Ert þú hjá fyrirtæki sem tekur þátt í nýsköpun, rannsóknum og/eða þróunarverkefnum? Fyrirtæki á sviði nýsköpunar og þróunar eiga möguleika á skattfrádrætti upp að ákveðnu marki af heildarkostnaði ár hvert sem fellur til vegna rannsókna- og þróunarverkefna.
Og það sem meira er, heildarkostnaður samþykktra verkefna má vera hærri ef fagþekking, þjónusta og innviðir öflugra rannsóknafyrirtækja eins og Matís eru nýttir.Með þessu er komið til móts við þá sem eru að taka sín fyrstu skref í virðisaukandi framleiðslu eða þjónustu.
Góð og sannreynd gögn eru nauðsynlegur grunnur áreiðanlegra upplýsinga til að tryggja rökstuddar ákvarðanir. Burtséð frá því hvaða ákvarðanir eru teknar og hvernig þær reynast, eru gögn og upplýsingar grunnur rökræðunnar. Mikilvægt er að gögn og upplýsingar byggi á samræmdum og stöðluðum aðferðum þannig að nýta megi þær af þekkingu.
Í sjávarútvegi sem og öðrum greinum er mikið magn gagna að finna, gagna sem eru grunnur að mörgum mikilvægum og afdrifaríkum ákvörðunum sem hafa áhrif á alþjóðasamskipti, samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga.
Í þessu samhengi var ákveðið að meta afmörkuð opinber gögn um síldveiðar, vinnslu og verðmætasköpun í Noregi og Íslandi og reyna að meta hvort gögn sem birtast í opinberum gagnagrunnum þessara landa geti svarað nokkrum samanburðarspurningum með áreiðanlegum hætti.
Niðurstaðan er nokkuð skýr: Opinberar upplýsingar um afla er erfitt að tengja við opinberar upplýsingar um afurðir og verðmætasköpun með áreiðanlegum hætti. Skráning afurða í rétt tollskrárnúmer getur haft mikil áhrif, óstaðfestar upplýsingar um yfirvigt geta breytt samanburðinum umtalsvert o.s.frv.
Nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á allri virðiskeðju sjávarafurða varðandi skráningu og birtingu gagna ef sá möguleika á að vera til staðar að taka áreiðanlegar og rökstuddar ákvarðanir byggðar á bestri fáanlegri þekkingu hverju sinni. Líklegt má teljast að sama gildi um virðiskeðjur annarrar matvælaframleiðslu hér á landi.
Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi.
Megin ástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti.
Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.
Tög: gögn, upplýsingar, virðiskeðja, síld
English summary
The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. In order to do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization.
Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains, it is clear that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.
Næsta námskeið hjá Matís fer fram 11. og 12. október nk. og eru efnistökin að þessu sinni Uppsetning og viðhald HACCP kerfa. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12.
Markhópur
Starfsmenn matvælafyrirtækja og sér í lagi þeir sem koma að matvælaöryggi fyrirtækjanna
Markmið
Að veita þeim sem vinna á einhvern hátt að HACCP kerfum dýpri skilning á uppsetningu kerfisins og hvernig því skal viðhaldið. Auk þess efla þekkingu á hugsanlegum líf-, efna- og eðlisfræðilegum hættum sem kunna að leynast í umhverfi matvæla og hvaða áhrif þær geta haft á öryggi þeirra.
Efni námskeiðs
Farið verður yfir forkröfur HACCP og hvernig þær styðja við hættugreiningu matvælafyrirtækja. Þá verður rætt um helstu líf-, efna- og eðlisfræðilegar hættur sem áhrif geta haft á öryggi afurða og hvernig þær tengjast hættugreiningu. Ítarlega verður farið yfir uppsetningu HACCP og tekin fyrir hagnýt dæmi um einstaka þætti við uppsetningu kerfisins.
Afrakstur námskeiðs
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast skilning á uppbyggingu HACCP kerfa og hvaða hættur er helst að finna í matvælum og umhverfi þeirra og hvernig hægt er að stýra þeim hættum.
Fyrirkomulag
Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, og verklegra æfinga.
