Fréttir

Getum við notað íslenskar olíur í viðarvörn?

Vitað er að fiskolíur hafa verið notaðar sem viðarvörn fyrr á öldum og reynst vel. Þekkingin hefur hins vegar mikið til glatast. Með aukinni áherslu á afturhvarf til eldri tíma og hráefna og betri þekkingu, skapast lag til að nýta fiskolíur, sem núna falla í úrgangsflokk, til verulega aukinna verðmæta en leysa þarf framleiðslu- og vöruþróunarvandamál áður en lengra er haldið. 

Nýtt verkefni er u.þ.b. að hefjast hjá Matís í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Magla ehf. með fjárstyrk frá AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins er að þróa afurð úr fiskolíum til notkunar sem hluta af viðarvörn en ákvarða þarf framleiðsluferla til að breyta óhreinu hrálýsi og þá hvaða lýsi í verðmæta viðarolíu. Heildarstyrkur verkefnisins er sjö milljónir. 

Verkefnastjóri er Ásbjörn Jónsson auk hans eru Heiða Pálmadóttir og starfsfólk efnastofu Matís þátttakendur í verkefninu. Verkefnið hefst í nóvember 2017 og líkur í nóvember 2018.

IS