Fréttir

Máltíðir eftir spítalaútskrift – næringarmeðferð til að koma í veg fyrir vannæringu aldraðra

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Vannæring aldraðra er vel þekkt vandamál. Meðal legutími á sjúkrahúsi er stuttur sem veldur því að ekki er alltaf tími til að leiðrétta næringarástand eldri sjúklinga. Því er mikilvægt að veita næringarmeðferð eftir útskrift, til að koma í veg fyrir afleiðingar sem vannæring hefur á heilsu og færni.

Verkefnið „Máltíðir eftir spítalaútskrift“ er nýhafið og skiptist í annarvegar þróun rétta fyrir eldra fólk með tyggingar og kyngingar örðugleika og hinsvegar íhlutun, þar sem upplýsingar munu fást um næringu og næringarástand aldraðra í heimahúsum. Niðurstöður úr íhlutunarþætti verkefnisins geta veitt upplýsingar um þær breytingar sem mögulega þurfa að eiga sér stað hvað varðar útskrift aldraðra einstaklinga og leiðbeiningar um þjónustu við þennan útsetta hóp.

Samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands, Grímur Kokkur en auk þessa hafa Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursamsalan aðkomu að verkefninu.

Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Rannís.

IS