Fréttir

Ábyrg matvælaframleiðsla – Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið SÞ, fimmtudaginn 31. maí í Hörpu kl. 13.00-16.00. Skráning hér.

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eða heimsmarkmiðin, sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2015 boða framfarir á heimsvísu. Þau snúa að samfélaginu í víðasta skilningi, s.s. framleiðsluháttum, notkun á orku, samvinnu, útrýmingu á fátækt og hungri og eiga að tryggja góða heilsu og vellíðan svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðin sem eru sautján að tölu ásamt 169 undirmarkmiðum og ber ríkjum heims að ná þeim fyrir árið 2030.

Boðað er til ráðstefnu til að skoða hvernig markmiðin snerta íslenska matvælaframleiðslu, allt frá stefnumörkun til aðgerða sem fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld koma að. Leitast verður við að varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem markmiðin hafa á íslenska matvælaframleiðslu.

Að samstarfinu standa Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Matarauður Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins.

Dagskrá
Kl. 13.00 Setning og afhending verðlauna Ecotrophelia Ísland
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Matvælalandið Ísland: Samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís

The Sustainable Development Goals: Opportunities for the Icelandic Food Industry
Serena Brown, director, Sustainable Development KPMG International

Áfram veginn
Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola European Partners á Íslandi

Ábyrgar fiskveiðar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Reynslusögur úr ýmsum áttum
• Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi
• Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks
• Bryndís Marteinsdóttir,  verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins
• Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu
• Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís

Fundarstjóri: Elín Hirst fjölmiðlakona.

Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

Harpa – Kaldalón
fimmtudaginn 31. maí
kl. 13.00-16.00

Fréttir

Spennandi ráðstefna í haust um tækifærin í nýtingu ígulkera á Norðurslóðum

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Ráðstefna um nýtingu ígulkera fer fram í haust á Matís þar sem þar sem horft verður til helstu þátta við nýtingu ígulkera s.s. veiðiaðferðir, fiskveiðistjórnun og stofnmat, reglugerða, flutnings, vinnslu og markaða. Fengið verður innlegg frá öðrum þjóðum s.s. Írlandi og Kanada.

Nánari upplýsingar þegar líður að hausti og hjá Guðmundi Stefánssyni (tengiliðaupplýsingar hér til hliðar).

Fréttir

Þróun á matvörum fyrir eldra fólk sem hætt er við vannæringu – MS fyrirlestur við HÍ

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Að vera vel nærður er mikilvægt fyrir líkamlega- og andlega heilsu. Vannæring er algeng meðal eldri einstaklinga sem koma inn á spítala. Eftir útskrift af spítala eru þessir einstaklingar ennþá í slæmu næringarástandi.

Markmið verkefnisins var að þróa lystugar og bragðgóðar vörur sem bæta næringarástand eldri einstaklinga. Áhersla var lögð á að þróa vörur með mjúka áferð vegna tyggingar- og kyngingarörðugleika, sem einnig voru orkuþéttar og próteinríkar og jafnframt auðveldar í meðhöndlun með tilliti til minni hreyfigetu og vöðvastyrks.

Hvar: Læknagarður, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík

Hvenær: Föstudaginn 18. maí kl. 15.30 -16.15

Leiðbeinendur: Kolbrún Sveinsdóttir, Matís og Guðjón Þorkelsson, Matís, HÍ

Prófdómari: Ingibjörg Gunnarsdóttir, HÍ

Prófstjóri: Ólöf Guðrún Geirsdóttir, HÍ

Fréttir

Sendiherra BNA í heimsókn í Matís á Ísafirði

Starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var á Vestfjörðum í gær. Sendiherrann og fylgdarlið heimsóttu meðal annars Matís. 

Gunnar Þórðarson ráðgjafi Matís og stöðvarstjóri á Vestfjörðum tók á móti hópnum og kynnti starfsemi Matís. 

Frá vinstri: Jill M. Esposito, staðgengill sendiherra, Gunnar Þórðarson, Ester S. Halldórsdóttir, efnahags og viðskiptafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna og John P. Kill, sem starfar á sviði efnahags, umhverfis og viðskipta hjá sendiráðinu.

Fréttir

Eru tækifæri í Breiðafirði?

Málstofa af tilefni 10 ára afmælis Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, 8. maí 2018 kl. 16.30. Áhugaverðir fyrirlestrar um tækifærin sem eru til staðar í og allt í kringum Breiðafjörð. 

Boðið verður upp á veitingar. Skráning á helga@sjavarrannsoknir.is

Nánari dagskrá

Fréttir

Máltíðir eftir spítalaútskrift – næringarmeðferð til að koma í veg fyrir vannæringu aldraðra

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Vannæring aldraðra er vel þekkt vandamál. Meðal legutími á sjúkrahúsi er stuttur sem veldur því að ekki er alltaf tími til að leiðrétta næringarástand eldri sjúklinga. Því er mikilvægt að veita næringarmeðferð eftir útskrift, til að koma í veg fyrir afleiðingar sem vannæring hefur á heilsu og færni.

