Fréttir

Actavis nýtir sér sérhæfða rannsóknarþjónustu Matís

Samheitalyfjaframleiðandinn Actavis nýtir sér þjónusturannsóknir hjá Matís. Actavis er eitt af 5 stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heiminum og hefur samstarf Matís og Actavis gengið mjög vel.

„Allt frá því Matís varð til hefur fyrirtækið annast fyrir okkur örverurannsóknir á hráefnum og fullbúinni vöru, auk rannsókna á umhverfissýnum. Samstarfið er því fastur liður í framleiðslu Actavis og verið farsælt frá upphafi,” segir Herborg Hauksdóttir, ábyrgðarhafi í gæðatryggingardeild lyfjaframleiðslufyrirtækisins Actavis. Hún segir þjónustusamning við Matís spara fyrirtækinu kostnaðarsama uppbyggingu á eigin rannsóknaraðstöðu.

Herborg segir að uppfærslur á aðferðum við örverumælingar hafi ávallt gengið vel með liðsinni starfsfólks Matís. „Við vinnum undir kröfum lyfjayfirvalda, bæði hérlendis og á öðrum markaðssvæðum okkar, um að gera örverumælingar og völdum að nýta okkur bæði fyrsta flokks aðstöðu og starfsfólk hjá Matís í þennan verkþátt. Mælingarnar eru mjög sérhæfðar og yfir þeirri sérhæfingu býr Matís,” segir Herborg.

Auk örverumælinga á hráefnum og fullbúinni vöru hjá Actavis sér Matís um mælingar á umhverfissýnum þar sem til að  mynda vatn er vaktað, sem og aðrir umhverfisþættir innan fyrirtækisins. „Við lútum mjög ströngum kröfum um  lyfjaframleiðslu og því veljum við okkur líka þá bestu rannsóknarþjónustu sem við eigum völ á,” segir Herborg Hauksdóttir hjá Actavis.

Fréttir

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Verkefni er nú lokið hjá Matís, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. og 3X Technology ehf. sem hefur það að markmiði að auka verðmæti bolfiskafla með því að þróa feril sem eykur nýtingu og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum s.s hryggjum sem fellur frá flökunarvélum og afskurði sem fellur frá snyrtilínum.

Megináherslur í verkefninu eru þróun og smíði á eftirtöldum einingum til að hægt sé að framleiða hágæða marning úr hryggjum. Um eftirtaldar einingar/verkþætti er um að ræða:

Hryggjarskurðarvél  > Marningsþvottavél  >  Marningspressa  >  Marningspökkunarvél

Lýsing á marningskerfinu:  Hryggjum er sturtað inn á innm.borð fyrir framan hryggjaskurðarvélarnar. Hryggjunum er raðað inn í skurðarvélarnar, dálkarnir eru skornir frá og fara fram úr vélinni inn á færiband sem flytur þá í burtu. Skottin detta niður undir vélinni og eru flutt inn á marningsvélina þar sem þau eru mörð niður í annarsvegar marning og hinsvegar bein og rusl. Marningurinn er fluttur áfram í þvottatromluna þar sem hann er skolaður og síðan fluttur áfram til marningspressuna þar sem hún pressar vatnið úr marningnum. Eftir pressuna er hugmyndin að marningurinn nái að vera með staðlað vatnsinnihald (stilling framan á pressunni). Síðan er marningurinn fluttur með færibandi til marningspökkunarvélina þar sem hún skammtar réttu magni í þar til gerðar marningsöskjur.

Endanleg markmið línunnar er að ná að hvíta marninginn og auka þannig verðgildi hans.

Hvítun marningsins fæst með því að skola hann hressilega með vatni í þvottatromlunni og þar á eftir að „skvísa“ vatnið út aftur í marningspressunni.

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Matís ohf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology ehf.

Skýrslu úr verkefninu má finna hér.

Verkefnið var til eins árs og var styrkt af AVS (www.avs.is) rannsóknasjóðnum.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is.

