Skýrslur

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS Tilvísunarnúmer R 043‐10

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.   Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

In the project, new fishing grounds were identified for the purpose of lobster trap fishing. They were explored and assessed. Also, the optimal “soak” time for the fishing was determined. A lot of historical data were explored to show how the catches varied during the year – both catches and the value of the catch – and new data were collected. Markets for live lobster were explored by value and time of year.   The results of the project show that big lobsters are the most common catch in traps in Iceland. And in fact, the lobsters are so big that the packaging used for the lobster in the UK is too small. It´s positive for Iceland that the time of year when catches are highest coincides with the time of year when prices are the highest too. New fishing grounds were identified which were both productive and promising for the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Viggó Þór Marteinsson, Franklín Georgsson

Styrkt af:

Matís, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði 

Með upptöku megin hluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB (178/2002 og 102/2010) er ljóst að innflutningur á ferskum kjötafurðum til Íslands gæti orðið að raunveruleika, en hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann á slíkan innflutning.  Í þessu samnengi er þörf á að afla gagna um öryggi íslenskra afurða á markaði með tilliti til örverumengunar. Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi á Íslandi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði.    Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni þessara sýkla í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. Í heildina voru 537 sýni tekin yfir 12 mánaða tímabil frá Maí 2012 til Apríl 2013 frá þrem stærstu framleiðendum landsins. Teknar voru til rannsóknar 183 pakkningar af heilum kjúklingum, 177 pakkningar af bringum og 177 pakkningar af vængjum.    Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir Salmonella og Campylobacter.  Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.

With the adoption of the main parts of the EU food legislation (178/2002 and 102/2010) it is evident that import of fresh meat and poultry could be possible even though at present it is still prohibited by the Icelandic government. In this respect it is advisable to keep data on the safety of Icelandic products already on the market for current reference.   Extensive data are available of the frequency of Salmonella and Campylobacter at the breeding and slaughtering steps in the poultry supply chain in Iceland but no systematic data collection has been done at the retail level in recent years.    The aim of this study was therefore to estimate the frequency of contamination of the above mentioned pathogens in consumer packs of Icelandic poultry production. A total of 537 samples were collected in a 12 month period from May 2012 to April 2013 from the three largest domestic producers.  Total of 183 packs of whole chicken were analysed, 177 packs of fillets and 177 packs of wing cuts. All samples measured negative both for Salmonella and Campylobacter.    It is therefore confirmed that the monitoring scheme and intervention policy in Icelandic poultry production is effective and that the status of contamination of these pathogens in fresh retail poultry packs is as good as, or better than in other EU states.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Tempra ehf, Umbúðir og ráðgjöf ehf

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Meginmarkmið tilraunarinnar var að bera saman pakkningalausnir fyrir fisk m.t.t. gæðarýrnunar og vöruhita við geymslu sem líkist aðstæðum við útflutning og dreifingu. Markmiðin voru að bera saman kæligeymslu á vörum pökkuðum (1) í 5‐kg einingum í (H1) skipa‐ eða (H2) flugkössum; (2) í 3‐kg einingum í (H3) flugkössum samanborið við H2; (3) með CO2‐ mottur (H4) til að draga úr örveruvexti í 5‐kg einingum geymdum undir 93% vakúm í EPS kössum. Niðurstöður sýna að líftími H1 var styst, en minni gæðabreytingar voru meðal hinna hópanna. Hins vegar var ferskleikinn mestur og líftíminn lengstur hjá H4, sem ber saman við hægari TVB‐N og TMA myndun og örveruvöxt vegna CO2‐myndunar ásamt lægri vöruhita. Hraðastur örveruvöxtur mældist í H3 eftir 8 daga geymslu. Enginn marktækur munur var milli hópanna m.t.t. TVB‐N og TMA gilda, sem voru hæst í H1 og H3. Drip var a.m.k. helmingi hærra í H4 en í öðrum hópum.

