Þann 20. október verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Matvælarannsóknir í breyttum heimi, þar sem kynntar verða innlendar rannsóknir og nýir straumar í matvælafræði.
Matvæladagurinn 2016 haldinn á Hótel Natura 20. október kl 12-17.
Aðalfyrirlesari verður Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, sem fjallar um matvælaframleiðslu og umhverfismál og Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, fjallar um nýja og byltingarkennda tækni í matvælaframleiðslu. Fjöldi annarra áhugaverðra fyrirlestra verða á ráðstefnunni, en dagskrána í heild má sjá hér.
Matvælafræðin og matvælaframleiðsla standa frammi fyrir nýjum og krefjandi áskorunum sem tengjast m.a. takmörkuðum auðlindum og fjölgun jarðarbúa sem gera auknar kröfur um gæði og hollustu matvæla. Hvernig verða matvælin okkar í framtíðinni og með hvaða ráðum getum við brauðfætt heiminn næstu áratugina? Svo mikið er víst að rannsóknir gegna lykilhlutverki við að finna svörin við þessum spurningum. Hugvitsamleg nýting auðlinda, hollusta og umhverfismál verða áhersluatriði við þróun matvæla á næstu áratugum, og um það verður fjallað á ráðstefnunni sem er haldin á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, MNI.
Fjöregg Samtaka iðnaðarins, sem veitt er fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla, verður afhent á ráðstefnunni.
Rástefnan er öllum opin og er skráning á vef MNÍ.
Nánari upplýsingar veita:
Guðjón Þorkelsson, prófessor Matvæla- og næringarfræðideild, sími 858 5044 gudjont@matis.is
María Guðjónsdóttir, dósent Matvæla- og næringarfræðideild, mariagu@hi.is
Laufey Steingrímsdóttir, formaður MNI, sími 6963564 laufey@hi.is