodstuff and feed only take into account total arsenic concentration, not the toxic arsenic species. Recently the EFSA (European Food Safety Authority) stressed the need for more data on levels of organic and inorganic arsenic in different foodstuffs and the need for robust validated analytical methods for the determination of inorganic arsenic. In this thesis results from total arsenic concentration from over 100 samples of Icelandic fish meal are presented and evaluated. The samples were microwave digested and measured with inductively coupled plasma mass spectrometry (ICP‐MS). The samples were screened for a seasonal difference in the total arsenic concentration. To evaluate the arsenic species present in the meal a sequential method of extraction was developed. In addition, a special focus was on the determination of inorganic arsenic and a previously published method for an alkaline‐alcoholic extraction of the inorganic arsenic was modified and applied. For determination of arsenic species high pressure liquid chromatography (HPLC) was coupled to the ICP‐MS. The predominant arsenic species found in all samples was the non‐toxic arsenobetaine. Inorganic arsenic was found not to exceed 4% of total arsenic concentration in 12 samples of fish meal. However, a suspicion of co‐elution arose, and when another analytical instrument technique (Hydride generation atomic fluorescence spectroscopy (HPLC‐HG‐AFS)) was applied, concentration of inorganic arsenic was approximately three times lower in a certified reference material, TORT‐2. The alkaline‐alcoholic extraction method was found to give convincing upper limits of the inorganic arsenic concentration in fish meal samples. These results show the necessity of further method development and separate methods when identifying and quantifying species. This furthermore stresses the need for a certified value of inorganic arsenic in a certified material to check the robustness of developed methods.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of salted fish in the Nordic countries. Variation in quality and characteristics of the salted products

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ingebrigt Bjørkevoll, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA (Journal nr. 510‐036)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Production of salted fish in the Nordic countries.   Variation in quality and characteristics of the salted products

The Nordic countries are the largest exporters of salted gadoid products, whereas countries in South‐Europe and Latin America are the biggest importers. In Norway, Iceland and Faroe Islands, cod is primarily used for the production. The characteristics of the salted fish, such as commercial quality and weight yield vary between the countries and between producers. These attributes are influenced by differences in catching methods, handling and salting methods. This report summarises the variation in these procedures, and in addition, the market segmentation of salted products, from the different countries.

Meginhluti saltfiskframleiðslu í heiminum fer fram innan norrænu landanna en stærsti neytendahópurinn er í S‐Evrópu og S‐Ameríku.   Þorskur er megin hráefnið en einnig er framleiddur saltfiskur úr öðrum skyldum tegundum, s.s. ufsa, löngu, ýsu og keilu.    Eiginleikar saltfiskafurð, svo sem gæði og nýting, eru breytilegir milli framleiðslulanda og framleiðenda.    Þessir breytur eru háðar veiðiaðferðum, hráefnismeðhöndlun og söltunaraðferðum.    Skýrslan er samantekt á breytileika í þessum þáttum milli framleiðslulanda, ásamt úttekt á hlutdeild þeirra á saltfiskmörkuðum.

Skoða skýrslu

Fréttir

Rekjanleiki afurða í íslenskum sjávarútvegi

EPCIS staðall notaður við að sýna fram á rekjanleika afurða í íslenskum sjávarútvegi.

Fyrir stuttu fór fram tilraunakeyrsla í karfavinnslu HB Granda í Reykjavík þar sem notast var við EPCIS staðalinn við að sýna fram á rekjanleika afurða með þeim tilgangi að auka öryggi afurða og upplýsingaflæði innan virðiskeðjunnar. Tilraunakeyrslan gekk vel og munu helstu niðurstöður verða kynntar á ráðstefnum beggja vegna Atlandsála á næstu misserum.

Í verkefninu „eTrace“ er verið að skilgreina, þróa og innleiða rekjanleikakerfi sem byggir á EPCIS staðli frá EPCGlobal (www.epcglobalinc.org) sem byggir að hluta til á RFID (Radio Frequency IDentificaton) tækni. EPCIS staðallinn gerir það kleyft að skiptast á upplýsingum um EPC-merktar vörur, innan og á milli fyrirtækja. Í verkefni þessu eru upplýsingar um öryggi matvæla samþáttaðar við aðrar rekjanleikaupplýsingar í rauntíma. Megin tilgangur með svona kerfi er að tryggja fullkominn rekjanleika og auka um leið öryggi afurða og upplýsingastreymi.

Auk Matís eru meðal annars norsku fyrirtækin SINTEF og TraceTracker, háskólinn í Lundi, tæknifyrirtækið Roi4u og sænska fiskveiðieftirlitið þátttakendur í verkefninu, sem styrkt af SafeFoodEra áætluninni.

