Fréttir

Mikilvægur fundur um framtíð líftækniiðnaðarins og tækifæri í líftækni og tengdum greinum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú rétt í þessu lauk fundi um líftækniiðnaðinn en fundurinn fór fram í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Alls sóttu fundinn vel á annað hundrað manns og komu fram mikilvægar um allt sem tengist þessum arðbæra en þó ögrandi iðnaði.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er í góðum tengslum við líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki þar.

Nú þótti okkur góður tími til að kynna stöðu mála, framtíðarsýn og afrakstur síðustu ára. Á fundinum voru erindi frá fyrirtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ.

Í kjölfar fundarins var gestum boðið að skoða húsnæði að Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki, sem eru í nánu samstarfi við Matís, komið sér fyrir og var um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagskrá fundarins leit út og ef smellt er á heiti flestra fyrirlestrana opnast pdf skjal með fyrirlestrinum.

Dagskrá
08:30   Setning – Orri Hauksson, Samtök Iðnaðarins
08:40   Er líftækniiðnaðurinn vaxtabroddur Íslendinga? – Hörður G. Kristinsson, Matís
08:45   Ensím og orka úr hveraörverum – Jakob Kristjánsson, Prokazyme
09:00   Orka og efnasmíði með hjálp hitakærra örvera – Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís
09:10   Hvers vegna fá fiskar ekki fótasár? – Guðmundur Guðmundsson, Kerecis
09:25   Ensím úr þorski í náttúruvörur, snyrtivörur og lyf – Bjarki Stefánsson, Ensímtækni
09:40   Sameindaræktun og afurðir hennar – Júlíus B. Kristinsson, ORF Genetics
09:55   Efnaauðlegð íslenskrar náttúru – Sesselja Ómarsdóttir, Lyfjafræði Háskóla Íslands
10:10   Kítósan – Nýsköpun og vaxtamöguleikar til framtíðar – Einar Matthíasson, Primex
10:20   Ævintýramarkaðssetning: ull, fiskur og fæðubótarefni – Þráinn Þorvaldsson, Saga Medica
10:35   Umræður
10:45   Fundarslit og formleg opnun Vínlandsleiðar 14 – Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís

IMG_5581
 Klipp á borða! F.v: Eydís Arnviðarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Hörður G. Kristinsson,
Sveinn Margeirsson, Guðlaug Þ. Marinósdóttir

Fundarstjóri var Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís og sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs.
Þórir Bergsson, meistarakokkur Matís, bauð fundargestum upp á girnilegan morgunverð.

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

IS