The overall aim of the storage study was to compare the quality deterioration and temperature profile of cod loins differently packaged in expanded polystyrene boxes and stored under conditions mimicking distribution. The purpose of the study was threefold; to compare chilled storage (1) of 5‐kg bulk fish packaged in sea freight (H1) or air freight (H2) boxes; (2) of 3‐kg (H3) or 5‐kg (H2) bulk fish packaged in air freight boxes; (3) with the use of CO2‐emitting pads (H4) as a mean to slow down bacterial deterioration of cod loins (5 kg) packaged under partial vacuum and stored in EPS boxes. The results clearly indicated that group H1 had a shorter shelf life as it developed spoilage characteristics faster than the other three groups. Less difference was seen between the remaining three groups but group H4 retained its freshness slightly longer than groups H2 and H3. This can be explained by the CO2 present and the lower mean product temperature. More advanced microbial spoilage was detected in H3 group compared to H2, as shown by higher microbial counts in H3 being though insignificant. No significant differences were observed after 8‐day storage in TVB‐N and TMA content of the four groups, despite the higher levels measured in H1 and H3. Drip loss was at least two times higher in H4 than the other groups.

Closed Report / Lokuð skýrsla

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og auðlindaráðuneyti & Atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneyti / Ministry for the Environment and Natural Resources & Ministry of Industries and Innovation

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytinu ásamt Atvinnuvega‐ og Nýsköpunarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði.   Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2012 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2011. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2011. Styrkur klórlífrænna efna jókst árin 2009 og 2010 en lækkaði í sýnum frá 2011 og er orðinn sambærilegur við þann styrk sem mældist fyrir 2009. Styrkur DDEs  er þó hærri en hann var fyrir 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2011. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvernig þær breytast. Ítarleg tölfræðigreining á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2011 and 2012. The project, overseen by the Environment Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Natural Resources as well as the Ministry of Industries and Innovation. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland.   Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2011. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2011 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur. The concentration of organochlorines increased the years 2009 and 2010 but decreased in the samples from 2011 and is in line with the concentration of organohalogens in mussels before 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2011. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rækja – pæklun út frá eiginleikum

Útgefið:

01/07/2013

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Ásbjörn Jónsson, Gunnar Þórðarson, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Rækja – pæklun út frá eiginleikum

Umfang innfluttrar frosinnar rækju krefst þess að vel sé vandað til við uppþíðingu hráefnsins eins er pæklun rækju einkar mikilvæg fyrir vinnslu þeirrar vöru sem framleidd er úr hráefninu. Unnið var að því að besta verklag við uppþíðingu og forpæklun rækju m.t.t. hráefniseiginleika.   Hráefniseiginleikar voru kortlagðir með hefðbundum vottuðum mæli‐aðferðum sem og lágsviðs kjarnsmunamælingum og aukin heldur með nær innrauðri litrófsgreiningu.   Fylgst var með breytingum í rækju sem áttu sér stað við pæklun rækju. Vinnsluaðstæður voru kortlagðar með varamalíkönum. Áhrif af notkun fosfats sem tæknilegs hjálparefnis voru könnuð. Rétt hlutföll rækju og pækils, sem og hitastig pækils, eru forsendur þess að stöðugleiki ríki við forpæklun þannig að tilætlaður árangur náist. Með réttri beitingu eykur fosfat afköst við vinnslu rækju en fylgir ekki rækju í umbúðir neytendavöru. Vanstilt pæklun dregur úr nýtingu.