Fréttir

Nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski

Nú er lokið verkefninu „Vinnsluferill línuveiðiskipa“ sem hafði það að markmiði að þróa og hanna nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski eftir veiði um borð í línuveiðiskipum með það að leiðarljósi að hámarka hráefnisgæði, auka vinnuhagræði og draga úr kostnaði við ferlið.

Farið var í sjóferð um borð í Stefni ÍS 28 til að prófa kæli og blóðgunarkörin þar um borð sem smíðuð og framleidd eru af 3X Technology. Tilgangur þeirrar ferðar var að finna út hvaða vinnsluaðferð skilaði bestum árangri m.t.t gæði hráefnisins. Prófaðar voru mismunandi aðferðir (mismunandi hópar) með blóðgun, slægingu og kælingu hráefnisins um borð. Til að meta gæðin var síðan lagt mat lit og los flakana í vinnslu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði.

Helstu niðurstöður þessa verkefnis gáfu til kynna að með því að láta fiskinn blæða í sjó, með miklum vatnsskiptum, eftir að búið er að slægja fiskinn og áður en hann fer í kælingu, gefur betri litar holdgæði á flakinu. Þegar los flakana var skoðað í skynmatinu, þá reyndist ekki nægjanlega marktækur munur á milli hópana, þ.e.a.s engin ein vinnsluaðferð skar sig úr í gæðum m.t.t loss.

AVS_linuveidiskip_2

Línuritið hér fyrir neðan sýnir plott þriggja hitanema fyrir hóp nr 1. Einn nemi í hvorum fisk fyrir sig. Fiskarnir voru síðan raðaðir í 440L kar niðri í lest, einn fiskur staðsettur neðst, einn í miðju og einn efst. Sjá má einnig af línuritinu hversu snögg kæling fisksins verður niður í ca -0,5°C á 25 mínútum við að nota krapa-kælikerin. Síðan er fisknum komið fyrir niður í lest þar sem hitastigið helst áfram vel niður fyrir núll gráðurnar þar til í vinnslu er komið nokkrum dögum seinna.

AVS_linuveidiskip_1

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Matís ohf, 3X Technology ehf, Vísir hf, Brim hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og Samherji hf. AVS rannsóknasjóður (www.avs.is) og Tækniþróunarsjóður styrkja þetta verkefni.

Út kom skýrsla vegna verkefnisins en hún er lokuð. Skýrsluágrip má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is.

Fréttir

Matís vinnur til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu

Matís tók fyrir stuttu þátt í International Marine Ingredients Conference sem fram fór í Ósló í Noregi. Þar fékk Matís verðlaun fyrir veggspjald sem sýnt var á ráðstefnunni.

Veggspjaldið má sjá hér.

Upplýsingar um fleiri veggspjöld, einblöðunga, bæklinga og fleira útgáfuefni frá Matís má finna hér.

Fréttir

Fagur fiskur vekur athygli á Norðulöndum

Nú nýverið birtist grein um Fagur fiskur þættina sem sýndir voru á RUV við fádæma góðar undirtektir.

Fréttin birtist á vef Ny Nordisk Mat og er svohljóðandi:

ISLAND: På islandsk TV kan man nu hver søndag kl. 19.35 på RUV, kanal 1, se ”Smukke Fisk” – ”Fagur Fiskur” på islandsk – der skal inspirere til at spise Islands mange fisk på lige så mange måder.  Ideen startede hos Matís med et videnskabeligt speciale, hvor Gunnþórunn Einarsdóttir konkluderede, at unge mangler både viden og opmuntring til at spise fisk. Sammen med produktdesigner Brynhildur Pálsdóttir og SAGA Film er det nu blevet til en række TV udsendelser, hvor fisken spiller hovedrollen. Se website her: www.fagurfiskur.is/.
Nánar á: www.nynordiskmad.org

Nánar um Fagur fiskur á Facebook, á www.fagurfiskur.is og hjá Gunnþórunni Einarsdóttur, starfsmanni Matís og upphafsmanni Fagur fiskur, gunnthorunn.einarsdottir@matis.is.

