Fréttir

Þörf á auknu norrænu samstarfi í humarveiðum til að tryggja sjálfbærni og arðsemi greinarinnar

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Humarveiðar hafa verið bannaðar á Íslandi síðan 2021, vegna hruns í stofni hans. Mikið vantar upp á þekkingu á mælingu á stofnstærð humars og mikilvægt að bæta rannsóknir framtíðar. Liður í því var verkefnið NowLobster til að fá aðila frá hinum Norðurlöndunum sem stunda humarveiðar, fræðimenn, sjómenn, framleiðendur, embættismenn og veiðarfærasérfræðina, til að deila þekkingu og reynslu. Verkefnið var ekki síður hugsað til að fá breiðan hóp hagaðila til að ræða saman og skiptast á skoðunum og deila reynslu.

Vinnufundur var haldið á Best Western hótelinu á Kastrup við Kaupmannahöfn, dagana 13 til 14 maí 2024. Tuttugu og þrír aðilar frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð mættu til skrafs og ráðagerðar. Fyrri daginn var farið yfir veiðar og vinnslu, veiðarfæri og ráðgjöf og stofnmat. Þeim degi lauk með kynningu á upphafi humarveiða við Ísland. Seinni daginn var meira um samtal fræðimanna, til að skiptast á skoðunum hvernig humarveiðum væri best stýrt til framtíðar, með sjálfbærum veiðum og hámarks verðmætasköpun í huga.

Niðurstaða vinnufundanna var að auka þyrfti rannsóknir á humri, með bættu samstarfi Norðurlandanna, og með þátttöku hagaðila greinarinnar. Mikið var rætt um þann skaða sem svart hagkerfi humarveiða veldur, en mikið er um að landað sé fram hjá vigt, og oft á tíðum með slæmri umgengni og lélegum gæðum. Finna þarf leiðir til að koma í veg fyrir þessa starfsemi. Ekki eru átök milli gildru-veiðimanna og þeirra sem nota botnvörpu, þar sem þessar tvær aðferðir eru notaðar við ólíkar aðstæður og samhljómur um að báðar aðferðir eigi rétt á sér. Brottkast er víða vandamál og eins meðafli, þar sem á sumum svæðum verða menn að losa sig við afla þar sem ekki má veiða hann eða landa. Niðurstaða vinnufundarins var að nauðsynlegt væri að stofna til framhaldsfundar þar sem þessar áskoranir verði ræddar, og miðað við að gera tillögur um stjórnun humarveiða áður en veiðibanni lýkur á Íslandi.

Skýrsla er nú komin út um vinnufundinn og niðurstöður hans, sem nálgast má hér.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins https://norwlobster.com/

IS