Fréttir

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla um borð í frystitogara

Marvin Ingi Einarsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er: Fishmeal and fish oil processing on board freezer trawler (Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla um borð í frystitogara).

Fishmeal and fish oil processing on board freezer trawler
Hvenær hefst þessi viðburður
3. maí 2017 – 15:00
Staðsetning viðburðar:
 Matís
Nánari staðsetning
:  Stofa 312

Á síðustu árum hefur áhersla á sjálfbæra nýtingu sjávarafurða aukist mikið, og má það rekja til aukinnar vitundarvakningar varðandi verðmæti aukaafurða. Markmið þessa verkefnis er að leggja fram mismunandi tillögur að fiskmjöls- og lýsisvinnslu fyrir nýja frystitogara, finna stofnkostnað og meta raunhæfni innleiðingar. Skoðaðar hafa verið mismunandi tæknilausnir og mat lagt á arðbærni. Gerð var greining á efnainnihaldi hráefnisins, lagt mat á tekjur, orkukostnað, annan breytilegan rekstrarkostnað og fastan kostnað. Niðurstöður þessa verkefnis munu nýtast útgerðarfyrirtækjum við mat á uppgreiðslutíma á fiskimjöls- og lýsisvinnslu fyrir frystitogara. Þannig verður hægt að bera raunveruleg tilboð frá framleiðendum við niðurstöður verkefnisins og fá þannig mat á uppgreiðslutíma fjárfestingarinnar.

In recent years, sustainable operations of the fishing industry has got a lot of attention. This trend is based on the fact that awareness of the value various bi-products, besides the fish filets, brings to the operators. The purpose of this project is to evaluate different types of solutions for fishmeal and fish oil processing on board freezer trawlers in regard to investment- as well as operations costs. The available raw material has been analysed, revenues estimated and compared to variable and fixed costs. The results can be used to evaluate actual offers from system suppliers and by doing so

Leiðbeinendur

  • Björn Margeirsson lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóri hjá Sæplast&Tempra.
  • Gunnar Stefánsson prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.
  • Sigurjón Arason, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís.

Prófdómari

Sveinn Víkingur Árnason.

IS