Fréttir

Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?

Matvælalandið Ísland boðar til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars kl. 12.00 – 16.30 undir yfirskriftinni: Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, tekur þátt í pallborðsumræðum.

Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin og má finna nánari upplýsingar á vef Samtaka Iðnaðarins. Nauðsynlegt að skrá sig hér.

Matvælalandið Ísland er samstarfsvettvangur margra aðila sem hafa með matvæli að gera á einn eða annan hátt og vilja efla Ísland sem matvælaframleiðsluland. Þar á meðal eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fiskvinnslustöðva, Samtök iðnaðarins, Matís og Háskóli Íslands.

IS