Ný innihaldsefni

Hraðar samfélagsbreytingar eiga sér stað hér á landi sem og um allan heim og mikilvægt að tekið sé mið af þeim í matvælaframleiðslu nútímans.

Hluti af stóru félagslegu áskorununum sem við stöndum frammi fyrir er hrakandi heilsa Íslendinga og má með sanni segja að matvælaframleiðsla standi á krossgötum hvað þetta varðar. Matvælaframleiðendur leita sífellt leiða til að framleiða matvæli sem bæði eru góð fyrir heilsuna og er skemmtilegt að neyta en oft á tímum fer þetta ekki saman. Því er mikilvægt að lögð sé áhersla á ný skaðlaus innihaldsefni sem hafa heilsubætandi eiginleika og þeim komið fyrir í réttum hlutföllum í matvælum sem neytt er af almenningi. Hvort sem það eru þörungar úr þangi við Íslandsstrendur eða lífvirk efni til lækkunar blóðbrýstings sem unnin hafa verið úr hráefni sem til fellur í fiskvinnslu, þá eru möguleikarnir til staðar til að bæta á náttúrulegan hátt þau matvæli sem við nú þegar neytum.

Matvælaprentari er dæmi um tæki sem nýta má í þessum tilgangi en þrívíddar matvælaprentari (e. 3D food printer) er eitt af þeim tækjum sem hægt er að nota í matar- og lífefnasmiðjum Matís. 

IS