Tilraunin fór þannig fram að fiskiker HB Granda voru merkt með rafrænu auðkenni (RFID) sem sendir frá sér útvarpsbylgjur. Merkin samanstanda af rafrás (circuit) sem geymir og vinnur úr upplýsingum og loftneti til að senda og taka á móti upplýsingum. Hröð þróun hefur verið í gerð svona merkja á undanförnum árum og er nú svo komið að svona merki rúmast í litlum límmiða. Notast var við handlesara frá Nordic (ID PL3000), og var gögnum hlaðið þráðlaust með Wi-Fi tengingu þar sem veflægt EPCIS kerfi frá TraceTracker tók á móti gögnum.

Þessi rafrænu merki voru svo lesin af fiskikerum, vinnslukerum, frauðplastkössum og vörubrettum í gegnum ferlið til að fá rekjanleika afurða í gegnum vinnsluferlið. Þessi tilraun fór aðeins fram innan veggja HB Granda en ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að fylgja vöru alla leið til neytenda. Með þessum reglulega aflestri næst tenging frá veiðum og vinnslu til endanlegrar vöru. Þetta opnar möguleika á stórbættri upplýsingagjöf milli aðila innan virðiskeðjunnar og til neytenda.

Trace_tracker_yfirlitsmynd
Mynd 1. Yfirlitsskjámynd frá karfavinnslunni hjá HB Granda úr hugbúnaði TraceTracker sem þróaður hefur verið í verkefninu.

Á mynd 1 hér að ofan sést einn veiðidagur, sem skilaði 38 kerum af ísuðum karfa. Þessi ker fara í gegnum vinnsluna í Reykjavík þar sem þau verða að 12 kerum af flökuðum karfa. Í þessu verkefni var 7 kerum fylgt í gegnum pökkunina þar sem þau enduðu í 329 frauðplastkössum sem staflað var á 5 bretti. Á bak við hvern lið á þessar mynd eru víðtækar upplýsingar um hvern einasta hlut með rekjanlegt auðkenni.

Þetta kerfi gerir það mögulegt að tengja aðrar upplýsingar við tilkomandi rekjanlegan hlut eða atburð í vinnslunni sjálfri. Þannig var til að mynda lesið af hitastigssíritum með sömu handlesurum og rafrænu auðkennin og þannig hægt að tengja hitastigsniðurstöður beint við ákveðin ker eða kassa í ferlinu, eða jafnvel heilar lotur af afurðum ef svo ber undir. Einnig gefst kostur á að tengja upplýsingar frá gæðakerfum, eftirlitsaðilum og vottunaraðilum beint við viðkomandi hóp auðkenna og þannig er hægt að sýna öðrum aðilum í virðiskeðjunni fram á mæliniðurstöður fyrir óæskileg efni, hitastigsferil, tengingu afurða við kvóta eða vottunarupplýsingar.

Með svona kerfi næst „fínni“ rekjanleiki en nú er fyrir hendi. Með núverandi rekjanleikakerfum er yfirleitt hægt að rekja vörur niður á skip og veiðidag, en svona kerfi gæti rekið vörur jafnvel niður á ákveðin veiðihol. Með auknum upplýsingum ætti að vera hægt að stjórna vinnslu afurða betur og ná fram enn betri nýtingu, einnig opnar svona kerfi möguleika á aukinni sjálfvirkni í framleiðslu og aukinni upplýsingagjöf til kaupenda.

Með stöðlun upplýsinga næst að samkeyra upplýsingar úr mismunandi kerfum, en eins og staðan er í dag eru yfirleitt mörg kerfi í notkun við veiðar, vinnslu og sölu afurða. Hugmyndin er að þau kerfi sem eru fyrir hendi sendi frá sér upplýsingar á stöðluðu formi til EPCIS kerfis, þannig stjórnar hver aðili fyrir sig í virðiskeðjunni hvaða upplýsingar hann vill sýna öðrum aðilum eins og sýnt er á mynd 2. Þannig opnast möguleikar fyrir að stórauka upplýsingagjöf milli aðila í virðiskeðjunni og til neytenda.

Trace_tracker_rekjanleiki
Mynd 2. Yfirlit fyrir ætlaða virkni EPCIS rekjanleikakerfis. Við flæði afurða í virðiskeðjunni verða til margþættar upplýsingar sem geta nýst við upplýsingagjöf til viðskiptavina en eru líka nauðsynlegar til að uppfylla reglugerðir. Upplýsingar á stöðluðu formi eru settar í EPCIS gagnagrunn af hverjum aðila fyrir sig í virðiskeðjunni, sá aðili stjórnar svo hvaða upplýsingum hann vill deila með öðrum aðilum í keðjunni, sem og neytendum.

Ljóst er að kröfur um rekjanleika afurða eru alltaf að aukast. Notkun rafrænna auðkenna og sjálfvirk gagnatekja er góð aðferð tryggja rekjanleika þeirra. Ætla má að íslensk fiskveiðifyrirtæki og vinnsluaðilar fari meira útí sjálfvirka gagnasöfnun um leið og fiskiker verða merkt með rafrænu auðkenni. Þá munu sjálfvirkar aflestrarstöðvar leysa af handlesara eins og notaðir voru í þessari tilraun.