Námskeiðið verður haldið 11. og 12. október 2018 í húsakynnum Matís frá 9:00 til 16:00 báða dagana
Helstu þættir námskeiðs:
Inngangur Fjallað um þróun og uppbyggingu HACCP kerfa.
Góðir starfshættir (e. prerequisite program) Farið yfir helstu atriði góðra starfahátta og hvernig þeir tengjast HACCP. Rætt um hvernig góðir starfshættir hafa bein áhrif á hættugreiningu matvælafyrirtækja.
Hættur í matvælum. Fjallað er um helstu hættur sem fyrirfinnast í hráefni og umhverfi matvæla sem og hættur er tengjast vinnslu og meðferð matvæla. Rætt um hvernig hægt er að stýra þessum hættum.
Uppbygging HACCP. Farið yfir hvernig HACCP kerfi eru uppbyggð. Ítarlega farið yfir hvert þrep og hvernig kerfið er svo virkjað og viðhaldið.
Verkleg þjálfun. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái þjálfun í gerð HACCP kerfa. Á námskeiðinu er þátttakendum skipt upp í vinnuhópa eða ímynduð HACCP teymi og munu hóparnir vinna stutt verkefni í tengslum við það efni sem fjallað er um. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa góðan skilning á uppsetningu HACCP kerfa og geta tekið virkan þátt í uppsetningu þeirra og jafnvel leitt þá vinnu.
Innifalið í skráningargjaldi eru öll námskeiðsgögn, léttar veitingar og hádegismatur báða dagana.
Hámarksfjöldi á námskeiðið er 15 og lágmarksþátttaka er 10 manns. Ef lágmarksþátttöku er ekki náð fellur námskeiðið niður og þeir sem hafa skráð sig fá endurgreitt. Ef námskeiðið fellur niður vegna ónógrar þátttöku sendir Matís tilkynningu þess efnis með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara. Sömuleiðis þarf að tilkynna forföll með minnst 48 klst. fyrirvara til að fá skráningargjald að fullu endurgreitt.
Flestir fræðslu- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga styrkja þátttöku í námskeiðum sem þessum. Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi.
Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangi. Framfarir hafa orðið í ræktuninni og uppskeran á hverju ári er um 9 til 16 þúsund tonn.
Bygguppskeran er fyrst og fremst notuð sem fóður. Bygg er sú korntegund sem hentar best til ræktunar á norðlægum slóðum. Með því að rækta bygg á Íslandi er hægt að spara gjaldeyri fyrir innflutning og draga úr flutningum langar leiðir.
Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda, þá sérstaklega sauðfjárbænda, og var til dæmis mjög góð frétt á RÚV fyrr í vikunni. Lágt afurðaverð og erfitt rekstrarumhverfi gerir það að verkum að margir bændur ná ekki endum saman með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði hér á landi.
Í þessu ljósi er mikilvægt að líta til þess hvað bændastéttin sjálf getur gert og ekki síður hvað íslensk stjórnvöld geta gert til þess að bændur hafi betri tækifæri til að stunda sinn rekstur með ábátasömum og sjálfbærum hætti. Ýmislegt er hægt að gera, sem ekki þarf að kosta íslenska ríkið nokkuð, og má þar nefna fyrst breytingar á íslensku laga- og reglugerðaumhverfi.
Bændur hafa lengi kallað eftir rýmri reglum er snúa að heimaslátrun og vinnslu verðmætra afurða heima á býli. Heimaslátrun er leyfði í dag en ekki er heimilt að selja eða dreifa afurðum af þeim dýrum sem slátrað hefur verið heima. Nýtt hugtak, örslátrun, er heimaslátrun sem er tiltölulega lítil í umfangi, en heimilt er að selja og dreifa verðmætum afurðum til almennings. Slíkt mun skapa heilmikla tekjumöguleika fyrir bændur, ekki síst fyrir þær sakir að ferðamenn sem sækja Ísland heim hafa mikinn áhuga á því að kaupa afurðir milliliðalaust af bændum. Til þess að breytingar á lögum og reglum sem heimila slíkt geti átt sér stað er mjög mikilvægt að áhættumat sé framkvæmt. Neytandinn á alltaf að njóta vafans og því er mikilvægt að fá upplýsingar um mögulega hættu sem fylgir því að leyfa örslátrum heima á býli með dreifingu eða sölu í huga. Reyndar er það svo að slík slátrun er nú þegar leyfð til dæmis í Þýskalandi með góðum árangri.
