Fréttir

Matís opnar Matarsmiðjuna á Höfn í Hornafirði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Síðastliðinn miðvikudag opnaði Matís matarsmiðju á Höfn í Hornafirði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opnaði smiðjuna að viðstöddu fjölmenni en vel á annað hundruð manns voru mætt.

Í kjölfar formlegrar opnunar hlustuðu gestir á nokkra stutta fyrirlestra frá starfsfólki Matís um leið og boðið var upp á veitingar framleiddar úr staðbundnum hráefnum t.d. saltfisk, folald, reykta önd, ís ofl. en Matís hefur komið að þróun, hönnun og markaðssetningu á þessum matvælum.

Matarsmiðjan er sérstaklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja hefja virðisaukandi smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni.

Á myndinni má sjá þegar Einar K. Guðfinnsson klippir á borða við formlega opnun en til verksins notaði ráðherra sérstök humarskæri. Með honum á myndinni eru Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn og Guðmundur M. Gunnarsson verkefnastjóri hjá Matís á Höfn.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Matís, www.matis.is.

Fyrirlestur dr. Harðar G. Kristinssonar frá opnuninni.

IS