Fréttir

Iceland School of Fisheries – Executive Program

Opni háskólinn í HR í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Matís, aðrar háskólastofnanir og helstu rannsóknarstofnanir á Íslandi hafa sett á fót yfirgripsmikið nám fyrir erlenda stjórnendur og sérfræðinga í sjávarútvegi með það að markmiði að þróa og dýpka skilning þeirra á atvinnugreininni. 

Í náminu verður m.a. fjallað um  stjórnun í sjávarútvegi, vinnslu sjávarafurða, markaðssetningu og nýjustu þróun í tækni og nýsköpun í fiskiðnaði. 

Ennfremur verður fjallað um fiskveiðistjórnun, regluverk, rannsóknir og eftirlit í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið hér: Iceland School of Fisheries

Nánari upplýsingar veitir Sandra Kr. Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Opna háskólanum hjá HR, sandrak@ru.is, 599-6342.

IS