Fréttir

Þekking og færni í matvælagreinum

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. Matís hefur frá stofnun lagt áherslu á náið samstarf með hagaðilum um framþróun matvælagreina á Íslandi með það að markmiði að auka verðmætasköpun, bæta matvælaöryggi og lýðheilsu. Matís er stoltur þátttakandi í samstarfsvettvangnum Matvælalandið Ísland.  

11.30     Hádegishressing í samvinnu við meistarakokka Grillsins
12.00     Setning og afhending verðlauna Ecotrophelia Ísland. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Tæknin byltir matvælaiðnaði – Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís

Nýjar aðferðir við miðlun fræðslu til starfsmanna 
Þjálfun í þenslu – hvernig næ ég til starfsmanna?  – Hlíf Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas
Nýjar leiðir við miðlun kennsluefnis – Hróbjartur Árnason, lektor við Menntavísindasvið HÍ
Vinnustaðanám og fræðsla Icelandair hótela – Erla Ósk Ásgeirsdóttir forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela
Menntanet sjávarútvegsins – Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur SFS

Hlé

Reynslusögur úr fyrirtækjum
Gæði, öryggi og arðsemi í framleiðslu 
– Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska
Hverjir kaupa fiskinn okkar, erum við á réttri leið? Klemenz Sæmundsson og Ásdís Vilborg Pálsdóttir, verkefnastjórar hjá  Fisktækniskóla Íslands  
Starfsþjálfunaráætlun – Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs
Ráðgjöf til bænda – Nýjar áskoranir í breyttu umhverfi – Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins  

Pallborðsumræður með þátttöku ungs fólks úr ýmsum greinum.
Lilja Rut Traustadóttir, gæðastjóri Gæðabaksturs
Viktor Örn Andrésson, matreiðslumeistari, 3. sæti í Bocuse d’Or 2017
Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda og stjórnarmaður í Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Eyrún Sif Skúladóttir, ráðgjafi hjá Wise
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos

16:00     Ráðstefnuslit

Kynnir og ráðstefnustjóri: Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis 

IS