Fréttir

Matvæladagur MNÍ | Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Grand hótel, fimmtudaginn 25. október kl. 12-16:30. | Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Til þess að slíkt sé mögulegt er mikilvægt að smíðuð sé framtíðar stefna í matvælamálum Íslendinga.

Hvað er matvælastefna og fyrir hverja er hún?

Matvælastefna nær ekki eingöngu yfir heilnæmi eða öryggi matvæla heldur getur matvælastefna náð yfir alla þá hluti sem hlutaðeigandi aðilar telja mikilvæga þegar kemur að framleiðslu og neyslu matvæla. Til að mynda getur það skipt máli fyrir heilsu og vellíðan landsmanna að sjónarmið um sykurskatt skili sér í matvælastefnu, skipt máli fyrir samkeppnissjónarmið eða fyrir fæðuöryggi Íslendinga að takmarkaður innflutningur eigi sér stað ákveðnum matvælum til landsins og skipt máli fyrir aðila sem flytja inn vörur til Íslands frá ríkjum með aðild að EES-samningnum að sýnt verði fram á með áhættumati að ekki skuli leyfa slíka innflutning, að öðrum kosti telst innflutningurinn heimill.

Hvers vegna ættum við að setja stefnu um þessi máli? Og hvaða sjónarmið skal taka með í stefnuna? Þurfum við yfir höfuð á slíkri stefnu að halda? Af hverju? Eigum við að taka tillit til allra sjónarmiða, reyna að gera alla sátta, við smíðina? Eða eigum við að sjá stærri heildarmynd og nota til dæmis Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar línur er lagðar fyrir matvælastefnu?

Kynntu þér málið!

Komdu á Matvæladag MNÍ 25. október nk. og kynntu þér ólík sjónarmið um matvælastefnu fyrir Ísland.

Skráning: www.mni.is

—————————

Dagskrá

12:00 – 13:00
Skráning og afhending gagna

13:00 – 13:30
Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.
Setning/ávarp |  Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins.

13:30 – 13:45
Olivier de Schutter, Panel of Experts on Sustainable Food Systems áður UN. Í samræmi við sjálfbæra hegðun mun Dr. Shutter ávarpa daginn með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

13:45 – 13:55
Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar? | Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.

13:55 – 14:05
Fyrir hverja er matvælastefna? | Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.

14:05 – 14:15
Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland? | Magnús Óli Ólafsson, Innnes.

14:15 – 14:25
Matvælastefna: sameiginlegir þættir | Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. 

14:25 – 14:35
Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar | Ari Edwald, Mjólkursamsalan

14:35 – 14:50
Kaffi

14:50 – 15:00
Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert? | Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.

15:00 – 15:10
Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel | Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís.

15:10 – 15:20
Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu | Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.

15:20 – 15:30
Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu | Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði.

15:30 – 15:40
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun | Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

15:40 – 16:10
Pallborðsumræður.

16:10 – 16:20
Samantekt | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.