Alla þessa vikuna verða þrír starfsmenn Matís á ferð hringinn í kringum landið. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar á landsbyggðinni hvað matvæla- og lífefnaframleiðslu varðar.
Starfsmennirnir munu hitta smáa sem stóra aðila í matvælaframleiðslu og verða þeim innan handar og gefa ráð varðandi hin ýmsu mál sem snúa að matvælaframleiðslu þá sérstaklega smáframleiðslu matvæla.
Drög að dagskrá:
- Mánudagur 13. maí – Skagafjörður, Siglufjörður, Ólafsfjörður og Akureyri
- Þriðjudagur 14. maí – Akureyri, Svalbarðseyri, Laugar, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn
- Miðvikudagur 15. maí – Raufarhöfn
- Fimmtudagur 16. maí – Egilsstaðir og aðrir staðir á Austurlandi/Austfjörðum
- Föstudagur 17. maí – Austfirðir
Allir þeir sem áhuga hafa á matvælaframleiðslu eru hvattir til að hafa samband við þessa starfsmenn Matís.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Hallgrímsson í síma 858-5054.