Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.
Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla þeirra báta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir bæði sjómenn og framleiðendur.
Helstu afurðir verkefnisins eru:
- Meiri þekking á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks
- Meiri þekking og skilningur á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís.
Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Elíasson hjá Matís og einnig má finna upplýsingar um verkefni á vefsvæði verkefnisins.
Ítarefni
Umfjöllun um verkefnið í tímariti Háskóla Íslands.