Fréttir

Unnið að framleiðslu fiskisósu

Brimberg ehf. á Seyðisfirði hefur forgöngu um nýtt verkefni, í samstarfi við Gullberg, Síldarvinnsluna og Matís ohf., er miðar að framleiðslu á fiskisósu

Vinna við verkefnið hófst í október á Seyðisfirði með þátttöku starfsmanna Matís og japansks sérfræðings frá japönskum samstarfaðila Matís, Matvælaframleiðslurannsóknarsetri á Hokkaido eyju í Japan. Japanski sérfræðingurinn sýndi Íslendingum rétt handtök í upphafi verkunar fiskisósunnar. Ómar Bogason hjá Brimbergi er verkefnisstjóri í verkefninu. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði og Vaxtarsamningi Austurlands.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, arnljotur.b.bergsson@matis.is.

Fréttir

Langar þig að eignast hreinræktaðan hund?

Langar þig til þess, með erfðagreiningu, að vita „hverra hunda“ hann er? Matís framkvæmir erfðagreiningar á dýrum, þ.m.t. hestum, hundum, fiskum ofl.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Fréttir

Ólafur Reykdal, starfsmaður Matís, hlýtur Fjöregg MNÍ 2010

Nú stendur yfir Matvæladagur MNÍ 2010 og er mikill fjöldi sem lagt hefur leið sína á hótel Hilton.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993 á Matvæladegi MNÍ.

Nú rétt í þessu var Fjöreggið afhent á Matvæladegi MNÍ. Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og starfsmaður hjá Matís, hlaut Fjöreggið 2010 fyrir þátttöku sína í rannsóknum á íslensku byggi til manneldis. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs og unnið að gæðakröfum til viðmiðunar fyrir notkun á byggi í matvælaframleiðslu og bjórgerð. Þessar rannsóknir hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf í ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi.

Matís óskar Ólafi innilega til hamingju!

Fréttir

Starfsmaður Matís tilnefndur til Fjöreggs MNÍ 2010

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993 á Matvæladegi MNÍ.

Maturinn er mannsins megin – Fjöregg MNÍ 2010

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (www.mni.is) hefur veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993 á Matvæladegi MNÍ. Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk sem táknar Fjöreggið og eru verðlaunin veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.

Að þessu sinni barst MNÍ fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa og eru fimm af þeim tilnefndir til Fjöreggsins. Það kemur síðan í hlut dómnefndar að velja verðlaunahafann úr þeim tilnefningum. Í dómnefndinni sitja Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir á Heilsustofnun NLFÍ og Heilsuborg, Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar og Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður náttúru ehf.

Við setningu matvæladagsins verður tilkynnt hver hlýtur Fjöreggið og mun Orri Hauksson formaður dómnefndar afhenda vinningshafa verðlaunagripinn.

Eftirfarandi eru tilnefndir til Fjöreggs MNÍ 2010:

Fjörostur
Fjörostur frá MS kom á markað á síðasta ári, sem er umhverfisvæn nýsköpun og nýr valkostur í mögrum mjólkurafurðum. Við framleiðsluna er stuðst við nýja tækni, fjölþrepa örsíun, sem gerir kleift að nýta mysu sem annars fellur til við ostagerð og framleiða úr henni mysupróteinþykkni. Það hefur m.a. þá eiginleika að gefa vöru mýkt og rúnnað bragð,  en Fjörostur inniheldur einungis 9% fitu og er fituminnsti brauðosturinn á markaðnum í dag. Fjörosturinn dregur nafn sitt af Fjörmjólk, sem einnig er fitulítil og próteinrík afurð.

Ólafur Reykdal matvælafræðingur
Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og starfsmaður hjá Matís, er tilnefndur fyrir þátttöku sína í rannsóknum á íslenski byggi til manneldis. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs og unnið að gæðakröfum til viðmiðunar fyrir notkun á byggi í matvælaframleiðslu og bjórgerð. Þessar rannsóknir hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf í ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi. 

Saffran veitingastaðir
Veitingastaðurinn SAFFRAN opnaði á síðasta ári á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. SAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, ferskan og framandi mat á lágu verði. Notað er að mestu íslenskt hráefni við matargerðina og er allt brauðmeti bakað á staðnum. SAFFRAN er áhugaverður nýr valkostur á veitinga- og skyndibita markaðnum, sem hefur náð til ungs fólks og notið vinsælda allt frá opnun.

