Fréttir

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk.

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? 
Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 26. október nk. 

Climathon/loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í hundruðum borga um allan heim. Unnið verður hörðum höndum í 24 klst. að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðra loftmengun. 

Dómnefnd velur svo bestu lausnirnar og veitir verðlaun.

Loftslagsmaraþon er samkeppni sem er öllum opin. Fólk getur skráð sig sem einstaklingar, hópar, nemendur, frumkvöðlar og allir sem láta sig loftslagsmál varða. Rafmagnað en afslappað andrúmsloft, hollur matur, innblásnar vinnustofur, hópumræður og svefnkrókar og fjölda óvæntra uppákoma bíður þeirra sem taka þátt.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Climathon og hjá  Justine Vanhalst.

IS