“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna,“ segir í skýrslu Matís um hvernig hægt er að bæta gæði síldar til neyslu. Þá segir að betri gæði leiða af sér aukna samkeppni í framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.
Í ágripi skýrslunnar (Improved quality of herring for human consumption) segir að síld sé ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. “Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli.” Þá segir að mikilvægt sé að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum.
“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.”
Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar, til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. “Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við
-20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.”
Hægt er að skoða skýrsluna hér.