Slík virkni eins og EPCIS staðallinn bíður uppá, þar sem upplýsingar frá mismunandi stöðum eru samþættar og tengdar við viðkomandi auðkenndan hlut eða vinnslu getur nýst matvælaframleiðendum, söluaðilum sem og neytendum á margvíslegan hátt. En eins og staðan er í dag tapast oft mikilvægar upplýsingar í virðiskeðjunni eða aðgengi að þeim er torveldað með ósamþættum kerfum og þar að leiðandi mjög tímafrekt að finna réttar upplýsingar fyrir viðkomandi auðkennisnúmer.

Gott rekjanleikakerfi veitir einnig möguleika að fræða neytendur enn frekar um vöru, sýna fram á sótspor hennar, fæðumílur auk atriða eins og hvernig varan var unnin og að hún sé veidd úr sjálfbærum fiskistofni. Aðrir þættir geta einnig verið mikilvægir neytendum, eins og hvort varan sé holl, hvort hún innihaldi þekkta ofnæmisvalda, eru umbúðirnar endurnýtanlegar, hvort starfsmönnum hafi verið umbunað með réttlátum hætti og hvort varan sé örugg og lögleg. Með því að geta svarað spurningum sem þessum á auðveldan hátt myndast traust á viðkomandi vörumerki.

Nýjungar eins og tvívíddar strikamerki ásamt nýlegum farsíma gera það mögulegt að neytendur geta fengið upplýsingar um vöru strax við búðarhilluna. En með því að taka mynd af tvívíðu strikamerki (eða hefðbundnu strikamerki) á afurðum detta þeir inná heimasíðu afurðar þar sem hægt er að fræða þá um viðkomandi þætti. Mikilvægt er að þær upplýsingar sem standa neytendum til boða séu tengdar rekjanleikakerfinu, til að sýna fram á mest viðeigandi upplýsingar fyrir tiltekna afurð fyrir sig.Auknar kröfur eftirlitsaðila, upplýstari neytendur og hröð farsímaþróun gerir það að verkum að ör þróun er um þessar mundir í öllu því sem snýr að rekjanleika afurða og framsetningu upplýsinga. Því er mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að taka þátt í svona tilraunum til að sjá hvaða tæknimöguleikar eru handan við hornið.

Nánari upplýsingar veitir Valur Norðri Gunnlaugsson.

Fréttir

Matís með erindi á fræðslufundi MAST um transfitusýrur

Matvælastofnun heldur fræðslufund um transfitusýrur þriðjudaginn 30. nóvember 2010 kl. 15:00 – 16:00. 

Á fundinum verður fjallað um áhrif transfitusýra á lýðheilsu, greiningu transfitusýra í íslenskum matvælum og væntanlega reglugerð um takmörkun á magni transfitusýra í matvörum hérlendis.

Hvað er transfitusýrur, hvers vegna finnast þær í matvælum og í hvaða matvælum eru meðal þeirra spurninga sem teknar verða fyrir á fundinum. Fjallað verður um greiningar á transfitusýrum í íslenskum matvælum og þróunina í transfitusýruneyslu. Heilsufarsleg áhrif af neyslu transfitusýra verða skoðuð og fyrirhuguð reglugerð um transfitusýrur kynnt, ásamt framkvæmd eftirlits.

Gestafyrirlesarar verða Hólmfríður Þorgeirsdóttir frá Lýðheilsustöð, verkefnisstjóri nýrrar landskönnunar á mataræði sem nú stendur yfir, og Ólafur Reykdal frá Matís, sem nýverið hlaut Fjöregg MNÍ 2010 fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði.

Fyrirlesarar:
    Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð
    Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís
    Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa – Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar á www.mast.is.

Fréttir

Vottun íslenska þorskstofnsins

Vottun í framkvæmd – kynningarfundur 19. nóvember. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 19. nóvember frá kl. 14-16 í Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, Reykjavík.

Tilgangur fundarins er að kynna stöðu í verkefninu um vottun ábyrgra veiða Íslendinga, hagnýtar upplýsingar sem tengjast vottuninni og nýtingu hennar í markaðslegum tilgangi. 

Dagskrá:
14.00 Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda og formaður fagráðs sjávarútvegs hjá Íslandsstofu
Félag um merki og vottun
Gjald og innheimta

14.10  Kristján Þórarinsson, varaformaður Fiskifélags Íslands og formaður tækninefndar um ábyrgar veiðar
Bakgrunnur og staða vottunar
Tæknileg framkvæmd verkefnisins

14.30  Mike Platt, Global Trust
Hagnýtar upplýsingar um framkvæmd vottunar og umsóknarferli í vottun
Umsóknarferlið fyrir rekjanleikavottun (Chain of Custody)

14.50
  Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Hagnýtar leiðbeiningar um notkun upprunamerkisins, með og án vottunar
Kynning og markaðssetning

15.10  Fyrirspurnir og umræður


Pallborð: Eggert B. Guðmundsson, Kristján Þórarinsson, Finnur Garðarsson, Guðný Káradóttir og Mike Platt
 Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins.Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

www.responsiblefisheries.is

IS