Fréttir

Fagur fiskur vinnur til Edduverðlauna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hugmyndina að þáttunum átti Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís og Brynhildur Pálsdóttir.

Þættirnir „Fagur fiskur“ unnu til verðlauna á Edduhátíðinni 2011 sem Menningar- eða lífsstílsþáttur ársins. Matís framleiddi þættina ásamt Sagafilm. Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þær fengu Sagafilm, Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika.

Gerð þáttanna var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.

Nánar um Edduna 2011 hér.

IS