Fréttir

Mikilvægi kælingar: frá miðum á markað – Fundur í Vestmannaeyjum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Kynningarfundur fyrir fiskiðnaðinn og flutningsaðila í Vestmannaeyjum – Matís ohf. og Háskóli Íslands.

Fimmtudaginn 26.nóv. verður haldinn kynningarfundur um niðurstöður í kæliverkefnunum Kælibót og Chill-on og Hermun kæliferla. Unnið hefur verið að umfangsmikil tilraunum á sviði kælingar á bolfiski frá miðum á markað. Þátttakendur í verkefninu tengjast mismunandi hlekkjum keðjunnar: hráefnismeðhöndlun, vinnslu, flutningi og markaðssetningu. Kynntar verða ýmsar tilraunir úr umfangsmiklum rannsóknum á kælingu fisks. Tilraunirnar voru framkvæmdar veturinn 2008-2009 við raunaðstæður. Samanburður hefur verið gerður á:

  • kæligetu mismunandi ísmiðla og á vélum til framleiðslu þeirra
  • kæliaðferðum við vinnslu (vökva- og roðkæling)
  • mismunandi umbúðum fyrir pökkun afurða
  • mismunandi flutningsleiðum (skip og flug) og áhrifum bættrar hitastigsstýringar við flutning kældra afurða.

Nú eru í gangi tilraunir þar sem bestu aðferðir fyrir hvern hlekk keðjunnar valdar saman og öll keðjan keyrð í einni tilraun við raunaðstæður. Flutningsferlar hafa verið kortlagðir m.t.t. tíma og hitastigs og verða kælihermar nýttir til að setja upp þá ferla til geymslu á afurðum. Með því móti er hægt að framkvæma nauðsynlegar mælingar án þess að flutningur frá sýnatökustað til tilraunastofa trufli niðurstöður. Á sama tíma verður hermt eftir flutningi á erlendan markað með því að senda fisk til Vestmannaeyja. Erlendir þátttakendur Chill-on (www.chill-on.com/) eru komnir til landsins og munu prófa sína tækni við þennan flutning.

Staðsetning:
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – Strandvegur 50 – 900 Vestmannaeyjum
Sími: 481 1111 – Fax: 481 2669 – netfang: setur@setur.is

Dagskrá fundarins má finna hér.

Íslensku þátttakendur verkefnanna Kælibótar og Chill-on eru: Brim hf., Eimskip hf., Háskóli Íslands,  Icelandair Cargo, Matís ohf., Optimar á Íslandi ehf., Samherji hf., Samskip hf. Skaginn hf. og Opale Seafood.

Verkefnin eru styrkt af AVS, EU, Tækniþróunarsjóði Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.

IS