Fréttir

Ný útgáfa af Icelandic Agricultural Sciences (IAS)

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Út er komið hefti nr. 24/2011 í Icelandic Agricultural Sciences (IAS) og eru þar margar áhugaverðar vísindagreinar um íslenskan landbúnað og landnotkun. Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís situr í ritnefnd IAS en auk þess eru í þessari útgáfu greinar eftir nokkra starfsmenn Matís.

Vísindaritið Icelandic Agricultural Science, eða IAS, er alþjóðlegt fagrit um lífvísindi tengdum landbúnaði og landnotkun.

IAS hefur nú fengið nýja heimasíðu www.ias.is. Á þeirri síðu má m.a. nálgast allar vísindagreinar sem birst hafa í ritinu frá upphafi árið 1988 á rafrænu formi.

IAS er eina alþjóðlega vísindaritið sem gefið er út hérlendis um rannsóknir sem tengjast skógrækt, fiskirækt, landgræðslu, landbúnaði og annarri landnýtingu.

Á sínum tíma breytti ritstjórn IAS nafni ritsins yfir á ensku og jók enn kröfur um gæði vísindagreina. Allar greinar sem birtast í ritinu eru á ensku og eru ritrýndar af a.m.k. einum erlendum sérfræðingi (og einum innlendum), auk ritstjórnar. Í sambandi við þessa breytingu hafa nokkrir forstjórar stofnana sem standa að útgáfu ritsins, svo sem skógræktarstóri, samþykkt að meta ritið í stofnanasamningum sínum sem „ ritrýnt alþjóðlegt fræðirit”.

IS