Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu

Skýrslur

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Útgefið:

29/04/2010

Höfundar:

Paw Dalgaard, Anna Kristín Daníelsdóttir, Steinar B. Aðalbjörnsson

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Námskeið í notkun á spáforritum í sjávarútvegi: SSS (Seafood Spoilage and Safety) Prediction version 3.1 2009 (http://sssp.dtuaqua.dk/), Combase (www.combase.cc) and Pathogen Modeling forrit (http://pmp.arserrc.gov/PMPOnline.aspx). Kennari er Dr. Paw Dalgaard frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og fer kennslan fram á ensku. Forritið nýtist vísindamönnum, yfirvöldum og iðnaði í sjávarútvegi.

Workshop on the practical use of computer software to manage seafood quality and safety. It includes presentations and hands-on computer exercises to demonstrate how available software can be used by industry, authorities and scientists within the seafood sector. Examples with fresh fish, shellfish and ready-to-eat seafood (smoked and marinated products) are included in the workshop. Special attention is given to: (i) the effect of storage temperature and modified atmosphere packing on shelf-life and (ii) management of Listeria monocytogens according to existing EU regulations (EC 2073/2005 and EC 1441/2007) and new guidelines from the Codex Alimentarius Commission. The presentations included in the workshop are given in English by Paw Dalgaard from the Technical University of Denmark. Participants will use their own laptop computers for the PC-exercises included in the workshop. Instruction for download of freeware will be mailed to the participants prior to the start of the workshop.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands“ sem styrkt er af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins er að stuðla að úrbótum í virðiskeðju gámafisks með það að markmiði að auka gæði og verðmæti afurðanna. Í fyrsta hluta verkefnisins er gerð tölfræðileg úttekt á því hvort verð og gæði gámafisks fari saman, en niðurstöður úr þeirri greiningu benda til þess að framboð hafi ráðandi áhrif á fiskverð og að áhrif gæða falli þar algjörlega í skuggann. Ein meginforsenda þess að unnt sé að hvetja til úrbóta í virðiskeðju gámafisks er að hægt sé að sýna fram á að aukin gæði hafi í för með sér fjárhagslegan ávinning. Því voru framkvæmdar tilraunir með að auka upplýsingagjöf um væntanlegt framboð, auk þess sem bætt var við þær upplýsingar sem fylgdu afla inn á gólf uppboðsmarkaðanna. Þetta var gert í þeirri von að það ýtti undir meðvitund kaupenda um gæði og það myndi hafa jákvæð áhrif á fiskverð. Þessi tilraun bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur. Það er mat verkefnisaðila að lykillinn að því að auka gæði og verðmæti gámafisks sé að vekja meiri áhuga meðal seljenda jafnt sem kaupenda á gæðum. Þannig verði kaupendur frekar reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bestu gæðin og því skapist markaðstengdur hvati meðal seljenda á að afhenda aðeins bestu mögulegu gæði. Með það að markmiði stóðu verkefnisaðilar fyrir innleiðingu gæðamats við flokkun fisks á mörkuðunum í Bretlandi og er vonast til að það muni nýtast kaupendum við að greina hvaða útflytjendur standi sig best. Einnig var opnuð vefsíða www.matis.is/gamafiskur sem hefur það markmið að miðla upplýsingum til allra í virðiskeðju gámafisks um þau málefni sem líkleg eru til að hafa áhrif á gæði og verðmæti.

