Fyrir stuttu lauk ráðstefnu um innlend hráefni til notkunar í fiskeldi. Margt merkilegt kom fram á þessari ráðstefnu og eigum við Íslendingar mikil tækifæri í að stórauka fiskeldi með áherslu á notkun staðbundinna hráefna til fóðurgerðar. Fyrirlestrarnir eru nú aðgengilegir á www.matis.is.
Fiskeldi hefur verið að eflast hérlendis og er fyrirsjáanleg mikil aukning á komandi misserum, bæði hjá núverandi framleiðendum og nýjum fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á þessu sviði. Þá eru nokkur stór nýsköpunarverkefni í vinnslu þar sem hugað er að tækifærum fyrir nýjar tegundir og nýjar framleiðsluaðferðir.
Fóður er stærsti rekstrarkostnaðarliðurinn í fiskeldi eða almennt um 50-70% og er mikill hluti af hráefni í fóður innflutt. Til að gera fiskeldi sjálfbært er mikilvægt að efla innlenda framleiðslu á fóðurhráefnum og styrkja þannig stoðir undir rekstur fiskeldisstöðva og tengdra greina. Matís ohf. hefur í samstarfi við fyrirtækið Íslensk matorka ehf. tekið saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi og er illa nýtt eða jafnvel urðað. Auk þess er stefnt að því að efla þverfaglegt samstarf atvinnugreina og rannsóknastofnana sem getur leitt til þess að hægt sé að stórauka fiskeldi með áherslu á notkun staðbundinna hráefna til fóðurgerðar. Við það mun verðmætasköpun í landbúnaði aukast með bættri nýtingu á ræktunarlandi og atvinnusköpun í sveitum landsins. Lögð er áhersla á að greina næringarefnainnihald í ýmsum aukaafurðum sem falla til í landbúnaði og sjávarútvegi og möguleika á nýtingu þeirra til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Einnig er horft til möguleika á að rækta hráefni sérstaklega fyrir fóður og þannig nýta land og vinnuafl til sveita á Íslandi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir.
Smelltu á heiti fyrirlesturins til að skoða
13:00 -13:10 Setning – Jón Bjarnason, sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra
13:10 -13:35 Miljø – effektiv fiskeproduktion – Alfred Jochumsen, DTU-Akva Danmörku
13:35 -13:50 Þróun nýrra fiskifóðurhráefna í Svíþjóð: kræklinga- og oksveppamjöl
– Björn Þrándur Björnsson, Háskólinn í Gautaborg
13:50 -14:05 Grænn lífrænn úrgangur – Ásbjörn Jónsson, Matís
14:05 -14:20 Framleiðsla hryggleysingja – Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun
14:20 -14:35 Örverur – Arnþór Ævarsson, Prokatin / Jakob Kristjánsson, Prokazyme
14:35 -15:10 Kaffi
15:10 -15:25 Repja – Jón Bernódusson, Siglingastofnun / Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri
15:25 -15:40 Margt smátt gerir eitt stórt: eru svifþörungar orkuboltar aldarinnar?
– Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur
15:40 -15:55 Aðrir möguleikar – Ólafur I. Sigurgeirsson, Háskólinn á Hólum
15:55 -16:10 Virði hráefna – Jón Árnason, Matís
16:10 -16:50 Umræður/pallborð – Rannveig Björnsdóttir (Matís) stýrir.
Fulltrúar fóðurframleiðenda, Björn Þrándur Björnsson (Háskólinn í Gautaborg), Alfred Jochumsen (DTU-Akva), Sveinbjörn Oddsson (Íslensk Matorka), Björn Björnsson (Hafró), Helgi Thorarensen (Háskólinn á Hólum).
16:50 -17:00 Samantekt og fundarslit
Nánari upplýsingar veitir Jón Árnason hjá Matís.