Fréttir

Hefur þú smakkað mysudrykinn?

Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 27. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Boðið verður upp á að smakka mysudrykkurinn Íslandus en mysuklakinn Íslandus, sem drykkurinn byggir á, var valinn vistvænasta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemendakeppni sem haldin var fyrir skömmu. Mysuklakinn er með beina vísun til lífshlaups Sölva Helgasonar og er Íslandus 100% náttúrulegur og lífrænn.

Þær Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, nemendur í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands eru höfundar Íslandus. Höfundarnir lögðu áherslu á bætta nýtingu afurða, hugmyndaríka notkun á staðbundnu hráefni og vistvæna framleiðsluhætti við sköpun klakans. Kjartan Þór Trauner, nemandi við Listaháskóla Íslands sá um vöruhönnunina.

Íslandus var framlag Íslands í Evrópukeppninni EcoTrophelia 2012 þar sem vistvænar hugmyndir frá ýmsum löndum í Evrópu kepptu sín á milli.

Nánari upplýsingar um Vísindavökuna og Vísindakaffi, sem munu fara fram alla vikuna, má finna á vef Rannís, http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

IS