Fréttir

Hefðbundin matvæli 13 Evrópulanda

Matís tekur þátt í evrópska öndvegisnetinu EuroFIR um matvælagagnagrunna og efnainnihald matvæla. Nú er lokið verkþætti um hefðbundin (traditional) matvæli í Evrópu.

Valin voru fimm hefðbundin matvæli í hverju landi, framleiðsluferillinn var skilgreindur og síðan voru fjölmörg næringarefni mæld í afurðunum. Íslensku matvælin voru skyr, hangikjöt, súrsaður blóðmör, harðfiskur og kæstur hákarl. Þessi verkþáttur var unninn í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Upplýsingar um hefðbundnu matvælin hafa nú verið teknar saman og gefnar út í lausblaðamöppu. Texti er bæði á ensku og máli viðkomandi lands. Fjallað er um sögu matvaranna, framleiðslu þeirra og næringargildi. Upplýsingarnar hafa verið gefnar út á vefsíðu EuroFIR-verkefnisins og er hægt að nálgast þær á slóðinni:

eurofir.org

Einnig var gefin út almenn skýrsla um hefðbundin matvæli í Evrópu og má nálgast hana á slóðinni:

http://www.eurofir.net/temp/EuroFIRspSynthesisspReportsp6_TraditionalspFoodsspinspEuropehs4hs.pdf

Ástæða er til að benda á fjölbreytta útgáfu á vegum EuroFIR verkefnisins. Um er að ræða skýrslur og upplýsingablöð um fjölbreytt málefni sem tengjast efnainnihaldi matvæla. Nefna má umfjöllun um trans-fitusýrur, heilsufullyrðingar, lífvirk efni, reglugerðir og forrit.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is.

IS