The volume of imported frozen shrimp demands optimal processes for defreezing the raw material. Brining is most important for the processing of the product that is produced from the raw material. Efforts were made to optimize defreezing and brining of shrimp depending on raw material quality attributes.   Quality attributes of shrimp were mapped by accrecated methods as well as NMR and NIR measurments.   Changes in shrimp were observed during the brining process. Processing conditions were charted with thermo‐models. Effect of usages of phosphate as technological adjuvants was observed. Porpotions of shrimp and brine, as well as temperature of brine are presumptions of stability during brining for expected results to be achieved. With correct application, phosphate increases processing performance and does not accompany shimp into packaged consumer product. Uncontroled brining reduces product/raw material yield.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Útgefið:

27/06/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson (Matís), Skjöldur Pálmason (Fiskvinnslan Oddi), Ólafur Reykdal (Matís)

Styrkt af:

AVS V 11 020‐11

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Með reglugerð sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytisins, Nr 1083/2010, var gert skylt að koma með allan grásleppuafla að landi eftir 2011. Það þurfti því að bregðast hratt við og finna markaði fyrir grásleppuna sjálfa, en aðeins hrognin höfðu verið hirt og restinni fleygt í sjóinn. Mikið frumkvöðlaframtak hafði átti sér stað í nokkur ár og er rétt að nefna Landssamband smábátaeigenda og útflutningsfyrirtækið Triton í því samhengi, sem í sameiningu byggðu upp markað fyrir grásleppu á Kínamarkað, með hvelju og öllu saman. Rétt er að taka fram að hrognin eru um 30% af þyngd grásleppu en hveljan með haus og hala um 55% og þar af eru flökin aðeins 14% af heildarþyngd hennar. Til mikils var að vinna og ljóst að mikil verðmæti liggja í þessari vannýttu fisktegund og mikil tækifæri myndu skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu. Jafnframt auknum tekjum fyrir sjómenn og útgerð ásamt því að slæging grásleppunnar færðist nú að mestu í land, en það skapaði mikla vinnu hjá aðilum í framleiðslu. Slæging fyrir Kínamarkað er ólík hefðbundinni aðferð og kallar á flóknari handbrögð en það gerir kröfur um betri vinnuaðstæður sem ekki eru fyrir hendi um borð í litlum fiskibátum.   Litlar upplýsingar voru til um efna‐  og næringarinnihald grásleppu en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar við markaðssetningu afurða. Unnin var ítarleg skýrsla um efnið og notast við hráefni víða af landinu. Geymsluþolsrannsóknir voru gerðar á frosinni grásleppu. Haldin var ráðstefna á Patreksfirði þar sem hagsmunaaðilum í veiðum, vinnslu og útflutningi grásleppu var boðið til samræðu um hagsmunamál greinarinnar.

A new regulation from Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010, require returning all lumpfish fished in Iceland, after 2011. A quick action had to be taken to find markets for lumpfish itself, but only the roes which have been processed but the rest of the fish have been discarded into the sea. With entrepreneurial activity for some years now new markets have been developed in China, by the National Association of Small Boat Owners in Iceland in cooperation with the export company Triton. It should be noted that the roes are only about 30% of the total weight of lumpfish, with head and tail about 70% of its total weight.   There was much to be done to save value in the lumpfish business and great opportunities for small communities relying on this business and find a market for the lumpfish product and create extra value for stakeholders. Furthermore, increased income for fishermen and fishing communities by creating valuable work by processing the fish at shore. Gutting and trimming the lumpfish for the China market is different from the traditional approach and calls for more sophisticated self‐ administration, but it requires better working conditions that do not exist on board small fishing boats. Very little information on chemical composition and nutrient value has been available for lumpfish products. In‐depth report on this subject was prepared, using samples from different regions in Iceland.   Self‐life experiments were prepared by this project. A work shop was held in Patreksfjordur in May 2013, with stakeholders from the lumpfish business participating.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Útgefið:

01/06/2013

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sæmundur Elíasson, Stefán Freyr Björnsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vesturlands

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Í þessu verkefni voru framkvæmdar þrjár tilraunir með mismunandi markmið. Markmið fyrstu tilraunarinnar var að kanna gæði ígulkerahrogna og prófa snöggfrystingu hrogna með útflutning í huga. Í annarri tilrauninni voru notaðar greinóttar dextrin sykrur (cluster dextrin, Glico) og alginate til þess að styrkja ytra byrði hrognanna, tilgangurinn var að finna efni sem gæti komið í stað alums til að hrognin héldu sér betur frá vinnslu til kaupanda. Í þriðju tilrauninni var markmiðið að kanna hvort hægt væri að vinna ígulkerahrogn með hitameðhöndlun sem magnvöru og jafnframt hvort hægt væri aðskilja vinnsluna í tíma, þ.e. hvort opna mætti kerin og pakka hrognunum í stærri einingar svo hægt væri að meðhöndla þau annars staðar en þar sem kerin væru opnuð.