Lýsi hf.
Lýsi á sér langa sögu í framleiðslu á lifrarlýsi. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað á grundvelli vöru- og markaðsþróunar og er nýleg verksmiðja þeirra ein sú fullkomnasta í heimi. Lýsi framleiðir margar tegundir lýsisafurða, fæðubótarefna og fjörefna, fyrir kröfuharða viðskiptavini jafnt innanlands sem erlendis. Lýsi er stærsti einstaki framleiðandi og söluaðili að fæðubótarefnum á innanlandsmarkaði.

Matvælaskólinn hjá Sýni
Á undanförnum árum hefur Rannsóknaþjónustan Sýni ehf þróað námskeið fyrir starfsmenn í matvælafyrirtækjum og mötuneytum. Matvælaskólinn hjá Sýni hefur haft gæðastjórnun, gæðaeftirlit og öryggi matvæla í öndvegi og jafnframt er lögð áhersla á námskeiðahald til að auka fjölbreytni og hollustu máltíða. Matvælaskólinn hefur í samstarfi við hagsmunaaðila atvinnulífsins þróað nýjar námsleiðir fyrir starfsmenn matvælaiðnaðar og aðlagað námskeiðahald að þörfum fyrirtækja.

Fréttir

Vinnufundur um línufisk

Dagana 19. og 20. október sl. var haldinn hér á landi vinnufundur um veiðar, vinnslu, markaðssetningu og fleiri atriði er snúa að línufisk

Fundurinn var haldinn á vegum Matís, Nofima, Háskólans í Tromsø og Havstovunnar í Færeyjum, en alls tóku um 70 manns frá sjö löndum þátt í vinnufundinum.  Umræðuefnunum var skipt upp í fjóra flokka þar sem 4-5 aðilar héldu framsögu og að því loknu fóru fram almennar umræður meðal þátttakenda.  Fjallað var meðal annars um gæðamál, rekjanleika, markaðssetningu, neytendur, umhverfismál, tæknilausnir, veiðarfærarannsóknir, skipahönnun, hráefnismeðferð, fiskveiðistjórnun o.m.fl.

Umræður þátttakenda leiddu í ljós að aðilar í virðiskeðju línufisks á Íslandi, Færeyjum og Noregi eiga margt sameiginlegt og er greinilega fyrir hendi samstarfsgrundvöllur á milli þjóðanna hvað varðar rannsóknir og þróun.  Almennt voru aðilar sammála um að helsti kostur línuveiða væri að þær gæfu möguleika á mun betri afurðagæðum en þegar að önnur veiðarfæri eru notuð.  Einnig var talið mikilvægt að leggja áherslu á að umhverfisáhrif línuveiða eru mun minni en þegar veitt er t.d. með botnvörpu og því er oft vísað til línunnar sem LIFE-gear (Low Impact Fuel Efficient).

Nokkra athygli vakti meðal íslensku þátttakendanna hve mikla vinnu Norðmenn hafa lagt í rannsóknir og þróun á sviði veiðarfærarannsókna og skipahönnunar.  Reyndar má skipta norska línuflotanum upp í tvo aðskilda flokka þ.e. úthafsflotann og strandveiðiflotann.  Í úthafsflotanum eru um 50 frystiskip sem öll eru tæknilega mjög fullkomin t.d. eru nokkur þeirra sem draga línuna upp um stokk sem annað hvort er staðsettur úti í síðu eða í miðju skipinu.  Þessi skip geta því verið að í nánast hvaða veðrum sem er og tap af krókum er mun minna en þegar dregið er á hefðbundinn hátt.  Nú er verið að afhenda nýjasta skipið í þessum flokki, en það er Geir II og kostar hann um 3,6 milljarða IKR.  Strandveiðifloti þeirra Norðmanna er hins vegar mun frumstæðari og þar vantar oft mikið upp á að hráefnismeðferð sé sem skyldi.  Eitt af helstu vandkvæðunum sem þar er við að eiga er að í gildi eru lágmarksverð sem valda því að nær sama verð er greitt fyrir allan fisk, sama hver gæði hans eru.  Einnig skapar það vandræði að megnið af afla þessa útgerðaflokks fæst á tiltölulega afmörkuðu tímabili. 

