Fréttir

Örverur í hafinu umhverfis Ísland

Undanfarin misseri hefur Matís, í góðu samstarfi við Hafrannsóknarstofnunina, staðið að rannsóknum á örverum í hafinu umhverfis Ísland.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn fer fram en markmiðið er að skoða bæði fjölda mismunandi örveruhópa og fjölbreytileika á mismunandi hafsvæðum og dýptum. Í framtíðinni er hugsunin sú að hægt verði að fylgjast með framvindu og breytingu á örverusamsetningu milli ára sem getur hjálpað til við að meta áhrif loftslagsbreytinga á lífkerfið og frumframleiðslu þess.  Hafa ber í huga að heilbrigði örverusamfélagsins er skilyrði fyrir því að líf í efri lögum fæðukeðjunnar þrífist og því er mikilvægt efnahagslega og umhverfislega að afla frekari þekkingar á þessu sviði.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Eyjólfur Reynisson og Viggó Þór Marteinsson hjá Matís.

IS