This is a report on the progress and results from the project „supply chain of Icelandic containerized fish to the UK“. The objective of the project is to contribute to improvements in the supply chain of containerized fish from Iceland with the aim to improve quality and value. Financial benefits are a necessary condition in order to motivate improvements in the supply chain of containerized fish. Experiments were therefore made where information on expected supply and labelling of bins at auction markets were improved. This however did not return the expected results i.e. it did not affect average prices. The key to increasing quality and value of Icelandic containerized fish is to raise awareness for quality amongst suppliers and processors. Processors need to identify the suppliers that are supplying the best fish and they also need to reward them with higher prices. This would create a market-based incentive for suppliers to supply only top-quality fish. In order to contribute to this an intake quality score system has been implemented at Fishgate and Grimsby Fish Market, collecting data on the performance of individual suppliers. Also, a web-based supply chain guide www.matis.is/supplychainguide has been published, where relevant information for each link in the supply chain will be gathered.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of different precooling media during processing and cooling techniques during packaging of cod (Gadus morhua) fillets

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Líf Valtýsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, The Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different precooling media during processing and cooling techniques during packaging of cod (Gadus morhua) fillets

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælimiðla við forkælingu fyrir pökkun á hitastýringu, gæði og geymsluþol þorskflaka. Eftirfarandi kælimiðlar voru kannaðir og bornir saman við enga sérstaka forkælingu fyrir pökkun:

  1. pækill með lágu saltinnihaldi, 2) krapaís með lágu saltinnihaldi.

Auk þess voru könnuð áhrif þess að nota annars vegar ísmottur og hins vegar þurrís við geymslu flakanna. Fylgst var með breytingum á hitastigi með hitanemum á öllum stigum. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum í allt að 13 daga frá vinnslu og pökkun (16 daga frá veiði). Flökin voru geymd við ofurkældar aðstæður (undir 0 °C) mestan hluta geymslutímans. Lægra hitastig krapaíss en pækils leiddi til lægra hitastigs flaka við pökkun auk þess sem hiti vökvapækilsins reyndist hækka hratt þegar hlé var gert á vinnslu. Mismunandi meðhöndlun leiddi til sambærilegs ferskleikatíma samkvæmt skynmati. Hins vegar reyndist notkun vökvapækils við forkælingu fyrir pökkun leiða til 1 – 2 daga skemmra geymsluþols samanborið við enga forkælingu eða forkælingu með krapaís. Rekja má ástæður þessa til þess að pækillinn innihélt töluvert magn örvera, m.a. H2S-myndandi gerla sem eru virkir framleiðendur á trímetýlamíni (TMA). Samanburður á vökvakældu flökunum sýndi að notkun á þurrís lengdi geymsluþol um 1 dag í samanburði við ísmottur. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru í samræmi við þessar niðurstöður.

The aim of the experiment was to investigate effects of two cooling media during precooling at processing on temperature control, quality and storage life of cod fillets. The two cooling media compared to no special precooling during processing (NC) were: 1) liquid brine (LC) and 2) slurry ice (SIC). In addition, the influence of using either dry ice or ice packs during storage was studied. The samples were kept at superchilled conditions during most of the trial. The environmental and product temperature history of each group was studied using temperature monitors. The samples were analysed with sensory evaluation, microbial and chemical methods for up to sixteen days from catch (thirteen days from processing). Lower temperature of the slurry ice than the liquid brine resulted in lower fillet temperature at packaging and the liquid brine temperature increased rapidly during a processing break, which seems to be a weakness of the liquid brine tank. Results from sensory, microbial and chemical analysis all showed that immersing the skinless cod fillets in liquid cooling brine prior to packaging resulted in one to two days reduction of shelf life in comparison with fillets that were not immersed in liquid brine (no cooling) or in slurry ice. This could be attributed to the fact that the cooling brine carried considerable amounts of microbes including H2Sproducing bacteria which are active producers of trimethylamine (TMA). Comparison of the groups receiving liquid cooling showed that dry ice appeared to extend the shelf life of one day as compared to ice packs. The length of the freshness period was, however, similar in all experimental groups according to sensory evaluation. These results were confirmed by total volatile bases (TVB-N) and TMA analysis and microbial counts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Photoperiod and genetics of growth and maturity in cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Guðmundur Óli Hreggviðsson, Ólafur H. Friðjónsson, Þorleifur Ágústsson, Sigríður Hjörleifsdóttir, Kjell Hellman, Filipe Figueiredo, Helgi Thorarensen