Verkefnið „Máltíðir eftir spítalaútskrift“ er nýhafið og skiptist í annarvegar þróun rétta fyrir eldra fólk með tyggingar og kyngingar örðugleika og hinsvegar íhlutun, þar sem upplýsingar munu fást um næringu og næringarástand aldraðra í heimahúsum. Niðurstöður úr íhlutunarþætti verkefnisins geta veitt upplýsingar um þær breytingar sem mögulega þurfa að eiga sér stað hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og leiðbeiningar um þjónustu við þennan útsetta hóp.

Samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands, Grímur Kokkur en auk þessa hafa Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursamsalan aðkomu að verkefninu.

Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Rannís.

Fréttir

Norræn ráðstefna um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi

Dagana 3. og 4. maí verður haldin norræn skynmatsráðstefna ætluð þátttakendum sem hafa áhuga á vöruþróun og upplifun neytenda innan matvælaiðnaðarins. Ráðstefnan, sem haldin verður á Matís, mun fara fram á ensku og er yfirskrift hennar “Making Sense”. Ráðstefnan hentar þeim sem koma að vöruþróun matvæla en auk þess geta þeir sem stunda vöruþróun af öðrum toga nýtt sér efnistök ráðstefnunnar.

Þar verður fjallað um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi, í tengslum við vöruþróun, matvælaframleiðslu, frá rannsóknum á markað. 

Síðasti séns til skráningar er í dag, 27. apríl. 

Fréttir

Gleðileg sumarbyrjun hjá ráðherra

Ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar byrjaði sumarið vel og nýtti fyrsta virka dag sumars til að heimsækja Matís.

Föstudaginn 20. apríl kom Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í heimsókn til Matís. Ráðherra fékk, ásamt Jóhanni Guðmundssyni skrifstofustjóra sjávarútvegs og fiskeldis, kynningu á starfsemi fyrirtækisins og stefnu þess með dæmum um áhrif af þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í matvælarannsóknir á Íslandi á undanförnum árum. Sérstaklega var vikið að þróun í tengslum við sjávarútveg. Þá var þróun undanfarinna ára í sjávarútvegi sett í samhengi við tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í landbúnaði, á grunni matvælaöryggis, sem hefur bein áhrif á byggð í landinu. 

Í stuttri skoðun ráðherra á aðstöðu Matís hitti hann fyrir önnum kafna starfsmenn Matís,  nemendur sem eru þátttakendur í Ecotrophelia nýsköpunarkeppninni um vistvæn matvæli. Á Brúnni milli atvinnulífsins og vísindasamfélagsins heimsótti ráðherra starfsmenn Margildis og Lava Seafood sem leigja aðstöðu af Matís. Á meðan ráðherra gekk um húsakynni Matís fór fram próf í matvæla- og næringarefnafræði við Háskóla Íslands á Brúnni í húsakynnum Matís. Þá skoðaði ráðherra efnamælingaaðstöðu Matís og fékk kynningu á hlutverki og hæfni starfsfólks og mælitækja. Loks skoðaði ráðherra rannsóknainnviði Matís á sviði erfðafræði.

Í heimsókninni sankaði Kristján Þór að sér fróðleik um nýsköpun í sjávarútvegi sem kemur vonandi að góðum notum á næstu dögum, til dæmis á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem stendur yfir frá 24. til 26. apríl, sem og til lengri tíma, enda mörg tækifæri til að stuðla að þróun nýrra afurða og aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu með nýsköpun til frambúðar.

Mynd með frétt

Frá vinstri: Anna Kristín Daníelsdóttir sviðsstjóri, Sveinn Margeirsson forstjóri, Kristján Þór Júlíusson ráðherra, Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri, Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri, Hrönn Ólína Jörundsdóttir sviðsstjóri.

Fréttir

250 plokkarar

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Starfsmenn í einni af stærri byggingum Grafarholts munu ekki láta sitt (og annarra) eftir liggja á mánudaginn milli kl. 11 og 13 en þá ætla allir starfsmenn Vínlandsleiðar 12-16 að plokka í sínu nánasta umhverfi en gróflega áætlað má reikna með vel á þriðja hundrað manns þegar mest verður. Tómas hjá Bláa hernum ætlar svo að koma ruslinu á sinn stað hjá Sorpu! 😉

Með þessu vilja fyrirtækin vekja athygli á þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á okkur öllum hvílir, einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, að minnka rusl í umhverfinu.

Til viðbótar skora starfsmenn Matís á aðra að gera slíkt hið sama og nefnum við sérstaklega Nýsköpunarmiðstöð, Keldur og Matvælastofnun að drífa sig í plokkið!

Fréttir

Matís og Pure Natura vinna saman með hliðarafurðir sauðfjárafurða

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Mjög spennandi verkefni hefur fengið 20 milljón króna fjárstyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en í verkefninu verður haldið áfram með þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. 

Styrkurinn er til tveggja ára og er ætlunin að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta má í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur. 

Vertu viss um að fylgjast með á heimasíðu Matís og Pure Natura hvernig þessu verkefni framvindur. Hægt er að skrá sig á póstlista Matís hér neðar, vinstra megin á síðunni. 

IS