In this project three experiments were undertaken. The goal in the first one was to explore the quality of gonads (sea urchin roes) and try to instant-freeze it for export. In the second experiment clusterdextrin and alginate was used to make the surface of the roes stronger. The purpose of that experiment was to find a substitude for alum for the gonads to keep their shape during the time from prosessing to buyer. In the third experiment the goal was to explore if it was possible to process gonads with heating in a large quantity and if it was possible to separate the stages of processing so tha the gonads could be collected and packed in one location, then further processed in another.

Skýrsla lokuð til 01.07.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm 2 / Processing Lobster mince from lobster claws 2

Útgefið:

01/05/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Þorkell Marvin Halldórsson, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS tilvísunarnúmer R 009‐12

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm 2 / Processing Lobster mince from lobster claws 2

Tilgangur verkefnisins er að fínstilla áður þróaðan feril í framleiðslu humarmarnings úr humarklóm úr fyrra verkefni sem framkvæmt var árin 2011‐2012. Rannsaka eiginleika hans og notkunarmöguleika með það að markmiði að sýna fram á fýsileika á framleiðslu slíkrar afurðar í humarvinnslum á Íslandi. Gerðar eru margar tilraunir og mælingar með marninginn og hann metinn af sérfræðingum Matís þannig að fyrirliggi faglegt mat á afurðinni sem nota má við vinnslu afurðarinnar í fiskvinnslum á Íslandi. 

The purpose of the project is to fine tune the process of isolating mince from nephrops lobster claws which was developed in an earlier project which was performed in the years 2011‐2012. Analyze the mince features and functions with the purpose of pointing out the mince feasibility of producing the material in Icelandic lobster industry.  Many experiments and measurements are performed on the mince in the project where it is evaluated by Matis food specialists so the existence of professional evaluation of the product can be used in processing the product in the fish industry in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Protein requirements of Arctic charr / Próteinþörf bleikju

Útgefið:

01/05/2013

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Jónína Jóhannsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Joseph Ginindza

Styrkt af:

AVS sjóðurinn (AVS Project R10011‐10)

Protein requirements of Arctic charr / Próteinþörf bleikju

Fimm mismunandi fóðurgerðir með próteininnihaldi frá (29) 30 – 40% voru gefnar tveim stærðarhópum (100 gr. og 600 gr.) bæði í fersku og söltu vatni. Áhrif mismunandi fóðra voru metin út frá áhrifum þeirra á meltanleika, þyngdarþróun, dagvaxtar (SGR), fóðurnýtingar (FCR), efnasamsetningu flaka (í stærri fiskinum) og skynmat. Lokaþungi og dagvöxtur var lægstur hjá þeim fiskum sem fengu fóður með lægstu próteini, en engin áhrif fundust af próteini, umfram 37% í fóðri, á lokaþunga og SGR. Lágmarksþarfir fyrir prótein til vaxtar liggja því á milli 33% og 38% í fóðrinu. Ekki var um að ræða neinn verulegan mun á fóðursvörun milli stærðarhópa, jafnvel að áhrifin af lækkuðu próteini væru meiri hjá stærri fiskinum. Ekki var heldur hægt að sjá ein afgerandi áhrif af seltu á próteinþörfina. Próteininnihald í fóðri hafði ekki heldur nein afgerandi áhrif á flakasamsetningu eða skynmat á afurðum.