Matís hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á bændum í viðleitni bænda til nýsköpunar og hafa fjölmörg verkefni verið unnin með fjárstuðningi frá hinum ýmsu opinberum sjóðum.
Má þar nefna sem dæmi:
Til að tryggja gæði kjötsins:
Áhrif kynbóta og meðferðar fyrir og eftir slátrun á gæði lambakjöts. Í samstarfi við LBHÍ; RML og H.Í (og SLU).
Ráðgjöf um rétta meðhöndlun frá fjalli á borð neytenda til að tryggja að gæði kjötsins.
Vöruþróun og aukin verðmæti kindakjöts:
Þróun á hráum og gerjuðum pylsum úr kindakjöti
Ráðgjöf fyrir Markaðsráð kindakjöts
Vöruþróun sem liður í nýsköpun norræna lífhagkerfisins
Aðkoma að uppbyggingu handverksláturhúss að Seglbúðum
Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja
Kennsla við LBHÍ
Búvísindadeild – Gæði og vinnsla búfjárafurða
Bændadeild – Heimavinnsla
Til að tryggja öryggi neytenda
Rannsókn á magni Fjölhringa kolvetnasambanda (PAH) í hefðbundnu reyktu hangikjöti
Magn og áhrif vinnsluþátta á magn fjölhringa kolvetnasambanda (PAHs) var rannsakað. Mæliaðferð var breytt svo hún varð áreiðanlegri, fljótlegri og hagkvæmari. Styrkur benzo[a]pyrene (BaP) and ∑PAH4 í sneiðum af hangikjötslærum var í öllum tilvikum undir hámarksgildum í reglugerð Evrópusambandsins (EU) 835/2011. Engin munur var í styrk PAHs í hangikjöt úr kjötvinnslum og frá smáframleiðendum. Hægt er að minnka áhættuna á að komast í snertingu við PAH efni í hangikjöti með því reykja í stuttan tíma, skera yfirborð kjötsins frá fyrir neyslu og með því að sía reykinn með grisju. Samsetning reykgjafa og reykaðferð hafði mest áhrif á breytileikann í styrk PAH efna í hangikjöti.
Matarlandslagið
Matís vinnur nú að verkefni sem felst í kortlagningu á matarlandslagi Íslands á veflægu formi. Í því felst að unnin er heildarskrá yfir frumframleiðslu á Íslandi og mun kallast Matarlandslagið á íslensku en EatIceland á ensku. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra um landið myndrænt á vefnum og hægt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og skoða frekari upplýsingar um hvern þeirra. Matarlandslagsvefurinn fer í loftið fljótlega.
Stefnumót hönnuða og bænda
Stefnumót hönnuða og bænda var nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands, í samstarfi m.a. við Matís, þar sem vöruhönnuðum og bændum var teflt saman með það að markmiði að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki.
Rannsóknarverkefnið byggðist á þverfaglegri samvinnu þar sem hönnunarteymið og býlið vinna með sérfræðingum Matís, matreiðslumeisturum og Innovit. Í ferlinu er mikið lagt upp úr því að skapa vörunni sterka sérstöðu og heildarupplifun.
Bygg er forn korntegund sem hentar til ræktunar á norðlægum slóðum. Byggið býður upp á aukna sjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Neytendur og ekki síst ferðamenn sækjast eftir vörum úr héraði, uppruninn og sagan skiptamáli. Matvælaframleiðendur leita að sérstöðu, vörum sem skera sig úr fjöldanum. Byggið getur þjónað þessum tilgangi.
Í Matís er unnið að verkefninu „Sjóvinnsla á þorskalýsi“. Markmið verkefnisins er að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð.
Forskot þessarar vinnslu samanborið við landvinnslu er sá að hráefnið gæti ekki verið ferskara en beint eftir veiðar, á móti landvinnslunni sem þarf oftar en ekki að vinna með 3-4 daga gamalt hráefni. Þetta gæti einnig gert frysti- og ískfisktogurum kleift að fá hærra verð fyrir lifrina.
Verkefnið stendur yfir í júní – september 2018 og er styrkt af AVS.
