Fréttir

Nýtt blóðgunar- og kælikerfi í borð um Stefni ÍS

Matís, ásamt 3X, fór fyrir stuttu í sjóferð um borð í ísfisktogaranum Stefni ÍS 28, skip Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði.

Tilgangurinn var að skoða mismunandi blóðgunar – og kæliaðferðir um borð og komast að því hver þeirra skilaði mestum gæðum. Tildrög rannsóknarinnar var sú að 3X smíðaði síðastliðið sumar snigilkör um borð í Stefni með það að markmiði að kæla afurðina áður en hún færi ofan í lest.

Verkefni þetta er liður í stóru verkefni sem heitir Vinnsluferill línuveiðiskipa.

Nánari upplýsingar má finna hér en auk þess veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is upplýsingar um verkefnið.

IS