Styrkt af:

Technology Development Fund, The Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Photoperiod and genetics of growth and maturity in cod (Gadus morhua)

Eitt af megin vandamálum þorskeldis er ótímabær kynþroski sem leiðir af sér hægari vöxt og mun lengri eldistíma. Forrannsóknir sem framkvæmdar voru í kerjum á landi bentu til þess að ný tegund ljósa, svonefndra CC ljósa, sem varpa ljósi af einni bylgjulengd (grænt ljós) hefði   mun meiri áhrif á vöxt (allt að 60% vaxtaraukning) og tímasetningu kynþroska en hefðbundin halógen ljós. Í þessari rannsókn var kannaður hver væri þáttur arfgerðar og tjáningu ákveðinna lykilgena í svörun við ljóslotu, ákvörðun ótímabærs kynþroska og tengsl við aukinn vöxt þorsks í eldi. Kannað var hvort, líkamsstærð, þyngd og ótímabær kynþroski væru fjölskyldulægir eiginleikar.      Að loknu sex mánaða innanhúss foreldi frá klaki við tvenns konar lýsingu, annars vegar við hvítt halógen ljós og hins vegar við samfellt CC‐ljós var þorskurinn stríðalinn í sjókvíum. Í sjókvíunum var hann einnig undir mismunandi ljóslotumeðferð annars vegar við samfellt CC‐ljós og hins vegar við náttúrlegt ljós. Að loknu tveggja ára sjóeldi var fisknum slátrað, svipgerðir vaxtar og kynþroska ákvarðaðar og hann greindur í systkinahópa, alls u.þ.b. 2000 fiskar úr hvorri meðferð fyrir sig. Í ljós kom að CCL ljós hafði greinleg áhrif til seinkunar kynþroska og var það mun meira áberandi hjá hængum. Kynkyrtlar þroskuðust verulega hægar og alls ekki til fulls miðað við þorsk sem var alinn við náttúrulega ljóslotu á sama tíma. Þá var nokkur breytileiki milli systkinahópa hvað varðaði áhrif ljóss á þroskun kynkyrtla. Á hinn bóginn gætti þessarar seinkunar kynþroska ekki í auknum vaxtarhraða svo nokkru næmi. Fjölskyldulægni vaxtarsvipgerða var einnig könnuð og kom fram greinlegur munur á meðalþyngd milli systkinahópa. Svörun við CCL meðferðar var hins vegar mjög misvísandi og virtist breytileg milli systkinahópa. Virtist CCL meðferð auka vaxtarhraða í sumum hópum en hægja á vaxtarhraða í öðrum. Þetta gat svo verið breytilegt eftir kynjum. Þá var kannað hvort formeðhöndlun seyða með CCL ljósi á strandeldiskeiði gerði þorskinn næmari fyrir áhrifum CCL ljóss á sjókvíastigi. Svo reyndist ekki vera.   Einangruð voru ákveðin lykilgen í vaxtar‐ og kynþroskastýringu ásamt innröðum þeirra að nokkru eða öllu leyti. Þetta voru gen fyrir vaxtarhormón (GH), viðtaka vaxtarhormóns, viðtaka fyrir vakningarþátt vaxtarhormóns (Growth hormone releasing factor (GHRF)) og viðataka insúlínlíks vaxtarþáttar2 (IGF2). Í innröðum þriggja þessara gena, GH, GHR og IGF2, fundust breytilegar stuttraðir og var þróuð aðferð til erfðamarkagreiningar sem byggði á þessum röðum. Áhrif ljóslotu á vaxtarsvipgerð voru einnig metin með mælingum á tjáningu tveggja þessara gena, GH og GHR. Hlutfallsleg tjáning GHR reyndist ekki vera meiri í stærri fiski og ekki fannst neitt samband milli seinkunnar á kynþroska af völdum CCL og tjáningar á GHR. Tjáning GH var einnig könnuð í fiski á sjókvíastiginu. Marktækur munur í tjáningu GH mældist einungis í einum sýnatökupunkti, snemma á fyrsta ári í sjókvíunum í hópnum sem hlaut CCL meðferð. Þessi aukning átti sér ekki stað í tilsvarandi breytingum í þeim sviðgerðareinginleikum vaxtar og kynþroska sem mældir voru á sama tíma.

