Fréttir

Samstarfsaðili óskast á Akureyri

Í Borgum á Akureyri leigir Matís húsnæði og langar til að bjóða spennandi samstarfsaðila að leigja hluta þess rýmis undir starfsemi sína.

Húsnæðið sem í boði er er samtals 24,4 fm að stærð og er sérhönnuð rannsóknastofa með glugga fyrir skammhliðinni allri, tveimur opnanlegum gluggafögum, stinkskáp, stórum vaski, bekkjum við alla veggi, skáp undir vaskaborðinu og gaslögnum (ýmsar tegundir af gasi notað í húsinu og hægt að tengja við þær).

Í Borgum er fjöldi framsækinna fyrirtækja og stofnanna og má þar nefna Nýsköpunarmiðstöð Íslands (IMPRA), Orkustofnun og Háskólann á Akureyri. Mikil tækifæri liggja því í samstarfi og  samlegðaráhrifum fyrir framsýn þekkingarfyrirtæki í þessu umhverfi þverfaglegrar þekkingar.

Hér má sjá nokkra myndir af húsnæðinu en einnig er möguleiki á leigu á skrifstofurými.

Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri

Nánari upplýsingar veita Rannveig Björnsdóttir, stöðvarstjóri Matís á Akureyri og Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Reksturs og viðskiptaþróunar hjá Matís.

IS