Fréttir

Vel er haldið utan um fjármál hjá Matís ohf.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mikil vinna er lögð í rekstraráætlun og –uppgjör Matís og er í hverjum mánuði stjórn félagsins kynnt áætlun og ítarlegt rekstraruppgjör og er því eftirfylgnin mikil.

Undirbúningsvinna við gerð rekstraráætlunar félagsins fyrir komandi rekstrarár hefst ávallt um í byrjun september. Grunnvinna áætlanagerðarinnar fer fram á stoðsviðum Matís og er stýrt af fjármálastjóra og yfirmanni rekstrar og upplýsingatækni.  Rekstraráætlun er svo yfirfarin með verkefnastjórum og endurskoðuð með sviðsstjórum áður en hún er lögð fyrir stjórn.

Heildartekjur Matís hafa vaxið jafnt og þétt frá stofnun og voru heildartekur Matís fyrir 2014 rúmir 1,4 milljarðar. Stærsti hluti tekna Matís kemur úr erlendu samstarfi eða ríflega 40%, sé miðað við rekstraráætlun fyrir 2014. Erlent samstarf hefur aukist mikið undanfarin ár og er stefnt að því að svo verði áfram á næstu árum.

Þjónustusamningur við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti er mikilvægur þáttur í tekjuöflun Matís en þáttur hans hefur þó farið minnkandi frá stofnun Matís og hefur fjármögnun ríkisins á starfsemi Matís dregist saman um 30% að raungildi frá 2010.

Innlendir sjóðir, s.s. AVS og Tækniþróunarsjóður eru einnig mikilvægir í tekjuöflun Matís, ásamt viðskiptum við fyrirtæki og opinbera aðila.

Hlutfallsleg skipting tekna árin 2007-2013:

Stærstu gjaldaliðir fyrir utan laun og launatengd gjöld og almennan beinan kostnað við rekstur verkefna, eru rekstur húsnæðis og annar skrifstofu- og stjórnunarkostnaður.

Matís er í góðu samstarfi við Ríkisendurskoðun, sem sér um endurskoðun á ársreikningi Matís. Unnið er að bókhaldsferlum og verklagsreglum í samvinnu við Ríkisendurskoðun og hefur umsögn Ríkisendurskoðunar um rekstur Matís verið athugasemdalaus sl. ár.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Kolbeinsson, fjármálastjóri Matís.

IS