Fréttir

Gullhausinn – hvað er það?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Þorskurinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er innan lögsögu Íslands. Meira að segja hafa Íslendingar háð stríð vegna þorsksins en þorskastríðin voru háð við Breta á tímabilinu 1958 – 1976.

Nú er að fara í gang nýtt verkefni hjá Matís sem hefur það að markmiði að stuðla að enn frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhausum til þess að vega upp á móti þeirri markaðslegu hnignum sem hefur átt sér stað undanfarið á þurrkuðum þorskhausum, meðal annars vegna lokun markaða í Nígeríu.  

Í verkefninu mun fara fram ýtarleg kortlagning á eiginleikum mismunandi hluta höfuðsins þar sem tekið verður tillit til mismunandi líffræði- og náttúrulegra þátta sem og vinnsluþátta. Farið veður í aðferðarþróun við einangrun eftirsóknarverðra efnasambanda og lagður grunnur að frekari vöruþróun á verðmætum afurðum til manneldis. Niðurstöður verkefnisins skapa grunn fyrir markviss rannsóknarverkefni, vöruþróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávariðnaði.

Verkefnið er samstarfsverkefni Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Háskóla Íslands og Matís og hlaut verkefnið styrk frá AVS, rannsóknasjóði í sjávarútvegi.