Fréttir

Ís, ís, ís og meiri ís

Það verður seint of mikið fjallað um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á þeim afla sem dreginn er úr sjó. Blóðgun, slæging, þvottur og síðast en ekki síst kæling eru þeir þættir sem skipta öllu máli ef markmiðið er að koma með fyrsta flokks fisk á markað.

Til þess að auðvelda áætlaða ísþörf í róður þá hefur Matís látið útbúa einfalda reiknivél til að sýna hvað þarf mikinn ís til að kæla og viðhalda kælingu afla þegar tekið er tillit til sjávar- og umhverfishita og geymslutíma.

Þessi reiknivél gefur fyrirtaks vísbendingu um magn íss, en vissulega er þetta svolítið breytilegt eftir gerð þess íss sem notaður er.

Reiknivélina má finna á fræðsluvef Matís: Ísþörf (ísreiknir)

IS