Light and photoperiod is a powerful environmental regulator of growth and sexual maturation in fish. Initial studies had indicated that a new type of lights, Cold Cathode‐lights (CCL), had much greater effect on growth and sexual development than white halogen light traditionally used in fish farming. In this study we investigated selected candidate gene expression in cod in response to CC‐light photoperiod treatment and possible genetic contribution to this response. This effect was evaluated by quantitatively comparing phenotypic traits under the different treatments. On December 2008 (“*”), significant differences were found fish farmed under natural light, in combination with gene expression studies and genotypic family assignments.   After hatching the fish was reared from 6 months in indoor tanks under two different light regimes, white halogen light and CC‐light. The fish was then transported to sea cages and divided into two groups, one that received continuous CC‐light and another that received only natural light treatment. The fish was reared in these sea cages for additional two years until harvesting. Approximately 2000 individuals from each treatment were genotyped and assigned to different full sib groups. Total body weight, length and gonadal weight were also measured for all individuals. Physiologically, the fish responded clearly to CCL treatment regarding maturity related traits, with less gonadal development in the CCL treated fish. The difference was substantial and the same trend could be observed in all families. The degree of response however differed somewhat between families to some which may signify underlying genetic differences. The effect of CCL treatment on growth related traits was less clear. Apparent growth responses to CCL treatment varied greatly between families and they appeared to be either negative or positive, depending on family and sex. Opposite effect were even observed within families on different sexes. In this project genes associated with growth and maturity were retrieved partly or completely from cod (Gadus morhua). These genes were: Growth hormone (GH), growth hormone receptor (GHR), growth hormone releasing factor (GHR F) and insulin like growth factor 2 receptor (IGF2R). A number of their introns were also obtained and variable microsatellite regions could be identified in intron regions of three of these genes, GH, GHR F, and IGF2R. A method was developed based on the GH and GHR gene sequences to amplify and evaluate expression of these genes in different tissues of cod. GHR expression levels were measured at different sampling points both during the indoor stage where different size groups and treatments were compared and at the outdoor stage where different light treatments were mainly compared. Differences in expression levels between different size groups and between different light treatment groups were insignificant. The light influence is on the GH gene expression, was only observed in the beginning of March early at the sea cage stage and could not be associated with increased growth or delayed reproductive development. The CCL (Cold‐Cathode Light) has a single green wavelength that diffuses more effectively throughout the water column than white light. It may therefore mask natural light more efficiently. Still it may be necessary to train fish for the CCL lights and at the indoor stage one half of the juveniles received CCL treatment before transportation to the sea cages. When imprinted and not imprinted were compared negligible difference in gonadal development were, however, observed strongly indicating that prior imprinting to sea cage rearing had no effect.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir (nemandi HA), Friðbjörn Möller, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.   Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna.

Zooplankton is the food source of our fish stocks, with Calanus finmarchicus being the most abundant species in the marine ecosystem around Iceland in addition to Acartia that may be found in the zooplankton throughout the year. The overall goal of this project was to culture natural zooplankton species (Calanus finmarchicus and Acartia) for production of eggs that is the basis for commercial production of copepods. Facilities for culturing zooplanktonic species and live algae have been set up as a part of the project. Natural zooplankton has been collected using various approach and attempts have been made to culture copepods under various conditions. Eggs of Acartia tonsa have furthermore been hatched and cultured in two separate experiments. The main results indicate that zooplankton species are extremely sensitive to handling and temperature changes during collection and trasnport. Significant losses were observed during the first days following collection and the copepod cultures only survived through a few weeks. Previous studies show that nutrition profoundly affects reproduction, survival and productivity of zooplankton species. The present results indicate that the algae paste used did not fulfil the nutritional requirements of the copepods but improved results were achieved using live algae cultures. Hatching of dormant eggs proved successful and eggs have been collected from the experimental units. Further experiments are planned with the aim to study the effects of nutrition, food supply and copepod densities on the development, sex ratio and productivity of the cultures.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamband kúabænda, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Neytendasamtökin

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina.