Four (five) different diets with protein varying from (29) 30 – 41% were fed ad libitum to two size groups of  Arctic charr (100 gram and 600gram) in fresh‐ as well as seawater. The effect of the different diets was evaluated by digestibility, weight development, SGR, FCR, chemical composition of filet (in the bigger size groups) and sensory evaluation. The lowest final weights and SGR were found when fed the diets with lowest protein but here was no effect final weight and final weight between 38% and 41% protein in the diet, indicating that the minimum need for protein is between 33 and 38% protein in the diet. The same trend was shown in both size groups but the effect was more pronounced in the bigger fish than in the smaller fish. The results regarding size and growth were also the same in fresh‐ and seawater.  The protein content in the diet did not have any marked effect on either chemical composition of filets or the sensory quality of the product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2012

Útgefið:

01/05/2013

Höfundar:

Sophie Jensen, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Industries and Innovation

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the   year 2012

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á  óæskilegum efnum í sjávarfangi, fiskimjöli og lýsi fyrir fóður frá árinu 2012. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL‐PCB) í matvælum og fóðri voru nýlega lækkuð ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL‐PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega‐  og nýsköpunar‐ ráðneytis, og hefur nú verið framkvæmt í tíu ár samfleytt. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun eru stöðugt nauðsynleg. Árið 2012 var áhersla lögð á að safna saman upplýsingum um lífrænu efnasamböndin PFC og ólífræn snefilefni í ætum hluta sjávarfangs, en einnig í fiskimjöli og lýsi fyrir fóður. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2012 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2011. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB, varnarefni og PBDE. Þetta var annað árið sem PFC eru greind í íslenskum sjávarafurðum og perfluorooctane sulfon amide (PFOSA) var eina PFC efnið sem var yfir greiningarmörkum, önnur PFC efni mældust ekki. Niðurstöðurnar frá árinu 2012 sýndu að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum   fyrir díoxín, DL‐PCB og NDL‐PCB (ESB reglugerð nr. 1259/2011) eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur viðmiðunar‐PCB efna (marker PCBs) vera í lágmarki í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB. Í mars 2012 tók gildi ESB reglugerð nr 277/2012 þar sem hámarksgildi fyrir díoxín og DL‐PCB í fóðri voru lækkuð, en einnig voru sett hámarksgildi fyrir NDL‐ PCB. Þrátt fyrir þessa breytingu voru öll sýni af fiskimjöli og lýsi fyrir fóður sem voru mæld undir hámarksgildum, fyrir utan eitt kolmunnamjölssýni sem innihélt toxafen yfir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2012 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The newly established maximum levels for dioxins, dioxin‐like PCB and non dioxin‐like PCB in foodstuffs and animal feed are used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to EC limits currently in effect. The surveillance program began in 2003 and has now been carried out for ten consecutive years. The project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. It is considered to be a long‐term project where extension and revision are constantly necessary.   In the year 2012 emphasis was laid on gathering information on the organic compounds PFCs and inorganic trace elements in the edible part of marine catches as well as in the fish meal and fish oil for feed. Generally, the results obtained in 2012 are in agreement with previous results from the years 2003 to 2011. The results show that the Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as dioxins, dioxin like PCBs, pesticides and PBDEs. This is the second time PFCs are analysed in Icelandic seafood and fish products and the results show that the main PFC compound, perfluorooctane sulfone amide (PFOSA) was the only congener detected. The results obtained in the year 2012 reveal that despite of the recent change by the EC in maximum levels for dioxins, dioxin‐like PCB and non dioxin‐like PCB in foodstuffs, all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of marker PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.   In March 2012 Commission Regulation No 277/2012, regarding maximum levels for dioxins and PCB in animal feed came into effect and after the implementation of this regulation maximum levels are now also set for non dioxin‐like PCB. Despite of this change all samples of fish meal and fish oil for feed measured were below the EC maximum limits for feed components of marine origin except for one blue whiting meal sample that exceeds the maximum limits for toxaphene.

Skoða skýrslu
IS