Í þeim tilvikum sem Íslendingar gæta vel að hráefnismeðferð,  standa þeir framar Norðmönnunum hvað þau mál varðar.  Hið sama á við um nýtingu hverskyns upplýsinga í öllum hlekkjum virðiskeðjunnar.  Á vinnufundinum kom útgerðarfélagið Eskøy (sem er í eigu íslenskra aðila) allnokkuð til umræðu, en fyrirtækið hefur yfir að ráða tveimur bátum til línuveiða í Noregi.  Vel þykir hafa tekist til og er horft til félagsins hvað hráefnisgæði varðar. 

Líkt og Íslendingar leggja Færeyingar mikla áherslu á gæði línufisks.  Nokkur umræða spannst um mismun á fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra og kerfum Íslendinga og Norðmanna.  Virðist það almenn skoðun Færeyinga að sóknardagakerfi þeirra sé í raun mun umhverfisvænna en kvótakerfi.

Að loknum þessum vinnufundi er þátttakendum ljóst að Íslendingar, Færeyingar og Norðmenn geta lært ýmislegt af hvorum öðrum og er þess vænst að í framhaldi af vinnufundinum verði hægt að stofna til frekari samstarfs á sviði rannsókna og þróunar er snúa að virðiskeðju línufisks.

Erindi frummælenda eru nú aðgengileg á heimasíðu Matís:Þriðjudagur 19. október

08:30 – 11:15

Why a workshop on longlining?
Edgar Henriksen, Nofima Market, Norway

The UK seafood market: where does longline-caught fish fit in?
Philip MacMullen, Seafish, UK

What is so good about longline-caught fish?
Terje Kjølsøy, Ålesundfisk AS, Norway

Documentation of quality and environment issues – is that useful?
Kine Mari Karlsen, Nofima Market, Norway

From Seafloor to Consumer- a value chain project for longline fishing.
Bjørn Tore Rotabakk, Nofima Mat, Norway

12:00 – 16:00
What do we need to know to design the next generation longline vessels?
Lasse Rindahl, SINTEF, Norway

Development of new hauling systems.
Roger Larsen, BFE, University of Tromsø, Norway

Challenges in further development of autoline.
Christian H. Engh, Mustad Longline, Norway

Challenges in designing systems for fish handling preserving quality and value through the value chain.
Sveinn Margeirsson, Matís, Iceland

How can IT improve the fleets over all efficiency?
Kolbeinn Gunnarsson, Trackwell, Iceland

Miðvikudagur 20. október
08:30 – 11:00  

Is there a potential for improved earnings in the longline fleet and the value chain by marketing of the qualities of longline-caught fish?
Svavar Þór Guðmundsson, Sæmark Seafoods Ltd., Iceland

Optimizing profitability in the longline fleet. Which are the important parameters?
Erla Ósk Pétursdóttir, Vísir hf, Iceland

Longline-caught fish in the Faroese fishing industry.
Páll Gregersen, P/F PRG Export, Faroe Islands

Challenges in developing a longline fishery in Greenland.
Alfred E.R. Jacobsen, KNAPG, Greenland

12:00 – 14:00
Strength and weaknesses in the Faroese fishing day’s system in relation to boat owner’s economy.

Johannus M. Olsen, the Faroese longliners organisation

Management regimes for fisheries with respect to efficiency and responsible fishing.
Dominic Rihan, Ireland, ICES-FAO Working Group on Fisheries Technology and Fish Behaviour.

How do regulations in general and parameter regulations especially affect longlining?
Svein Løkkeborg, Institute of Marine Research, Norway

What are the effects of stimulating longline fisheries with special reference to regional development?
Jahn Petter Johnsen, BFE, University of Tromsø

Frekari upplýsingar um vinnufundinn má fá hjá jonas.r.vidarsson@matis.is

IS