Frumkvöðladagur uppsveitanna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00 – 17:00 á Café Mika, Reykholti.
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og skipulagður af ferðamálaráði uppsveita Árnessýslu.
Markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu. Hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa. Stoðkerfið verður kynnt, styrkjamöguleikar og reynslusögum deilt.
Áhugasömum gefst tækifæri til að viðra hugmyndir sínar við ráðgjafa. Fjölbreytt erindi verða flutt á fundinum m.a. koma gestir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og atvinnuráðgjöf SASS en einnig mun Ingunn Jónsdóttir, sameiginlegur starfsmaður Matís og Háskólafélags Suðurlands flytja erindi um nýsköpunarhugsun og segja frá Matvælabrúnni, námi sem Háskólafélagið hefur verið að keyra í samstarfi við Matís og matvælafyrirtæki á Suðurlandi.
Auk þess munu fulltrúar fyrirtækja í uppsveitum deila reynslusögum.
Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is.