A survey on the composition and labelling of minced beef was carried out in January 2010. Eight products of prepacked minced beef were sampled from supermarkets in Reykjavik. The labels were compared to provisions in regulations. The products were analyzed for meat species soy protein, fat, protein, ash and water. Added water and added carbohydrates/fiber were calculated from analytical values. The main results of the survey were that other meat species were not added to the minced beef and soy protein was not detected. According to calculations, water was added to 6 out of 8 samples but for one of the samples water was not listed as an ingredient. In two products added water was less than the 12 percentage stated on the label. Potato fibers were according to the labels added to 4 products. This is in accordance with regulations. Fat percentage was higher than declared in three products and protein was less than declared in two products. Labelling did not fulfil regulation requirements in some cases. Nutrient labelling was lacking in 2 samples. Addresses of producers and subtext in the name of the products were sometimes missing. The Icelandic regulation on meat and meat products No. 331/2005 is unclear on how to estimate and calculate added water and needs to be revised.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS‐sjóðurinn / R 09075‐09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila.   Í þessari samantekt er lögð áhersla á markaðsaðstæður og helstu framleiðsluaðferðir brauðaðar fiskvara sem hafa lengi verið ein algengasta áframvinnsla á íslenskum ufsa erlendis.   Markaðsækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis. Mikilvægt er þó að hafa í huga að velja og þekkja vel þann markað sem stefnt er á. Brauðaður fiskur telst til tiltölulega hefðbundinna matvæla en breytileiki innan vörutegundarinnar er þó töluverður og ræðst mikið af smekk neytenda í hverju landi fyrir sig.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, mostly to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value.   In this summation emphasis is put on the market situation and processing methods of breaded fish products, which are probably the most common end‐ product of Icelandic saithe abroad. Today is an opportunity for marketing of products which are economical, of high quality, convenient and quick to serve. Breaded fish products fulfil those requirements by ensuring raw material quality, processing and handling conditions. Great variety is within this product category which is now categorized as conventional food. Local preferences can vary greatly. Thorough selection and knowledge of markets is essential.   There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export within Iceland due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.     

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn / R 09075-09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila. Í verkefninu var áherlsa lögð á aðferðir til brauðunar sem hefur lengi verið ein algengasta vinnsluaðferð á íslenskum ufsa erlendis.   Verkefnið fór ágætlega af stað og fljótlega var búið að komast í samband við hugsanlega kaupendur í Þýskalandi. Sýni af vörum voru send til þeirra til að fá mat á hvernig best væri að þróa vöruna að þeirra óskum. Nokkrar tilraunir voru framkvæmdar sem gáfu til kynna að vöruþróunin væri á réttri leið. Hinsvegar þegar komið var ágætis skrið á vinnuna var ljóst að rekstrargrundvöllur Festarhalds var mjög ótryggur og fljótlega fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. Þrátt fyrir að verkefnið hafi þróast með öðrum hætti en gert hafði verið ráð fyrir þá gáfu niðurstöður tilrauna til kynna að þær vörur sem voru prófaðar voru að ásættanlegum gæðum og líklegar til að uppfylla kröfur markaðarins. Það er því full ástæða að áætla að grundvöllur sé fyrir því að fullvinna brauðaðar vörur úr ufsa hér á landi. Tækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, especially to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value. In the project, analysis was performed on the potential of processing breaded fish products by a local processing plant. Results of experiments were positive and indicated that the products fulfilled market demands of composition and quality. There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.

Skoða skýrslu
IS