Ný grein var að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar kemur fram að sníkjudýr hafi verið staðfest í innfluttum hundum og köttum á Íslandi á árunum 1989 – 2017.
Innflutningsbanni á hundum var aflétt 1989 og síðan er innflutningur á hundum og köttum leyfður að uppfylltum skilyrðum um heilbrigði og einangrun í ákveðinn tíma. Frá 1989 fram til ársloka 2017 voru 3822 hundar og 900 kettir fluttir til landsins.
Dýrin hafa komið frá 67 löndum í öllum heimsálfum. Leit að innsníklum leiddi í ljós eina eða fleiri tegundir sníkjudýra í 10,6% hunda og 4,2% katta, óværa hefur fundist við komuna til landsins á 0,2% hunda og 0,2% katta. Alls hafa 18 tegundir innri sníkjudýra og sex tegundir óværu fundist í eða á innfluttum gæludýrum. Talið er að sex þeirra (þráðormur og fimm óværutegundir) hafi borist yfir í innlenda hunda eða ketti með gæludýrum sem enn voru smituð þegar einangrunarvist lauk. Tvær eða þrjár tegundanna virðast hafa náð fótfestu á Íslandi en talið er að tekist hafi að útrýma þremur þeirra.
Boðið verður upp á fjölbreytt úrval úr matarkistu Skagafjarðar svo sem kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið útiræktað grænmeti auk alls konar fisk- og kjötmetis svo eitthvað sé nefnt.
Bændamarkaðurinn sem hefur verið í Pakkhúsinu á Hofsósi í sumar, verður á stórsamkomunni Sveitasælunni í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði frá kl. 10–17 laugardaginn 18. ágúst.
Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði. Sveitasælan er landbúnaðarsýning og bændahátíð og segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís sem kom bændamarkaðinum á fót í sumar.
Dagskráin verður hin glæsilegasta og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Þar má nefna húsdýragarð, Leikhópinn Lottu, Gunna og Felix, Hvolpasveitina, heitjárningar, smalahundasýning, kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, og véla og fyrirtækjasýning, að ógleymdum Bændamarkaðnum sem vakið hefur athygli víða.
Veitingasala verður á vegum Kiwanisklúbbsins Freyju, en allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.
Verkefnið Metamorphosis er tilnefnt til EIT Innovators Awards 2018
Nýverið tilkynnti EIT (The European Institute og Innovation and Technology) þau verkefni og einstaklinga sem hlutu tilnefningu í ár til EIT verðlaunanna. Þar er horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að nýsköpun með nýstárlegum vörum, verkefnum og þjónustu þar sem tekist er á við alþjóðlegar áskoranir eins og loftlagsmál, orkumál, matvæli og heilsu. Á meðal tilnefninga í ár er verkefnið Metamorphosis sem Birgir Örn Smárason hjá Matís leiðir.
Í verkefninu Metamorphosis er unnið að því að breyta lífrænum úrgangi í verðmætt hráefni til að nýta í fiskeldisfóður. Skortur á próteinríku fóðri hefur kallað eftir nýjum lausnum til að mæta vaxandi eftirspurn iðnaðarins. Yfir helmingur allra fisktegunda er nú ræktaður með fiskeldi og er líklegt að framleiðslan muni tvöfaldast á næstu 15 árum. Rannsóknir hafa sýnt að skordýr henta mjög vel í fóðurframleiðslu fyrir fisk, en margar skordýrategundir hafa þann eiginleika að geta breytt lífrænum úrgangi í fæðu sem er rík af fitum og próteinum. Verkefnið skoðar sérstaklega þróun á nýju fóðurhráefni sem unnið er úr skordýrum sem hægt væri að nýta til að bregðast við auknum próteinskorti í Evrópu með sjálfbærum hætti.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Búdapest þann fjórða október næstkomandi á hinu árlega fumkvöðlamálþingi EIT, INNOVEIT . Tilnefningarnar eru alls 41 og samanstanda þær af helstu frumkvöðlum og brautryðjendum í Evrópu í sjálfbærri þróun.
Við notum vafrakökur til að tryggja almenna virkni, mæla umferð og tryggja bestu mögulegu upplifun notenda á matis.is.
Functional
Alltaf virkur
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.