Matís leitar eftir metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa í faghópi Erfða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Framkvæmd og stjórnun þjónustuverkefna á sviði erfðafræði, einkum:
- Fjölbreyttar greiningar á búfénaði, einkum sauðfé, hrossum og kúum, sem fela í sér skimun fyrir erfðaþáttum sem tengjast sjúkdómum, frjósemi, o.fl.
- Tegunda- eða upprunagreining matvæla og annarra lífsýna.
- Erfðagreiningar sem nýttar eru til ákvörðunar á uppruna strokulaxa.
Öflun, þróun og innleiðing nýrra þjónustu- og rannsóknaverkefna.
Framkvæmd rannsóknaverkefna á sviði erfðafræði, einkum grunnrannsókna sem varða líf í hafi og vötnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í erfðafræði, lífefnafræði, líffræði eða skyldum greinum er skilyrði.
- Reynsla af rannsóknum og/eða þjónustugreiningum á sviði erfðafræði eða skyldum greinum er skilyrði.
- Mikil tæknileg færni á sviði erfðafræði er kostur, þ.e. þekking og reynsla af notkun viðkomandi aðferða og tækja.
- Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki.
- Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Góð almenn íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís við Vínlandsleið 12, Reykjavík.
Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem vinnur að þessum markmiðum með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar
Upplýsingar veitir Björn Þór Aðalsteinsson, fagstjóri erfðahóps, bjornth@matis.is.

